Heima er bezt - 01.05.1982, Blaðsíða 22
Hvernig sem þetta verður fram-
kvæmt er ljóst að skiptar skoðanir
verða um aðgerðirnar. Þeir bændur
sem hafa blandaðan búskap og hafa
þurft að minnka mjólkurframleiðsl-
una verða að fá að njóta þess, það er
ekki réttlátt að vega að þeim úr
tveimur áttum.“
Nýlega var bændum sent innleggs-
uppgjör fyrir verðlagsárið 1. septem-
ber 1980 til 31. ágúst 1981. Fengu
margir bændur skerðingu á grund-
vallarverði á kjötinu og var ekkert til-
lit tekið til þess hvort sömu bændur
höfðu einnig minnkað mjólkurfram-
leiðsluna. Þykir mörgum þetta mikið
óréttlæti og ekki að ósekju.
Svokallað búmark var reiknað út
eftir framleiðslu búvöru árin 1976 til
1978 og á þessu búmarki er kvóta-
kerfið grundvallað. Skerðing á
grundvallarverðinu er mismikil og fer
eftir því hvort menn eru undir eða yfir
búmarki. Þeir sem hafa aukið fram-
leiðslu sína, þ.e.a.s. farið yfir búmark,
hafa fengið 20% skerðingu á grund-
vallarverð og kom fram í samtalinu
við Ólaf Vagnsson að honum þótti
það of lítið. „Skerðingin þyrfti að vera
meiri til að hafa merkjanleg áhrif,“
sagði hann.
Stéttarsamband bænda hefur í
meginatriðum verið þeirrar skoðunar
að skerða þurfi dilkakjötsframleiðsl-
una, en landbúnaðarráðherra hefur
sagt að hann vilji ekki að þessi vandi
hafi byggðaröskun í för með sér og
telur mögulegt að finna markað fyrir
dilkakjötið, þrátt fyrir efasemdir
stéttarsambandsmanna. Finnist ekki
markaður fyrir íslenskt dilkakjöt ligg-
ur beint við að minnka framleiðsl-
una, sem gæti haft í för með sér
byggðaröskun, nema ríkisvaldið
hlaupi undir bagga. Óneitanlega er
munur á afstöðu landbúnaðarráð-
herra annars vegar og Stéttarsam-
bandsins hins vegar. Ólafur Vagnsson
var spurður hvort þessi tvö sjónarmið
settu ekki ráðunauta í vanda.
„Jú, þetta leiðir til þess að við get-
um ekki tekið á vandamálinu, það
svífur allt í lausu lofti. Við eigum að
leiðbeina bændum, það er jú okkar
starf, og meðan við vitum ekki hvað
verður upp á teningnum getum við
lítið aðhafst. Vandanum er því velt
r A1
Ólafur Vagnsson, ráðunautur.
áfram og erfiðara verður að leysa
hann þegar að því kemur að línurnar
skýrast. Ef við tækjum upp á því nú að
ráðleggja bændum samdrátt, en síðan
myndi ríkisvaldið ákveða að borga
brúsann, þá myndu þeir bændur tapa
sem fóru að ráðum okkar. Það er langt
frá því að vera fýsilegur kostur fyrir
okkur að steypa mönnum út í enn
meiri vanda en fyrir hendi er. Ég
reikna samt með að bændur verði að
draga saman, hér er um svo stórar
upphæðir að ræða, að ólíklegt verður
að telja að ríkið hafi bolmagn til að
greiða þær.“
Svo vill til að vandinn snertir Pálma
Jónsson landbúnaðarráðherra per-
sónulega, því hann rekur sauðfjárbú á
Akri í Torfalækjarhreppi í Húna-
vatnssýslu. Hafa ýmsir orðið til að
benda á þetta vegna afstöðu hans til
vandans.
Það er kunnara en frá þurfi að segja
að Jónas Kristjánsson ritstjóri hefur
oftlega borið þá skoðun á torg, að
auðvelda eigi bændum að hætta
búskap. Ólafur Vagnsson var spurður
hvort ekki væri hægt að nota þessa
hugmynd Jónasar til að draga saman
framleiðsluna.
„Þetta er einn möguleiki og það er
alveg ljóst að þeir bændur eru til sem
vilja gjarnan hætta búskap, en telja sig
ekki geta það vegna þess að þeir fá
ekki nógu hátt verð fyrir jarðir sínar.
Þessum mönnum væri hægt að hjálpa
við að hætta búskap og einhver hluti
samdráttarins orðið með þeim hætti.“
— En hvað með sauðfjárbúskap í
þéttbýli?
„Ég skil þá kaupstaðarbúa mæta
vel sem vilja hafa nokkrar rollur til að
hugsa um, ekki til að hafa af því tekj-
ur, heldur til að umgangast skepnur.
Hins vegar eru til „stórbændur" í
kaupstöðum og það er óhjákvæmilegt
annað en takmarka þeirra framleiðslu
þannig að hún sé eingöngu til eigin
neyslu eigendanna og ekkert umfram
það,“ sagði Ólafur Vagnsson.
Á næstunni hyggjast Húnvetningar
starfrækja færanlega heykögglaverk-
smiðju og í Eyjafirði er ein slík starf-
andi. Færanlegar heykögglaverk-
smiðjur munu væntanlega spara fjár-
bændum alveg fóðurkaup og minnka
þau til muna hjá kúabændum. Þarna
geta bændur sparað sér drjúgan
skilding og ættu því að eiga auðveld-
ara um vik að fækka fé.
Gísli Pálsson bóndi á Hofi í Vatns-
dal sagði í samtali við blaðamann
HEB að verksmiðja Húnvetninga,
Heimafóður h.f., myndi verða til þess
að jarðir yrðu nýttar áfram til gras-
ræktar hjá þeim bændum sem e.t.v.
snúa sér að nýjum búgreinum, s.s.
loðdýrarækt. „Ef bóndi vill hætta
framleiðslu á kjöti á að reyna að fara
samningaleiðina, semja við hann um
að jörðin afsali sér réttinum til út-
flutningsbóta," sagði Gísli. — GM.
166 Heima er bezl