Heima er bezt - 01.05.1982, Blaðsíða 31
VII.
Sunnudagurinn rennur upp heiður og fagur. Marga fýsir að
koma og sjá þessa keppni, sem nú er stofnað til í Fagradal.
Þangað ætla að koma flestir bestu skautamenn þar um
slóðir.
Þátttakan er mikil, unglingaskólinn í Nesvík hefur til-
kynnt þátttöku, en það er kaupstaður Fagradals. Kennarar
Hvammsskóla gafa fengið Halldór sýslumann með sér sem
dómara ásamt skólastjóranum í Nesvík. Búist var líka við,
að menn úr næstu byggð kæmu í þessa keppni.
Hjalti var heima hjá sér aðfaranótt sunnudagsins og reis
árla úr rekkju, því nú ætlaði hann að fá sér góðan sprett á
svellinu áður en keppnin byrjaði. Sigurður og Hrefna fóru
með honum. Öll voru þau á nýjum skautum, sem Hjalti
hafði smíðað, og var nú loks búinn að ganga frá þeim.
Smápakka tók Hjalti með sér, sem hann sagðist þurfa að
skila fyrir mótið. Sigurður þóttist nú reyndar vita hvað í
honum var, þó að hann hefði ekki orð þar um.
Hrefna tekur gömlu skautana sína með sér og segir við
Hjalta: „Ég ætla að lána Helgu þessa gömlu, þeir eru ekki
góðir skautarnir, sem þær systur eiga. Þú ættir að smíða
handa þeim líka.“
„Biddu Sigga bróður, hann hefur gott af því að læra að
smíða,“ segir Hjalti.
Þegar þau koma á vatnið segir Hjalti við Sigurð: „Nú
skulum við reyna okkur og hugsa okkur, að það sé keppni
og gera eins vel og við getum. Ég á von á að þetta verði hörð
keppni, mér er sagt að einn strákur á Neseyri sé öllum
fremri í skautaíþrótt."
„Er það Einar krrðarson, sonur læknisins?"
„Já, það er hann.“
„Þú verður að sigra hann, bróðir," segir Sigurður.
„Ég geri eins og ég get,“ segir Hjalti. „En mér er sagt að
hann sé mjög góður íþróttamaður, enda hefur hann verið í
íþróttaskóla."
Þegar þau systkini koma niður undir Hvamm sjá þau, að
eitthvað er komið af fólki á svellið, enda er veðrið dásam-
legt. Þau mæta fyrst Hvamms-systrum og stansa nú. Þær
þakka fyrir síðast, en fljótt berst talið að keppninni í dag.
„Ætlið þið öll að keppa?“ spyr Hildur.
„Það var nú meiningin að við gerðum það, við erum að
prófa nýju skautana okkar, og þau sýna henni þessa fallegu
skauta, sem þau eru á.
„Hvar fáið þið þessa skauta?" spyrja þær systur frá
Hvammi.
„Þið skuluð spyrja Hjalta bróður," segir Hrefna.
Hjalti er eitthvað að dunda við að taka poka utanaf
bögglinum, sem hann var með, svo kemur hann með tvo
smápakka, sem hann fær þeim systrum og segir: „Viljið þið
prófa þetta?"
Þær eru fljótar að rífa utanaf þessu og þá koma í ljós
spegilfagrir skautar.
„Eigum við að fá þetta?‘ spyrja þær.
„Var ekki nafnið ykkar á þessum bögglum?1 segir Hjalti.
Þær eru undrandi. Loks segir Hildur: „Er þetta frá þér,
Hjalti?“ Hún er rjóð í andliti og svolítið undirleit.
Helga er fyrri til en Hildur, fer til Hjalta og kyssir hann
og segir: „Alltaf ert þú svo góður, Hjalti.“
Hildur vill ekki síður þakka Hjalta, en er þó eitthvað
feimin þegar hún kyssir Hjalta fyrir.
„Þið skuluð nú æfa ykkur svolitla stund á þeim áður en
þið farið heim,“ segir Hjalti.
„En hvað kosta svona skautar,“ segja þær.
Hjalti brosir og segir: „Haldið þið að ég ætli að selja
ykkur þetta klambur. Nei, ef þið getið notað þá, þá er það
nóg. Við höfum leikið okkur saman öll skólaárin og þetta er
bara fyrir þann vinskap. Svo hefur pabbi ykkar verið mér
mjög góður, þó að ég hafi lítið til þess unnið. Svo tölum við
ekki meira um þetta. Ég vil helst að þið segið ekki hvaðan
þeir eru,því ég smíða ekki til að selja, heldur bara að gamni
mínu. Þið skulið nú fara að prófa hvernig ykkur fellur við
þá og svo förun\við einn sprett áður en við förum heim.“
Þær systur skipta nú um og finnst þeir nýju miklu betri.
Þær eru svo montnar að þær eru alltaf að líta ofan á fæt-
urna.
En tíminn er fljótur að líða og nú er lokaspretturinn að
hefjast. Hjalti er fljótur að ná forystunni og snýr sér við og
herðir á stúlkunum, sem eru nokkuð jafnar. En brátt fer
Helga að dragast aftur úr og Hrefna er nú orðin fyrst. Þá er
Sigurður líka búinn að snúa við og nú stoppa þeir sprettinn.
„Þetta er orðið gott,“ segja þeir. „Þær mega vara sig
stelpurnar frá Neseyri á ykkur. Nú fylgjum við ykkur til
baka og förum rólega."
Hjalti rennir sér til Hildar og tekur hana, en Siggi leiðir
þá Helgu. Svo skilja þau niður við vatnsendann og hver fer
heim til sín.
Þeim systrum kom saman um að segja pabba sínum
hver hefði gefið þeim skautanna, en jafnframt biðja hann
að láta það ekki vitnast hver hefði smíðað þá. Þær eru
heitar og rjóðar eftir þessa ferð, og leika við hvern sinn
fingur. Þær segja föður sínum að þær ætli að taka þátt í
mótinu.
„Það er svo gaman að vera þátttakandi," segja þær.
„Voruð þið að æfa ykkur á spretthlaupi í morgun?1 spyr
Halldór.
„Sástu til okkar?"
„Ég leit í sjónaukann og sá að þið voruð í spretti."
„Sástu hverjir voru með okkur?" spyrja þær.
„Mér sýndist það vera systkinin frá Hamri. Þeir eru ansi
fljótir strákarnir, sýndist mér.“
„Já, pabbi minn, ég er viss um að Hjalti verður fyrstur.
En sjáðu pabbi hvað systkinin gáfu okkur," og þær sýna
honum nú skautana. „Við erum svo glaðar að fá svona
góða og fallega gripi.“
Sýslumaður skoðar þá vandlega og segir: „Þetta er vel
frá gengið, smíðaði Árni faðir þeirra þetta? Hann er
dvergur í höndunum."
Heima er bezl 175