Heima er bezt - 01.05.1982, Blaðsíða 18
I flestum greinum atvinnulífsins þykir það keppikefli að
framleiða sem mest. Um þessar mundir er vandamálið í
landbúnaðinum aftur á móti hvernig best sé að draga úr
framleiðslunni.
Fyrir fáum árum þurftu íslenskir bændur að horfast í augu
við þá staðreynd, að of mikil mjólk var framleidd í landinu og
þótti mörgum bændum að sjálfsögðu súrt íbroti að þurfa að
minnka framleiðsluna, því það hafði tekjulækkun í för með
sér. Allir hafa heyrt minnst á kvótakerfi og fóðurbætisskatt,
en hvoru tveggja var notað af stjórnvöldum til að draga úr
mjólkurframleiðslunni. Árangurinn varð sá, að nú er mjólk-
urframleiðslan í jafnvægi, hún var minnkuð um 20 milljón
lítra á ári og er nú um 100 milljón lítrar.
Og nú er svo komið að varla verður vikist undan því að
minnka dilkakjötsframleiðsluna.
Það er því ekki að ósekju að talað er um landbúnaðar-
kreppu.
Ævarr Hjartarson, ráðunautur.
Bændur þurfa að
leita nýrra búgreina
□ Á íslandi eru framleidd um 14 þ.
tonn af dilkakjöti árlega, en þar af
fer á innanlandsmarkað 8.500-9.000
tonn. Mismunurinn er fluttur út og
verðið sem hefur fengist fyrir kjötið
erlendis er það lágt, að það rétt nægir
fyrir Kostnaði við slátrun,_ frystingu
og flutningi á markað. Það þykir
nokkuð augljóst að draga verður úr
framleiðslunni, þannig að nægi rúm-
lega fyrir innanlandsmarkað. Verð-
bólgan hér á íslandi hefur haft þau
áhrif að útflutningsbætur nægja ekki
til að greiða mismuninn á fram-
leiðslukostnaði og því verði sem fæst
fyrir kjötið erlendis. Það er því beint
fjárhagslegt tap að flytja út dilkakjöt
við núverandi aðstæður. En hvað er til
ráða? Heima er bezt spurði Ævarr
Hjartarson ráðunaut hjá Búnaðar-
sambandi Eyjafjarðar að því.
„Það er alveg augljóst að bændur
þurfa að leita að nýjum búgreinum, til
að mæta skerðingunni í mjólkur-
framleiðslunni og sauðfjárbúskapn-
um. Hafa augu manna helst beinst að
loðdýrarækt, en einnig að fiskirækt og
ef til lengri tíma er litið þá er skógrækt
einnig álitleg.“
□ Tiltölulega stutt er síðan loðdýra-
rækt hófst af alvöru hér á landi í stór-
um refa- og minkabúum. Sú loðdýra-
rækt sem nú er rætt um, er minni í
sniðum, ekki er átt við að bændur
komi sér upp stórum loðdýra„verk-
smiðjum“. Að sögn Ævarrs er loð-
dýrarækt ekki sett nein stærðartak-
mörk, stór hluti bænda gæti haft hana
sem aukabúgrein. Ekki þarf mörg
dýr til að slíkt borgi sig og sagði Ævarr
að ein minkalæða gerði það að verkum
að hægt væri að fækka ám um 3-4.
Blárefurinn gefur enn meira af sér,
því einn slíkur refur jafngildir 5-6 ám.
„Það hefur verið rætt um að fækka
þurfi sauðfé um 100-150 þúsund og
því þarf um 30-40 þúsund loðdýr, refi
og minka, til að vinna upp á móti
fækkuninni," sagði Ævarr.
162 Heima er bezl