Heima er bezt - 01.05.1982, Blaðsíða 13
SIGURÐUR EIRÍKSSON, Sandhaugum:
Féð skóf
Þetta er frásagan um Sigurð Pálsson
sem bjó á Sandhaugum í Bárðardal
skömmu eftir 1700, um atburðinn
þegar hann missti féð í Skjálfandafljót
í ofsaveðri, en konan ól tvíbura á
baðstofugólfinu á meðan.
Það er afskaplega veðrasamt í
Bárðardal í suðvestan átt, það verður
byljótt sums staðar svo að eirir
engu og líklega hægt að líkja því
við veðurofsann undir Eyjafjöllunum.
Nú er það að segja um Sigurð Páls-
son að hann er fæddur að Garðshorni
í Kinn uppúr 1680, því hann virðist
vera vinnumaður á Lundarbrekku
tvítugur að aldri 1703. Svo er ekki
meira um hans sögu fyrr en hann
er orðinn bóndi á Sandhaugum
á þriðja áratugnum eftir 1700, þó ekki
hafi ég það alveg árfest. Ég hef ekki
komist að því hver kona hans var, en
þegar sagan gerist eru börnin orðin
sex. Þegar þessi saga gerist, þá lá
konan á gólfi. Þetta var um miðs-
vetrabilið.
Það hafði verið snjóþungt, eins og
oft vill verða í norðaustanátt, þá
hleður niður feikna miklum snjóum.
En nú var hann breyttur í áttinni eins
og löngum verður um miðsvetrarbilið,
eftir að norðaustanátt hefur verið og
snjókomur, þá snýst hann í suðvestur
um þorrabilið. Þetta er kannski ekki
árvisst, en þó svo langt aftur sem ég
man, að tveim árum undanskyldum.
Nú mun bóndi hafa þurft að nota
beitina fyrir sitt fé, enda hef ég sagnir
af því að rétt eftir 1700 er til á Sand-
haugum 120 fjár, 3 nautgripir og 4
hross. Engi er lítið, nánast ekkert á
þessari jörð, en landið gott, og sauðir
hafa löngum vafalaust lifað á skógin-
um, sem er mikill í hlíðinni.
Bóndi rekur fé sitt til beitar um morg-
uninn þótt hann sjái það, að suðvest-
anáttin er að ganga upp, og rekur það
norður fyrir túnið, þar er snjógrynnra
og þar koma snapir einna fyrst, ef að
hlánar og sígur snjór. Hann hefur
sennilega rekið út á Steinkumó, út á
milli Helgu og hólanna. Þessi örnefni
eru kennd við förukonur, sem að
sumar báru þar beinin, en aðrar náðu
bæ.
Að sjálfsögðu vildi bóndi vera í
bænum og vita hvað þar gerðist og
það leið fram á daginn og hann gáði
ekki til veðurs og fór ekki til fjárins,
fyrr en honum var orðið ljóst að
komið var aftakaveður og féð í stór-
hættu og ekki enn séð hvað gerast
mundu í bænum. Hann tók með sér
son sinn þann elsta, sem talinn er hafa
verið kominn nærri fermingaraldri.
Ekki veit ég hvað hann hét, en ég bý
mér til að hann hafi heitið Þorgrímur.
Þeir fara að vita fjárins norður á
Steinkumóinn, sjá ekkert, en veður-
ofsinn reif upp skarann og var illstætt.
Þegar þeir koma austur að Skjálf-
andafljóti var enga skepnu að sjá, það
hafði allt saman skafið í álinn undan
Steinku. Nú var úr vöndu að ráða því
veðrið var ófært. Hann tók það til ráðs
að draga drenginn með sér upp að
fjallinu og gróf hann með varreku,
sem að þeir gengu við í þá daga fjár-
mennirnir. Hann gróf hann undir
kletti einum allstórum, sem þama er
og heitir Ytri-klöpp. Nú braust bóndi
til bæjar á móti veðrinu, hann þurfti
að vita hvað þar gengi, og voru þá
fæddir tvíburar. Eins og fyrr segir var
ekkert milli handanna þegar féð var
farið, og engar bætur fyrir slíkum
sköðum á þeirri tið, og nú voru börnin
á heimilinu orðin átta. Þegar svona
var komið er þessi setning höfð eftir
bóndanum:
„Þetta bjargast allt, ég á fullan ask
af gullpeningum.“
Það er auðvitað þjóðsögublær á
þessu og ýmsir myndu nú halda að
hann hefði manna síst átt gull — hið
raunverulega. Hvað sem því líður, þá
eru þær sagnir um þessi hjón að þau
bjuggu áfram á Sandhaugum og sex
börn þeirra náðu fullorðinsaldri, en
ekki er vitað hvað mörg fæddust. Hitt
er víst að þessir feðgar bjuggu áfram á
Sandhaugum fram í móðuharðindin
og hétu Þorgrímur og Sigurður. Þá
riðlaðist víða búseta og virðist svo
hafa verið á þessum bæ einnig og er
ekki vitað hvar þá bar niður, en á fyrri
hluta síðustu aldar bjó Þorgrímur á
Ishóli. Hann var frár með afbrigðum,
svo að hann jafnvel rann fram úr
fljótustu hestum. Hann var af þessari
ætt og bar þetta nafn. Guðni sonur
hans bjó í íshóli nokkru síðar, hann
flutti til Akureyrar og kona hans var
frá Litlu-Völlum. Faðir minn þekkti
þau. Jón sonur þeirra bjó að Fremri-
Tjörnum í Eyjafirði, faðir Gunnars,
sem var kunnur maður þar, og er ný-
lega látinn.
Þannig virðist hafa komið fram
með augljósum hætti það gull sem að
Sigurður bóndi Pálsson átti yfir að
ráða, beint eða óbeint, þegar allar
bjargir virtust vera bannaðar.
Þessi saga hefur geymst með bú-
endum á Sandhaugum síðan, og
svona var mér sögð hún á æskuárum.
Heimaerbezt 157