Heima er bezt - 01.05.1982, Blaðsíða 7
Tæknivæddir heyflutningar. Féð hjá Bjarna er uppi á ,,annari hæð“ og því þarfað flytja heyið þangað upp til þeirra
og við það hefur Bjarni tekið tœknina í þjónustu sína.
síðan hafa þær fengið vothey og dafna vel. Ég byrjaði með
230 rollur en er núna með 380.
— Þú hefur alltaf verið viðloðandi sveitina og fórst í
Bændaskólann á Hvanneyri. Hefur þessi búskaparþrá
alltaf blundað í þér?
— Já, ég hef sennilega fæðst með þessum ósköpum.
Undir niðri ætlaði ég mér alltaf að verða bóndi, spurn-
ingin var hvenær að því kæmi.
Ég var í sveit í Ásgeirsbrekku öll sumur frá sjö ára aldri
þangað til ég var orðinn sextán ára. Þrjú sumur var ég á ýtu
og það eru því ekki nema um tvö sumur sem ég vann í
kaupstað. Þegar ég var í Ásgeirsbrekku smitaðist ég af
hestamennsku Jóns Friðrikssonar, sem nú býr á Vatns-
leysu. Jón lánaði mér hesta á veturna sem ég hafði á
Króknum og Iét hann mig hafa hey handa þeim.
— Svo fórstu í Hvanneyrarskóla?
— Já, mitt áhugasvið var landbúnaður og fyrst ég ætlaði
á annað borð að mennta mig eitthvað, þá skyldi það vera
eitthvað í tengslum við landbúnað, ég hafði ekki áhuga á
neinu öðru. Ég ráðgerði ekki neitt framhaldsnám eftir
Hvanneyrardvölina og áður en ég vissi af var ég farinn að
búa, það gerðist svo snöggt, að ég varð að taka ákvörðun á
einni nóttu. Ég hafði ekki fyrirhugað að fara svona hratt út
í þetta, ég hefði frekar kosið að byggja upp jörðina áður en
ég færi að búa fyrir alvöru, en mér þótti það mikils vert að
fá heimavanar rollur, svo ég keypti þær með jörðinni og
neyddist til að byrja búskapinn af fullum krafti strax. Síðan
þá hef ég reynt að kynbæta rollurnar, ég nota sæðingarnar
mikið, fæ sæði frá sæðingarstöðinni á Akureyri. Þar eru
hrútarnir mjög vel valdir og allir afkvæmaprófaðir og því
setti maður þau lömb á sem eru undan þeim á meðan
maður var að fjölga hjá sér. Þar að auki nota ég einungis
fyrstu verðlauna hrúta hér heima.
— Nýta bændur sér sæðingarstöðina yfirleitt?
— Ég hugsa að ég noti hana óvenju mikið, en þetta
stuðlar að örari kynbótum. Byggingarlagið hefur batnað
mikið og flokkunin hefur verið mjög góð. Á síðasta ári lagði
ég inn 340 lömb og þar af voru einungis sjö lömb sem fóru
niður í annan flokk, allt hitt fór í fyrsta flokk og jafnvel 45 í
stjörnuflokk. Með þetta er ég að sjálfsögðu ánægður og
þakka það kynbótunum. Kröfur markaðarins gagnvart
kjötinu hafa breyst mikið á síðustu árum, nú þurfa
skrokkarnir að vera kjötmiklir og fitulitlir. Ef maður nær
rétta byggingarlaginu á fénu, þá er eins og maður þurfi
Heima er be:í 151