Heima er bezt - 01.01.1984, Page 19

Heima er bezt - 01.01.1984, Page 19
Anna Sveinsdóttir á Látrum og eigin- maður hennar, Hallur Steingrímsson, sem fannst látinn hátt uppi í brekkum nœrri Garðsvík. Steingrímur Hallgríms- son faðir hans var þá örendur í bátnum. Steingrímur Hallgrímsson á Látrum. Hann hafði verið lagður til í bátnum, ívo sem venja er til um lík. Helga Pétursdóttir, húsfreyja á Látrum, eiginkona hans. Engin Ijósmynd var til af Tryggva Hallgrímssyni. Jón Sæmundsson Hver er þarna? Höfundurinn segir frá undarlegu fyrirbæri, sem hann skynj- aði eitt sinn í gömlum torfbæ á öðrum tug aldarinnar. Einnig ber hann það saman við reynslu föður síns af svipuðu tagi, starf sitt sem grafari í kirkjugarði og ýmis dulræn áhrif. Ég var að koma úr ferðalagi. Það var komið kvöld og um það bil að verða fulldimmt. Þetta var seint í nóvem- bermánuði. Einhver snjór var á jörðu, en annars kyrrt og gott veður. Dimmt var í lofti og leit út fyrir að snjóa myndi þá nótt er í hönd fór. Þegar þetta var. átti ég heima hjá foreldrum mínum og var nær sextán ára gamall. Þau bjuggu þá á afskekktri fjallajörð, sem heitir Fitjar, en er nú löngu komin í eyði. Bærinn stóð á allstórum hól og var þessi hóll eina túnið á þessu býli. Lá norðurendi hólsins að vatni, sem heitir Bæjarvatn, en suðurendi hólsins lá að fjallshlíðinni að sunnanverðu. Að austan og vestan við hólinn voru mýrarsund og var allbratt upp á hól- inn frá þeim, einkum þó að norðan og vestan. Bæjarhúsin stóðu um miðjan hólinn, en á honum norðanverðum voru peningshús. Syðst á hólnum, nær því við hlíðarrætur, voru gömul tóft- arbrot og það síðasta, sem maður vissi til að þar hefði verið, var hesthús. Bæjarhús voru öll úr torfi og snéru stafnar þeirra til austurs og vesturs. Hálfstafnar voru á baðstofu og á þeim voru gluggar. Á norðurvegg niðri var skarð í vegginn niður að miðju, þar sem komið var fyrir glugga. Var þetta skarð kallað gluggatóft. Nyrst húsa var baðstofan. Hún var port-byggð með lofti. Uppganga á loftið var frá syðri vegg og þar voru líka dyr fram til næsta húss, sem var nánast geymsluhús ýmissa búshluta. Það var í því hlutverki, sem á flestum bæjum á þeim tíma var kallað „Skemma“. Þriðja í röð þessara húsa voru bæjardyr, sem gengið var inn í að austan, en í vestur frá þeim í sömu röð var hlóðaeldhús. Torfveggur var á milli bæjardyra og hlóðaeldhúss en engin hurð var þar á milli. Þessar þrjár húsaraðir voru allar jafn langar og náðu því stafnar þeirra allra jafn langt til austurs og vesturs. Fjórða húsið í röðinni var svo fjós, sem lá samhliða hlóðaeldhúsi, en gangur frá því lá fram að fjósdyrum og þó ennþá lengra þ.e. fram til heygarðs þar sem borin voru upp hey til fóðrunar þeim búpeningi er hafður var í fjósinu. Undir baðstofu var eldavél og fór þar fram matargerð og þar var einnig borðað. Hurð var þar á milli og fram til geymsluhúss, var hún snerluð aftur með krók í gegn um dyrastafinn. Frá geymsluhúsi og fram til hlóðaeldhúss var hurð er rann á snæri í gegn um dyrastaf og með stein í enda. Heyrðist því oftast þá er hún var dregin upp og þegar að hún lokaðist og það jafn- vel inn til baðstofu og upp á loft, ef hljótt var. Heima er bezt 15

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.