Heima er bezt - 01.05.1982, Blaðsíða 12
Drangey er skammt undan.
Unga kynslóðin. Þetta lamb á Unnur ein og er það af frœgu forystu
kyni.
ísland er þannig land, að við verðum alltaf að stíla upp á
góða vöru, framleiðslu- og flutningskostnaður hér er svo
mikill, að ef gæðin detta niður, þá er þetta allt búið spil.
Gæðin verða alltaf að vera númer eitt, tvö og þrjú. Þetta
gildir ekki bara í landbúnaði, heldur í allri okkar fram-
leiðslu.
Við Bjarni höfum eytt bróðurpartinum úr deginum við
að spjalla saman, en það er ekki hægt að taka sér algjörlega
frí frá vinnu í sveitinni. Það er sama hvort það er sunnu-
dagur eða mánudagur, jól eða páskar, alltaf þarf að sinna
búinu. Þegar ég var á ferðinni var sauðburður að hefjast hjá
Bjarna, kynbótaféð var allt borið og stutt í að hinar bæru, Á
leiðinni út í fjárhúsin til að gefa sagði Bjarni mér að sauð-
burðurinn væri auðvitað óhemju erfiður, þá sefur hann út í
fjárhúsunum og passar að ekkert fari úrskeiðis. En þetta
er líka góður tími; að vera við upptök lífsins, það er þess
vegna sem bóndinn hlýtur ætíð að vera í nánari tengslum
við lífið og landið en við hin.
Þegar Bjami var búinn að gefa, röltum við niður í fjöru
og minkahundarnir eltu og hlupu þefandi út um móana.
Fjaran neðan við Hvalnes er tignarleg og falleg. Hægur
sunnan andvari straukst við vanga og öldurnar gjálfruðu
við klettana. Oftar glímir þó hafið við landið, þegar risa-
vaxin úthafsaldan ræðst með offorsi að klettaveggjunum
þannig að landið nötrar af átökunum.
Við göngum niður að fyrirhuguðu æðarvarpinu og stikl-
um á steinum yfir bæjarlækinn. Hér er landslagið ósnortið
af plastrusli og annarri ómenningu þéttbýlisins. Fjaran er
aftur á móti full af þara og upp á kömbunum liggja reka-
spýtur í hrönnum. Þarna niður frá voru áður fjárhúsin
í Hvalnesi, þegar Vilhjálmur Árnason, afi Bjarna, bjó
þarna. Húsin standa enn að hluta og það vekur athygli hve
stór þau eru, þau hafa örugglega verið með allra stærstu
fjárhúsum á sínum tíma. Bjami sagði mér að þá hefði lítið
sem ekkert verið gefið af heyi á veturna, féð hefði gengið í
fjörunni nær allan veturinn.
títi á firðinum, í suðaustri, blasir Drangey við, tignarleg
klettaeyja sem stendur þarna eins og minnisvarði um for-
tíðina og stórbrotnar persónur fornsagnanna. 1 suðri er
Tindastóll, í vestri Skagaheiðin og í norðri er opið tshafið.
Það er oft kalt og næðingssamt í Hvalnesi, en hvaða máli
skiptir það þegar mannleg hlýja ræður ríkjum.
156 Heima er bezt