Heima er bezt - 01.01.1984, Page 16
SIGRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR SCHIÖTH:
Minningabrot
frá árunum 1935—36
Greinarhöfundur á unga
aldri, ívið fyrr en atburðir
þeir gerðust sem hér er sagt
frá.
Veturinn 1935-6 var ég heima á
Lómatjörn hjá foreldrum mínum.
Tvo vetur þar á undan hafði ég verið á
Laugarvatnsskólanum og sumarið þar
á eftir sunnanlands. Vildu nú systur
mínar, sem búsettar voru í Reykjavík,
að ég færi heim og yrði móður okkar
til aðstoðar. Hún var farin að reskjast
og var þetta sanngjamt, þar sem hún
var búin að koma upp sjö dætrum og
einni fósturdóttur að auki.
Þegar líða fer á æfina, leitar hugur-
inn æ oftar til baka og þá staðnæmist
hann við einstaka atburði eða tímabil,
þótt móða gleymskunnar hafi lagst
yfir aðra, sem merkir voru hversdags-
leikanum og horfnir eru í tímans sjá.
Þessi síðasti vetur minn í föðurgarði
er mér minnisstæðari en aðrir, fyrir
margra hluta sakir. Þá byrjaði ég að
kenna og stjórna söng, á eigin spýtur
og þá gerðust hörmulegir atburðir,
sem seint mun yfir fyrnast.
Um haustið fór ég norður með
rútubíl. Hafði ég meðferðis nýtt út-
varpstæki, sem mig minnir að væri
gjöf frá systrum mínum í Reykjavík til
foreldra minna. Var það vandmeð-
farið, í sterkum pappakassa með
mynd utaná, af feitum og skringileg-
um karli. Veifaði sá hatti og út frá
munni hans voru prentuð orðin: „Lad
mig staa paa benene“. Var ekki breytt
út af því, fylgdist ég vel með karli alla
leið norður og heim í Lómatjörn.
Nýja útvarpstækið vakti mikla gleði
heima, en alltaf þurfti að láta hlaða
„sýrubatterí“, sem það gekk fyrir, því
ekkert var rafmagnið. Var því stund-
um spöruð hlustunin, er dagskráin
þótti þá ekki sérlega áhugaverð. Mest
þótti varið í að fá veðurfregnirnar og
mikil hjálp í því. Þá var aðeins út-
varpað nokkrar stundir á degi hverj-
um.
Er leið fram á veturinn var ég beðin
um ýmis tónlistarstörf t.d. að kenna
unglingsstúlkum í skólanum á
Grenivík nokkur lög, sem syngja átti á
skólaskemmtuninni seinni hluta vetr-
ar. Þótti mér þetta mjög skemmtilegt,
stúlkurnar voru söngelskar og sungu
fallega.
Fjórir bræður, frá Jarlstöðum, báðu
mig að kenna sér nokkur karla-
kórslög, sem ég gerði. Voru þau
sungin á tveim skemmtunum í sam-
komuhúsinu á Grenivík. Fyrir
skömmu minnti einn bræðranna,
Ingólfur, mig á atvik, sem gerðist í
sambandi við þennan söng, að þegar á
hólminn var komið og þeir stóðu á
sviðinu í samkomuhúsinu og sungu
fyrir fullu húsi, fékk Sigurður, sá
sem söng fyrsta tenór, svo svæsið
hóstakast í miðju lagi, að hann varð
að hætta og hljóp út af sviðinu. Fannst
þá þeim sem eftir voru, tilgangslítið
að standa þarna og syngja þar sem
fyrsta tenór vantaði og hlupu út hver á
eftir öðrum. Fór ég síðust út og var
víst ekki hátt á mér risið. Annars lík-
aði þessi söngur vel og var beðið um
hann aftur, enda voru þessir bræður
ágætir söngmenn.
12 Heimaerbezt