Heima er bezt - 01.05.1982, Blaðsíða 16

Heima er bezt - 01.05.1982, Blaðsíða 16
Grein þessi er þýdd úr norska timaritinu Natur- en. Höfundur er egypsk-amerísk kona. sem lok- ið hefir prófum i fornegyptafræðum, Saphinaz Amal Naguib að nafni. Hún starfar nú við þjóð- fræðisafnið í Osló. Nafnið Papyrus eitt út af fyrir sig vekur hugmyndatengsl við eitthvað dularfullt og fjarlægt. Papyrusinn, sem notaður var til að skrifa á til forna, hefir opnað oss sýn inn í hug- arheim fornaldarinnar og sýnt oss margar hliðar á horfinni menningu, sem vér annars hefðum enga hug- mynd um. En hvað er þá papyrus? Þetta er fjölær planta, sem vex í fenj- um og út frá vatnabökkum í mörgum Afríkulöndum, og hefir breiðst út allt norður til Sikileyjar. í Egyptalandi hinu forna var Papyrusplantan tákn nyrðra kon- ungsríkisins, sem náði yfir hina vot- lendu óshólma Nílar. Tákn syðra rík- isins var hinsvegar lótusblómið. Forn-Egyptar nýttu Papýrusplöntuna á marga lund. Neðsti hluti plöntunn- ar, sem er mjúkur var hafður til matar, og úr henni voru unnin lyf. Úr hinum harða hluta stöngulsins gerðu þeir húsgögn, stóla o. fl., en ilskó úr mergnum. Úr samanhnýttum stöngl- um voru snúin bönd og gerðir bátar. Vaggan, sem Gamla Testamentið segir að Móses væri lagður í, þegar hann var borinn út í sefið í Nílar- bökkum, var áreiðanlega úr Papýrus. Mikilvægustu notin af Papyrus- plöntunni voru þó áreiðanlega sú, að mönnum lærðist að gera úr henni efni til að skrifa á. Nútímaorðið pappír er YRUS ’APPÍR til orðið úr gríska orðinu „papuros", en svo nefndu Grikkir plöntuna. Elér á eftir verður orðið papyrus skrifað með skáletri til þess að greina það frá nafni plöntunnar. Það gegnir nokkurri furðu, að hinir fornu Egyptar, sem létu eftir sig fjölda áletrana í grafhýsum og á musteris- veggjum eða á papyrus, þar sem lýst er lifnaðarháttum þeirra og ýmsum at- burðum, segja hvergi orð um það, hvemig papyrus var gerður. Þetta mun stafa af því að framleiðslan var einokuð af ríkisvaldinu, aðferðin því ríkisleyndarm ál. Ráðamenn Egypta varðveittu þessa einokunar aðstöðu sína í nær 4.000 ár (frá um 3.100 f. Kr. til um 1.000 e. Kr.), og lengst þess tima fluttu þeir papyrus út til annarra landa. Árið 105 e. Kr. tókst Kínverjanum Tsai Lun að framleiða pappír úr baðmullartrefjum, berki og hampi. En aðferðinni var haldið stranglega leyndri í Kína fram undir 800 e. Kr. Arabar, sem um langan aldur héldu uppi verslun og viðskiptum milli Austur- og Vesturlanda hertóku Samarkand árið 751, og komust eftir það að leyndarmálinu, og þeir lærðu smám saman kínversku pappírsgerð- ina og tóku síðan að flytja og selja pappír til Vesturlanda. Egyptar tóku að nota pappír í upp- hafi 10. aldar, og þar eð hann reyndist ódýrari en hinn innlendi papyrus, varð það til þess að notkun hans lagðist smám saman niður og papyrusgerðin týndist. Þá komu og til miklar nýjar jarðræktaraðgerðir á 9. öld. Þá var tekið að þurrka fen og grunn vötn, en um leið voru vaxtar- staðir Papyrusplöntunnar úr sögunni. Hún hvarf því að mestu úr Egypta- landi og vex þar nú hvergi villt, nema í Wadi Natrun, vin einni vestur frá Nílarhólmum. Áhugi Evrópumanna á Egypta- landi vaknaði að nýju eftir aldasvefn með herferð Napoleons Bonaparte 1798-1799. Með her hans fylgdust margir franskir vísindamenn, og meðal margs annars, sem þeir tóku að kanna var hvernigpapyrus hefði verið gerður. Hér verður gerð grein fyrir Papyrusplöntunni og hinum tveimur nýju aðferðum við að búa til papyrus, svo og til annarra nota sem Papyrus- plantan má vera. Papyrusplantan (Cyperus papyrus) heyrir til hálfgrasaættinni og er nafn ættarinnar Cyperacéae dregið af heiti hennar. Þetta er stór plöntuætt með um 4.000 tegundum, sem skiptast í 75 ættkvíslir. Hér á íslandi vaxa fjórar ættkvíslir hennar: fífa, skúfgras þursa- skegg og stör. Staraættkvíslin er þeirra miklu fjölskrúðugust hér eins og í fleiri norðlægum löndum. Af henni eru hér um 40 tegundir eða hátt í fjórðungur allra islenskra háplantna. Af þessum ættkvíslum er Papyrus- plantan skyldust fífunni, en miklu er hún stórvaxnari en þær allar. Hún verður 3-4 m há og getur jafnvel orðið miklu hærri, hávöxnustu íslensku starirnar gulstör og ljósastör verða sjaldnast meira en eitthvað á annan metra. Jarðstöngullinn er láréttur og geymir forðanæringu, sívalur að mestu og 5-10 sm í þvermál. Út frá liðum jarðstöngulsins vaxa ljósstöngl- arnir. Stutt er á milli stöngullið- anna, svo að ljóssprotarnir verða mjög þéttir og flæktir saman, þannig að torvelt er að komast gegnum Papyr- usbreiðurnar. Ræturnar eru mjóar og veikar og eiga því erfitt með að brjót- ast gegnum annan jarðveg en vatns- ósa, og þessvegna fær plantan ekki vaxið nema í vatni eða í mjög votum jarðvegi. Á neðsta hluta stöngulsins, sem er undir vatni vaxa seig, móleit blöð, 5-9 að tölu. Hlífa þau hinum mjúka stöngli, en þar fer lengdar- vöxtur hans fram. Stöngullinn er þrí- strendur eins og á störunum, beinn og mjókkar upp eftir að hinum sérkenni- lega blómskipunarsveip. í sveipnum eru um 80 sívalar greinar, sem vaxa til allra átta og eru um 20-50 sm langar og 1-2 mm í þvermál. Á greinaend- unum sitja blómskipanirnar um- 160 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.