Heima er bezt - 01.05.1982, Blaðsíða 33
fræðir um jörð vora eru rakin meginatriði
jarðfræði og jarðeðlisfræði. í báðum köfl-
um, en einkum þó hinum síðari, er víða
vitnað til Islands og er það nýlunda í slík-
um bókum, og eykur það mjög bæði
notagildi og ánægju af bókinni fyrir ís-
lenska lesendur, og hefir þýðandinn unnið
þar gott verk og þarft. Eins og gefur að
skilja um svo stórfellt og margbrotið efni,
verður frásögnin víða stutt en ótrúlega
miklu efni er þó saman þjappað þar í stutt
mál án þess að úr verði beinagrind talna
og staðreynda. Frásögnin er alls staðar
lifandi og læsileg. Mikill fjöldi mynda er í
bókinni til skýringar efninu, en neðan-
máls á hverri síðu er orðaskrá, þar sem
helstu fræðiorð textans eru skýrð í orða-
bókarstfl á stuttan en ljósan hátt og léttir
það mjög lestur bókarinnar fyrir þá, sem
efninu eru ókunnugir. Er bókin þannig
valin bók til sjálfsnáms um hin þyngstu
fræði. Textagreinarnar eru hvarvetna
skýrar og auðlæsilegar. Höfundar bókar-
innar eru þrír mjög kunnir enskir vís-
indamenn á sviði stjarn- og jarðvísinda. Er
bókin ein í bókaflokki, sem heitir Heimur
þekkingar. Er hann 12 bindi og öll for-
vitnileg ekki síður en þetta. Gerir Bóka-
klúbbur Arnar og Örlygs ráð fyrir að gefa
þær út á næstu árum, en þetta er fyrsta
útgáfubók klúbbsins á þessu árj, og er þar
fram haldið þeirri stefnu, sem hófst sl. ár
með hinni glæsilegu bók Víkingunum.
Margt fleira áhugaverðra bóka er í undir-
búningi íklúbbnum, en ekki verður þeirra
getið að þessu sinni. Þýðandi Alheims og
jarðarerAriTraustiGuðmundsson,oghefir
honum vel tekist að gera þungu efni góð
skil. Þó kann ég ekki við að nota orðið
nytjajurtaskipti um þá ræktunaraðferð,
sem kölluð hefir verið sáðskipti a.m.k. alla
þessa öld í kennslubókum og fræðiritum.
Þegar ég handfjatla þessa bók, verður
mér hugsað til æskuáranna og hvflflcur
hvalreki hún hefði verið okkur ungling-
unum á fyrstu tugum aldarinnar. Slíkar
bækur sáust ekki þá, og hver ný fræðibók,
sem opnaði nýja útsýn, nýjan heim ef svo
mætti segja var þá fagnaðarefni. Vonandi
er íslenskum unglingum og allri alþýðu
enn svo farið að þau kunni að meta jafn-
góðar bækur og þessa. Ef svo er ekki, er
það hörmulegt afspurnar.
Kristmundur flestum
snjallari við að
blása lífi í þurrar
skýrslur
Kristmundur Bjarnason:
SAGA DALVÍKUR,
2. b. Akureyri 1981. Dalvikurbær.
Dalvíkingar og Kristmundur láta ekki
deigan síga í sagnaritun og útgáfu. Á sl. ári
kom út 2. bindið af sögu Dalvflcur, mikið
að vöxtum og frítt að frágangi, og enn er
boðuð útkoma þriðja bindis af sögu
bæjarins. í þessu síðara bindi sem hinu
fyrsta er geysimikill fróðleikur saman
kominn. ekki einungis um Dalvflc og
Svarfaðardal heldur um allar Eyjafjarð-
arbyggðir og má þar t.d. nefna verslunar-
málin. En þó má segja að sögusviðið
þrengist því nær sem dregur nútímanum.
