Heima er bezt - 01.05.1982, Blaðsíða 9

Heima er bezt - 01.05.1982, Blaðsíða 9
minna fóður til að hafa það í góðum holdum, miðað við annað fé. Kynbætur verða þó aldrei gerðar eftir einhverri formúlu, bóndinn verður að öðlast tilfinningu fyrir þessu og vera tilbúinn að hlíta leiðsögn þeirra sem best vita hvernig að þeim skal staðið. Þó svo bóndi hafð búið í mörg ár, þá þarf hann ekki endilega að vita best hvernig á að búa. — Er ekki mikill reki hér í fjörunum? — Jú, það rak t.d. heilmikið árið 1979 og framan af 1980 var alltaf eitthvað að slíta upp, en í fyrrahaust breytti um ríkjandi vindáttir og síðan þá hefur lítið rekið. Mesti rekinn er þegar hafísinn rekur upp að landinu, þá er eins og skilyrðin séu best. Ég hef haft þó nokkrar tekjur af rekan- um, ég bæði lét saga þetta niður og seldi sem borðvið og klauf einnig niður í staura. Allt timbur sem ég hef sjálfur þurft að nota fæ ég úr fjörunni, þannig að þetta hafa verið veruleg hlunnindi. Undanfarið hefur lítið rekið, nema morviður, fjörurnar eru hálf hvítar af þessu smá spýtna- braki. Morviðinn er ekkert hægt að nýta nema í eldinn og það ætla ég að gera, ég á von á viðarofni og ætla að brenna morviðinn í honum og hita þannig upp húsið. Með því ætti ég að geta sparað mér verulega olíukaup. Mér er sagt að það þurfi tvö og hálft kíló af morviði á móti einum lítra af olíu og hér í fjörunum er nóg af mori til að hita upp húsið í mörg ár. Mér hefur allfaf sviðið að ganga fram hjá þessu hér í fjörunum og geta ekki nýtt það, þetta er tugþúsunda króna virði, en núna er vonandi að koma að því að ég geti notað mér þetta. Bjarni er búinn að friða stórt svæði niður á fjörukamb- inum þar sem hann hefur útbúið hreiður úr bíldekkjum. Þarna ætlar hann að reyna að koma sér upp æðarvarpi, en áður var gott varpland þarna, í tíð Vilhjálms afa Bjarna. Veiðibjallan hefur trúlega hrakið æðarfuglinn burtu, en nú hefur Bjarni stungið niður flöggum þar sem veiðibjallan átti áður hreiðurstæði og vonast til að geta hrakið hana burtu. — Ég ætla að byrja á því að athuga hvort æðarfuglinn vill ekki koma af sjálfu sér, en ef hann vill það ekki, þá ætla ég að fá mér unga, ala þá upp þarna niður frá og sjá til hvort þeir verpa þarna. Ef þeir gera það hæna þeir senni- lega fleiri fugla að sér. Það er mikið af æðarfugli hér í grenndinni og mér þykir það undarlegt ef ekki er hægt að koma upp varpi einnig hér. Dúnninn er geysilega verð- mikill og maður verður að hafa allar klær úti þegar ljóst er að sauðfjárbændur verða að minnka kjötframleiðsluna. — Hefur þú áhuga á loðdýrarækt? — Já, ég er mikið að hugsa um að fækka fénu aðeins og taka upp refarækt, nota hluta af húsnæði sem ég er núna með undir rollur fyrir refina. Það er ágætt að hafa þetta með, menn mega alls ekki fara eingöngu út í refarækt og skera niður allar rollurnar, það er álíka vitlaust eins og að halda áfram með sama rollufjölda og nú er. Ég stefni á að búa með rúmlega fjögur hundruð ærgilda bú, um 200 ær og fimmtíu refi, það held ég að sé mjög hagkvæm bústærð og hafa svo hlunnindin að auki; æðarvarp og veiðivötnin upp í heiðinni. Veiðin er óplægður akur, sem maður hefur