Heima er bezt - 01.01.1984, Qupperneq 15

Heima er bezt - 01.01.1984, Qupperneq 15
ÚR ÆTTFRÆÐINNI Wendy, barnakennari. Maki: Raymond Delbaere (starfsheiti hans er á ensku: ,,IndustriaI Account Systems Analyst“), iðnráðgjafi. Dætur þeirra: MarjorieogNatalie. Sonurþeirra: Kristján Joseph. Kathleen, hjúkrunarkona og kennari í listdansi á skautum. Maki: Robert Hurlburt, stjórnandi í banka. Sonur þeirra: Joseph Theodore Hurlburt. Kristine, starfsmaður í hjúkrunarskóla. Maki: Jack Becker, trésmiður. Dóttir þeirra: Danielle Kristine. Eins og títt er um Vestur-Islendinga láta Kristján og Marjorie sér mjög annt um að rekja ættir sínar á íslandi. Þessar athugasemdir eru aðeins hluti upplýsinganna sem þau hafa aflað: 1) Langafi KristjánsTheodórsímóðurættina, Arngrímur Gíslason, ,,hinn ólærði, listhagi málari og fiðlusnillingur“ hefur á ný hafist til vegs og virðingar, eftir að ritverk dr. Kristjáns heitins Eldjárns um hann kom út fyrir jólin 1983. Faðir Arn- gríms var Gísli skáld í Skörðum í Reykjahverfi, S-Þing., (1797-1859), Gíslason bónda í Skörðum, Arngrímssonar bónda á Þverá, Árnasonar bónda á Grásíðu í Kelduhverfi (f. 1661). Árni þessi var hálshöggvinn á alþingi 1705 fyrir að eiga barn með Kristínu Halldórsdóttur, systur Sesilíu konu sinnar, en Kristínu var drekkt í Laxá, S-Þing. - Faðir Árna á Grásíðu var Björn, sonur Gríms nafnkunns smiðs í Viðvík, Eiríkssonar að Lundarbrekku í Bárðardal, Þorvaldssonar, Tómassonar, Jónssonar, ívarssonar fundna á Bjarnastöðum, er fannst sem barn eftir síðari pláguna (1494-1495), en enginn kann nú meira um að segja. Munu síðustu liðirnir settir eftir munnmælum. Móðir Arngríms málara og fyrri kona Gísla bónda í Skörðum var Guðrún (1793- 1855), dóttir Guðmundar bónda í Kasthvammi Árnasonar og konu hans Guðleifar Árnadóttur bónda að Hofsstöðum við Mývatn, Illugasonar bónda í Saltvík, Helga- sonar, Illugasonar prests að Þóroddsstöðum í Köldukinn, Helgasonar, Mikaels- sonar, (eða Mikkaelssonar), prests að Garði í Kelduhverfi, sem miklar ættir eru frá komnar. (Saga íslendinga í Vesturheimi, Bœndatal frá 1875-1890). 2) Langamma Kristjáns Theodórs í móðurætt, seinni kona Arngríms málara, var Þórunn Ijósmóðir Hjörleifsdóttir prests Guttormssonar á Skinnastað. (Sjá myndir af þeim og frásögn í Heima er bezt 1983, Október-bladinu á bls. 320-321). Segir þingeysk sögn, að þau hafi ung viljað eigast en verið meinað það. (Saga ís- lendinga í Vesturheimi). 3) Föðuramma Kristjáns Theodórs, Dórothea Sofía, var dóttir Abrahams Hallgrímssonar, bónda að Hlíðarhaga í Eyjafirði fram, og konu hans Friðriku Kristjönu Jónsdóttur. 4 systkini Dórotheu fluttust líka vestur um haf og settust aðíKanada. 4) Móöurafi Kristjáns Theodórs, Baldvin Árnason (oft nefndur Kapteinn And- erson), var sonur Árna Oddssonar frá Hringsdal við Eyjafjörð, S-Þing., (1832- 1913) og konu hans Guðrúnar Jónsdóttur frá Hólshúsum í Eyjafirði (1834-1921). Þau fluttust úr Höfðahverfi, S-Þing., vestur um haf með börnum sínum 1876. Áður reyndu þau að komast suður til Brasilíu 1873, eins og margir aðrir sem fóru til Nýja íslands þetta ár. Áttu þau þá heima á Grenivík. Þau bjuggu víða, en end- urnámu loks bújörðina Vigur og bjuggu þar til 1910. Þau eignuðust 5 börn. -Bald- vin varð athafnamaður mikill. Skorti hann hvorki kjark, áræði né dugnað að ráðast í ýmiss konar fyrirtæki. Á Gimli reisti hann tvö gistihús og stundaði greiða- sölu. I Selkirk var hann lengi. Vann þá á gufubát og var skipseigandi með öðrum tveimur. Síðar varö Baldvin skipstjóri á gufubátnum Áróra. Keypti 1901 bújörð Stefáns O. Eiríkssonarhinshagorðavið Merkjalæk, syðst í nýlendunni. Þarverzlaði Bald- vin með hesta og nautgripi og gerðist gestgjafi. Fyrir C.P.R.