Víða er komið við. Hér eru raktar sögur
samgöngumála, heilbrigðismála, menn-
ingar- og félagsmála, íþrótta, verkalýðs-
hreyfingar o.s.frv. En miklu mest er þó
fjallað um sjávarútveginn, og fer þar
saman persónusaga þeirra manna, sem
hæst ber í þeim efnum og þróunarsaga í
vinnubrögðum og framkvæmdum og lýk-
ur með nokkrum persónuþáttum úr sjó-
mannalífinu. Eins og í fyrri bókum Krist-
mundar er frásögnin gædd lífi og litum.
Mér virðist Kristmundur vera flestum eða
öllum samtíðarmönnum sínum snjallari í
því að blása lífi í þurrar skýrslur og upp-
talningar, og er slflct á fárra manna færi,
en þar sem einhverja sögu er að finna fer
hann á kostum.
Svarfaðardalur og Dalvflc eru um margt
sérstætt hérað, og furðu einangrað. Ég
held ég hafi minnst á það í umsögn um
fyrsta bindi sögunnar, að við lestur þess
hafi mér opnast sýn um hversu ótrúlega
lítið við í næstu sveitum vissum hvað var
að gerast í Svarfaðardal og þekktum fáa
Svarfdælinga. Og síðar lærði ég af nokkr-
um nemendum mínum, að nokkur munur
var á málfari manna í Svarfaðardal og
inni í Hörgárdal. Hiþ sama má sjá af þessu
bindi, enda þótt nú sé auðséð að sam-
skiptin hafa aukist við bættar samgöngur.
Sagan sýnir oss að þeir Svarfdælingarnir
voru sjálfum sér nægir um margt og
hrundu fram áhugamálum sínum með
sameiginlegu átaki, og eru vegamálin þar
skýrasta dæmið. Dalvflcursaga Krist-
mundar er í senn fróðleg og skemmtileg
og stórmerkt framlag til menningar- og
atvinnusögu þjóðarinnar allrar.
„Fjárlögin44 í
nýrri útgáfu
Sigfús Einarsson og Halldór Jónasson:
ÍSLENSKT SÖNGVASAFN:
I II. Rvðc 1981
Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar.
Enda þótt ég hafi lengstum staðið utan við
heim tónmennta og söngkunnáttu, er mér
minnisstætt hvflflcan fögnuð það vakti
meðal þeirra, sem kunnu að leika á
hljóðfæri, þegar Islenskt söngvasafn kom
út á árunum 1915-16. Og við hin fengum
að njóta ánægjunnar af að heyra lögin
spiluð og margir lærðu þau svo sem við
var að búast. Ég held jafnvel, að fólk,
einkum unglingarnir hafi haft miklu
meira gaman af að syngja þá en nú, og
Söngvasafnið var þeim því kærkominn
gestur. Áður hafði íslensk söngbók komið
út með um 300 textum og hlotið feikna
vinsældir, því að þá unnu menn ljóðum og
þótti stórum betra að geta raulað lag við
eftirlætiskvæðin sín. Ég held það séu eng-
ar ýkjur, að útgáfa Söngvasafnsins hafi
skapað nýtt tónlíf meðal íslenskrar alþýðu
á þeim árum. Og nú eru „Fjárlögin"
komin í nýrri ljósprentaðri útgáfu, sem er
nákvæm eftirmynd hinnar fyrri og er það
áreiðanlega mörgum fagnaðarefni. Já,
„Fjárlögin“ voru gælunafnið á Söngva-
safninu, og átti það rót að rekja til hinnar
fallegu myndar Rflcharðs Jónssonar á
kápunni, þar sem gat að líta rómantískt
sveitalíf og náttúru. Snævi þakin fjöll,
grónar hlíðar, hamragljúfur og freyðandi
fossa, en þó umfram allt smalana, pilt og
stúlku, sem gæta þar kvíánna sinna hvort
sínu megin árinnar en talast við yfir
gljúfrið, og hundarnir liggja hjá þeim og
Heima er bezt 177