Heima er bezt - 01.01.1984, Page 8

Heima er bezt - 01.01.1984, Page 8
„Það er stundum erfitt hvar „heima“er bezt.. Víða um heim hefur vaknað áhugi á því að halda við sérkennum og tungu smáhópa, þar sem slíkt er í nokkurri hættu. í Kanada er það opinber stjómar- stefna, og ekki er að efa vilja ís- lenskra ráðamanna til að styðja varð- veislu íslenskrar menningar 1 Vest- urheimi. En fyrst og síðast mun ábyrgðin og þung- inn af þessari við- leitni hvíla á herð- um áhugasamra einstaklinga, beggja vegna hafsins. Einn þeirra er Kristján Theodór Ámason á Gimli. Við Kínamúrinn í febrúar 1983. Kristján og Marjorie fóru þá 3 vikna áhrifamikið ferðalag um fjölmennasta riki heims, íklædd m.a. íslenskum lopapeysum eins og sjámááMarjorie. Ted K. Árnason, bæjarstjóri á Gimli, er betur þekktur hérlendis undir skírnarnafni sínu, Kristján Theodór Arnason. Hann hefur verið fremstur í flokki þeirra, sem efla tengsl Vestur-íslendinga og íslendinganna ,,heima“. en það orð nota frændur okkar fyrir vestan um ísland. Theodór kom í fyrsta sinn til íslands 1968. Síðan hefur hann komið ,,heim“ 20 sinnum ásamt eigin- konu sinni. Kannski er hann að vega það upp, að hann er borinn og barnfæddur í Kanada. Það voru foreldrar hans líka. Með þetta allt í huga kemur það á óvart, hve þau hjón tala íslenskuna vel. Marjorie er íslensk í aðra ættina. Heima er bezt fékk Kristján Theodór til að rita les- endum nokkra lýsingu á ævi sinni og störfum, ætt og áhugamálum. Þökkum við honum kærlega fyrir að bregðast vel við, sem og Árna Bjarnarsyni á Akur- eyri, sem annaðist milligöngu fyrir okkur. 4 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.