ekki hugmynd um hvaða möguleika gefur. Já, ég á nokkur veiðivötn uppi á Skagaheiðinni, þeirra stærst er Ölvesvatn sem ég leigi Stangveiðifélaginu á Sauðárkróki. Gallinn er sá varðandi hin vötnin að það er ekki nóg veitt í þeim og því er silungurinn allt of smár. Áður en ég leigði stangveiðifélaginu voru þrír menn með Ölves- vatnið, sem lítið veiddu, en núna er fiskurinn jafnstærri. Þetta vatn og fleiri tengjast vatnasvæði Selár og ég hef mikinn áhuga á að vita hvort einhverjir möguleikar eru á hafbeit þar, en hér í Skagafirði eru miklar tilraunir í gangi varðandi hafbeit sem fróðlegt er að fylgjast með. Þegar ekið er í hlað á Hvalnesi taka þrír lágfættir minkahundar á móti manni með miklum látum. Ég spurði Bjarna hvort minkurinn væri honum erfiður í skauti. — Já, minkurinn hefur svo afbragðs góðar uppeldis- stöðvar hér í nágrenninu og hann sækir mikið í fjörurnar. Ég verð því að passa mig á helvítis varginum ef ég ætla að koma mér upp æðarvarpi. Hann veiðir töluvert af fiski hér í sjónum og einnig í vötnunum upp í heiði. Þetta er voða- legur skaðvaldur, sérstaklega í fuglinum, því fuglinn fer í burtu ef minkurinn kemst í varpið og kemur varla aftur í bráð. — Hvernig gengur þér í skiptum við minkinn? — Það gengur ekki nógu vel, hann býr við svo góðar aðstæður hér eins og ég sagði þér og svo er heiðin mjög víðáttumikil. Maður leggur varla á sig að elta dýrið út um allt vegna þess hve verðlaunin eru lítil, þó svo manni komi það að sjálfsögðu alltaf til góða. Ég reyni auðvitað að kála þeim minkum sem eru á vappi hér rétt í kring um mig. Minkurinn er erfiður viðfangs vegna þess að hann er alltaf í nýjum grenjum á hverju ári, hann er ekki eins og tófan sem heldur sig alltaf í sama greninu. — Hvernig notarðu hundana við minkaveiðarnar? — Ég fer með þá á staði sem líklegir eru og hundarnir leita og finna minkinn. Þá grefur maður niður á þá ef þeir eru í grenjunum og oftast hjálpar maður hundunum við að murka úr þeim lífið, en stundum drepa hundarnir þá alveg sjálfir ef þeir eru t.d. einir á ferð og finna mink. Þá er það barátta upp á líf og dauða, minkurinn að reyna að koma sér undan en hundurinn umturnast í algjört villidýr. Oftar verður maður þó sjálfur að drepa dýrið, hundarnir eru fyrst og fremst til að finna það. Sums staðar er sá háttur hafður á að vissir menn eru á tímakaupi við að drepa mink og hafa þá verðlaunin að auki. Hér eru einungis borguð verðlaunin, en betra væri ef hreppurinn borgaði einnig peninga sem svöruðu til vinnu- launum. — Er minkurinn duglegur að bjarga sér? — Já, það er enginn vandi fyrir hann, aðstæður eru þannig að hann lendir aldrei í vandræðum með æti, hann hefur bæði vötnin og fjörurnar og það virðist vera nokkuð sama þó vetur séu harðir, hann lifir það af. — Er hann slyngur? — Já, sérstaklega læðurnar, þær eru magnaðar og dug- legar að koma sér undan. Karldýrið er yfirleitt betra við- ureignar og hvolparnir eru auðvitað óttalega vitlausir. Veiðimenn við Ölvesvatn hafa stöku sinnum lent í því þegar þeir hafa skipt um veiðistað, fært sig um set á bakk- Heimaerbezt 153

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.