Heima er bezt - 01.05.1982, Blaðsíða 10
anum, að þeir hafa þá skilið veiðina eftir og ætlað að hirða
hana síðar, en svo auðfengna veiði er minkurinn fljótur að
ná í og því grípa veiðimennirnir í tómt.
Eitt sumarið unnust þrjú greni við Ölvesvatnið, bara við
eitt vatn og þá sér maður hvernig það er við öll hin.
Yfir sumartímann vilja læðurnar ekki hafa karldýrin
nálægt sér á meðan þær eru að gjóta. Flæma þær karlana
frá sér niður að sjó og eru sjálfar upp í heiði og stundum er
það öfugt, að karldýrin séu upp í heiði og læðurnar niður
við sjóinn.
— Pabbi, hvar er svarta tíkin? Það er Unnur, eldri dóttir
Bjarna og Hrafnhildar sem spyr. Hún hefur fylgst af athygli
með talinu um hundana og minkinn.
— Hún er sennilega hjá Guði, segir pabbi hennar. Það
var keyrt yfir hana.
— Átt þú hund? spyr ég Unni.
— Nei, ég á engan hund, bara hunda, segir sú litla.
— Hvað heita þeir?
— Stína, Kolur og Vörður.
Bjarni komst alvarlega í kynni við hestamennsku þegar
hann var strákur í sveit í Ásgeirsbrekku. Síðan þá hefur
hann átt hesta sjálfur og ég spurði hve marga hesta hann
ætti nú. Bjarni glotti við tönn þegar hann sagðist vera með
tæp þrjátíu hross.
— Skagfirðingar segja aldrei nákvæmlega hve mörg
hross þeir eiga, sagði hann. Enda gæti það sem er satt í dag
verið lygi á morgun.
Þetta eru aðallega ungar merar, sem ég ætla að temja og
velja svo úr það besta. Ég ætla ekki að vera með mörg hross,
heldur fá og góð. Það er slæmur siður að safna hrossum,
þau gera ekkert annað en éta mann út á gaddinn. Ég ætla
að reyna að fá dóm á merarnar og eiga þær sem ég kem í
ættbók og nota til kynbóta. Ég átti engar fullorðnar merar
þegar ég byrjaði á þessu og það tekur langan tíma að koma
sér upp góðum merum. Einhvers staðar verður að byrja og
þeir sem byrja með lélegar merar verða að nota bestu
graðhestana, því afkvæmin verða aldrei betri en hrossin
sem til þeirra er stofnað með. Ég nota aldrei annað en
fyrstu verðlauna kynbótahesta.
— Ertu með hross til að drýgja tekjurnar, eða til að
krydda tilveruna?
— Ég hef engar tekjur haft af hrossunum hingað til, þó
e.t.v. eigi ég eftir að fá þær, en fyrst og fremst er maður með
hross sér til ánægju. Það eina sem maður verður að passa
sig á, er að þau verði ekki það mörg, að þau verði frekar til
ama en ánægju. Það er sérstaklega hætt við þessu hjá
kaupstaðarfólki sem á merar, sem síðan eignast folöld og
verða dekurhross sem ekki má lóga. Það er orðið mikið um
hross og það eru fáir sem hafa eitthvað upp úr þessu, þeir
einir hafa af þessu tekjur sem eru með góð og viðurkennd
hross og sinna þessu mikið.
— Þegar þú byrjaðir búskapinn varstu konulaus. Var
það ekki ómögulegt?
— Það er náttúrlega vonlaust að vera konulaus, það vita
allir menn. Og ég verð að segja eins og er. að ntér finnst allt
of margir bændur konulausir. Fyrsta veturinn minn hérna
útfrá var Árni bróðir minn með mér og hann sá aðallega
um matseldina. Ég hef reynt það að vera einn hér og það er
alveg ömurlegt. En svo var það kona hér á næsta bæ sem
vildi endilega útvega mér ráðskonu, hún þekkti Hrafnhildi
og bauð henni norður til sín. Fljótlega þar á eftir var haldið
árlegt þorrablót sveitarinnar og hún fór heim með mér eftir
það og hefur ekki farið síðan, segir Bjarni og brosir í
kampinn. —Hrafnhildur er úr Reykjavík og hafði lítið sem
ekkert kynnst sveitastörfum þegar hún byrjaði búskapinn í'
Hvalnesi. Þetta var því gífurleg breyting fyrir hana, að fara
úr fjölmenninu í fámennið. Það er lítið mál fyrir þá sem eru
vanir fámenninu að búa afskekkt, þeir kunna t.d. að birgja
sig upp af nauðsynjavörum, vita hvað þarf að eiga, því ekki
er hægt að hlaupa út á næsta götuhorn til að versla. Ég get
þó alls ekki sagt að við höfum verið einangruð hér útfrá,
það er búið að leggja góðan veg þar sem áður voru ófærð-
arkaflar og nú er fært flesta daga ársins niður á Krók.
— Var ekkert mál fyrir þig að slíta þig frá kaupstaðnum?
— Ég var aldrei bundinn kaupstaðnum sterkum bönd-
um. þannig að það var mjög auðvelt að slíta þau.
Faðir Bjarna er Egill Bjarnason, landskunnur fyrir af-
skipti sín af málefnum landbúnaðarins og ráðunautur
-154