-félagið tók Baldvin að sér aö ryðja landið, þar sem sumarbústaði átti að byggja á Winnipeg Beach. Hafði hann þá oft mikið í veltunni og marga menn í vinnu, en græddi og tapaði á víxl. Hann flutti svo á hálfa bújörð- föður síns, og nefndi bæ sinn Laufskála. Enn flutti hann eftir nokkur ár frá Laufskála og norður í Mikley. Eftir 3 ár flæddi landiö, er sezt var á, og nýju bændurnir flýðu þaðan. Flutti þá Baldvin aftur til Laufskála. Baldvin ferðaðist allmikið, og vann um eitt skeið fyrir hreyfimyndafé- lag í Bandaríkjunum. Vorið 1920 ferðaðist hann til Alaska til að kynnasér aðferðir við fiskveiðar, sem hann stundaði oft. - Áður en Baldvin kvongaðist átti hann dótturina Petrínu, sem heitir eftir móður sinni, Petrínu Arngrímsdóttur frá Tjörn í Svarfaðardal, er andaðist eftir barnsburðinn, nýlega komin að heiman. (Saga ís- lendinga í Vesturheimi). 5. Faðir Marjorie var skoskur, en móðir hennar var Egilsína Guðlaug Doll, dóttir Eyvindar Jónassonar Doll (1858-1940), bónda í Hrossholti í Eyjarhreppi í Hnappadalssýslu, Eyvindssonar bónda sama stað, Gíslasonar að Langholti, Andakílshreppi, Borgarfirði, Jónssonar að Ytri-Skeljabrekku, Gíslasonar í Arn- þórsholti, Lundarreykjadal, Ófeigssonar. - Móðir Eyvindar Doll var Kristín dótt- ir Jóns Jónssonar bónda að Höskuldsstöðum í Laxárdal, Dalasýslu, og Kristínar Jónsdóttur, bónda að Saurum, sem var systir Jóhannesar, föður Jónasar á Harra- stöðum í Miðdölum, föður Einars læknis á Gimli. - Eyvindur fór vestur um haf 1881, en 4 árum síðar flutti hann til Mikleyjar og bjó þar lengi. Hann var ,,maður prýðilega vel gefinn, orðhagur bæði og verkhagur, viðræðugóður og skemmti- legur“, ritar M.S. frá Storð um hann. 1907 gerðist hann landnemi í Víðirbyggð. Bjó þar í 5 ár. Eftir 1930bjó hann í bænum Riverton. Fyrri kona hans var Elinborg Elíasdóttir Magnússonar úr Húnaþingi. Seinni kona Eyvindar var Sesilía, eyfirsk, dóttir Jóhanns Daníelssonar og Kristínar Eldjárnsdóttur. Þau hjón áttu 5 börn og eitt þeirra var Egilsína Guðlaug, móðir Marjorie Árnason. (Saga íslendinga í Vest- urheimi). 6) Sesselía (Sesilía) Jóhannsdóttir, kona Eyvindar Doll, amma Marjorie, var dóttir Jóhanns Einarssonar (Daníelssonar) og Kristínar Eldjárnsdóttur (þá búsett á Akranesi). Kristín var dóttir Eldjárns Sveinssonar og Guðbjargar Pétursdóttur (f. i Miklabæjarsókn, Skagafirði). Faðir Eldjárns Sveinssonar var Sveinn Jónas- son. Móðir Eldjárns Sveinssonar var Sigurbjörg Jónsdóttir, Ólafssonar, Ásmunds- sonar. Móðir Sigurbjargar var Kristín Eldjárnsdóttir (eldri), dóttir Eldjárns stúd- ents Hailgrímssonar og Ragnhildar Tómasdóttur, Eiríkssonar í Axlarhaga í Skaga- firði. Eldjárn stúdent var sonur sr. Hallgríms Eldjárnssonar á Grenjaðarstað og konu hans Ólafar Jónsdóttur, prests á Völlum í Svarfaðardal, Halldórssonar. Heima er bezt n

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.