Heima er bezt - 01.05.1982, Blaðsíða 20
Þetta er auðvelt úrlausnar enn sem
komið er, því dýrin eru allflest á stóru
búunum. Við þurfum því að skipta
um stofn áður en bændur fara al-
mennt að búa með mink. Ég held að
sjúkdómahætta í þessum búskap sé
ósköp svipuð og í öðrum búgreinum."
Mikið undirbúningsstarf er unnið
um þessar mundir þannig að þessi
búgrein geti tekist vel hjá bændum.
Ráðunautar hafa sótt námskeið til að
auka þekkingu sína á loðdýrarækt og
Bændaskólinn á Hólum fyrirhugar að
taka loðdýrarækt upp sem valgrein
við skólann ásamt öðrum nýjum
búgreinum, s.s. fiskirækt.
Margir hafa óttast að samdráttur-
inn í landbúnaðarframleiðslunni ríði
mörgum bændum að fullu, að þeir
neyðist til að hætta búskap. Við
spurðum Ævarr álits á því.
„Þessi spurning er stjórnmálalegs
eðlis. Ef halda á öllum þeim býlum í
byggð sem nú eru, þá er ljóst að ríkið
þarf að koma til móts við bændur og
borga brúsann. Viss svæði á landinu
eru ver stödd en önnur og þar er meiri
hætta á að bændur flosni upp, Þessi
svæði eru víða um landið og ein-
kennast af litlum búum og mikilli
fjarlægð frá aðalþéttbýlisstöðunum.
Má þar nefna Vestfirði, Norð-
ur-Þingeyjarsýslu, Austfirði og svo
minni svæði s.s. Ólafsfjörð."
□ í Fréttaspegli sjónvarpsins í apríl
var viðtal við Harald Jespersen í
Miðhvammi í Aðaldal, sem vakti
töluverða athygh, því Harald benti þar
á margt sem miður fer í landbúnað-
inum. Til dæmis minntist hann á
skipulagsleysi í framleiðslu og máli
sínu til sönnunar sagði hann frá því,
að á sama tíma og stórfé væri varið til
mjólkurflutninga geysi langan veg
fram í Bárðardal væri verið að skera
kýr á næstu bæjum við mjólkursam-
lagið á Húsavík. Ævarr var spurður
hver stjórnaði þessu, eða hvort hér
væri um algert stjórnleysi að ræða.
„Eins og nú er ræður enginn
hvernig bændur búa; hvort þeir eru
með sauðfé eða kýr eða hvorutveggja.
í sambandi við kvótakerfið hefur þó
verið rætt um að koma á ákveðinni
svæðaskiptingu, þannig að viss svæði
yrði mjólkurframleiðslusvæði og
önnur fyrir sauðfjárbúskap. Með það
sama í huga hefur einnig verið rætt
um að lánastofnanir reyni að stjórna
þessu.“
Eins og staðan er í dag er jafn dýrt
fyrir bónda í nágrenni mjólkursam-
lags að koma mjólkinni til samlagsins
eins og það er fyrir þann sem býr langt
frá. Kostnaðinum er jafnað niður og
□□□ Minkar og refir þurfa
að éta eins og aðrar skepnur.
En hvað éta dýrin? „Helvítis
kötturinn étur alit,“ segir í
sögunni um Bakkabræður,
en ekki er það nú samt svo
með refi og minka Ævarr
Hjartarson upplýsti okkur um
loðdýrafóðrið.
þykir það nokkuð réttlætismál. Hins
vegar sjá æ fleiri að ekki má ganga of
langt í því að jafna út þennan kostnað,
ef um svo miklar fjarlægðir er að
ræða, að flutningskostnaðurinn fer að
vera stór póstur í tilkostnaði við
framleiðsluna. — GM.
□ „Langstærstur hluti fóðursins er
innlendur; fisk- og sláturúrgangur er
96-98% af fóðurmagninu. Hins vegar
þarf að flytja inn ýmis aukaefni, sem
eru dýr í hlutfalli við magnið, en það
er ekkert óyfirstíganlegt.“
Árlega er miklu magni af fisk- og
sláturúrgangi hent hér á landi sem
auðveldlega mætti nýta til fóðurgerð-
ar og er slík vinnsla reyndar hafin á
nokkrum stöðum, s.s. á Grenivík,
Sauðárkróki og Dalvflc.
Gísli Pálsson, bóndi á Hofi.
Fóðurhráefhi hent
víða um land
164 Heima er bezt