Heima er bezt - 01.01.1984, Blaðsíða 20

Heima er bezt - 01.01.1984, Blaðsíða 20
Ég hefi tilgreint húsaskipunina svona nákvæmt, vegna þess sem á eftir fór þetta kvöld þá er ég var að koma heim. Ég kom frá austri og hafði því bæjardyr beint í fang mér. Ég tók eftir því, er ég fór upp bæjar- hólinn að ekki var búið að kveikja ljós í baðstofu, því austurgluggi hennar blasti við mér. Ég gekk hiklaust að bæjardyrum, opnaði þær og fór inn, en þegar ég var að fara inn úr dyrum á milli þeirra og hlóðaeldhúss þá heyrði ég að hurðin sem rann á snæri milli geymslu og eldhúss var dregin upp og um leið og ég kom í gegn um dyrnar og inn í eldhús heyrði ég fóta- tak og eitthvað straukst lauslega við brjóstið á mér. Ég sagði þá, „hver er þarna?“ en það var steinhljóð að öðru en því, að ég heyrði dauft fótatak um þvert eldhús og fram í gang á leið til heygarðs, en þar dó það út, sem í mikinn fjarska væri komið. Ég hafði staðið kyrr í sömu sporum þessa stund, sem nánast var sem augnablik, en nú fann ég allt í einu til einhvers ónota beygs og hraðaði mér því áfram og inn, en þó ekki með neinum óeðli- legum flýti. Ég þarf vart að taka það fram að þreifandi myrkur var og því var ég ekki neitt óvanur á þessari leið. Þegar ég svo kom upp á loft, var móðir mín að enda við að kveikja á lampa, sem hékk í innri hluta baðstofu nær aust- urglugga. Ég man svo greinilega enn þann dag í dag, að hún stóð við lampann með eldspýtnastokkinn í hendinni, en aðrir lágu uppi í rúmum sínum, því þeir höfðu lagt sig á meðan var að dimma eins og algengt var á þeim árum. Það fyrsta sem mér varð að orði, er ég hafði heilsað upp á fólkið, var þetta: „Eru allir inni?“ „Já,“ segir móðir mín, og er ég hafði litið yfir baðstofuna til þess að sann- færa mig um að svo væri, þá dró úr mér allan mátt svo að ég lagðist upp í rúm mitt og lá þar góða stund á með- an ég var að jafna mig. Að því búnu reis ég upp, fór úr blautum fötum og tók að ræða við fólkið, segja því fréttir o.s.frv. Á hitt var ekki minnst, þ.e. það sem gekk hjá mér í eldhúsinu. Nokkru seinna færði móðir mín í tal við mig, er við vorum tvö í einrúmi hvað hefði verið að mér þegar ég kom úr ferðalaginu þetta kvöld. Ég vildi nú lítið úr því gera, en hún gekk því fast- ar á mig með þetta. Sagði hún að ég hefði verið sem náhvítur þá er ég kom heim og upp til baðstofu, og þegar hún hefði sagt mér að allir væru inni, að þá hefði ég riðað við og lagst upp í rúm mitt, sem og fyrr er sagt. Ekki munu aðrir en hún hafa tekið eftir þessu, því að bæði var nú það, að þeir voru tæpast risnir upp né vaknaðir af rökkursvefni og svo mun faðir minn hafa ályktað, ef hann hefur tekið eftir einhverju með útlit mitt að ég væri þreyttur og væri að láta líða úr mér, en á þeim árum þreyttist ég oft bæði í ferðalögum og við fjárgæslu, en það leið jafnan fljótt frá. Nú munu a.m.k. einhverjir segja að þetta sem rakst á mig í eldhúsinu hafi bara verið venjulegur maður, maður af öðrum bæ, sem þarna hafi verið á ferð, en allir sem þekkja til vita að svo gat ekki verið. Þetta býli er mjög afskekkt sem fyrr segir. Það er í afdala kvos langt frá allri byggð. Þar kom aldrei maður nema að hann ætti sérstakt erindi, eða þá að hann væri í fjárleitum. í þetta sinn var því ekki til að dreifa, því fé var allsstaðar komið í hús. Og þess utan ersvo það sem tekur af allan vafa um þetta, er að ef um fjárleitarniann hefði verið að ræða, að þá hefði hann gert vart við sig hæði til þess að fá sér hressingu og svo til þess að frétta um hvort nokkurs fjár hefði orðið vart á undanförnum dögum. Á þessum árum voru menn ekki á ferðalagi án einhvers tilgangs, og menn hurfu þá ekki sporlaust eins og nú gerist. Menn urðu jú úti á þeim árum, en þá voru þeir á einhverri þeirri leið, sem fólk hafði hugmynd um hver var, og flestir fundust þeir fyrr eða síðar, þó að til væru undantekningar frá því. Til- gangsleysi um ferðalag fólks á þeim árum, var nær óþekkt fyrirbæri. Við áttum þarna heima í sjö ár, þ.e. frá 1914 til 1921. Og aldrei fyrr né síðar varð ég nokkurs þess var þarna er líktist þessu. En einhverntíma á þessum árum, sem við vorum þarna, kom fyrir föður minn ekki óáþekkt því er henti mig. Munurinn var helst sá, að ég fann og heyrði, en hann sá, en sá þó ekki það sem að öllu eðlilegu átti að sjást, þ.e. dyrnar. Hann var að koma úr ferðalagi, og hann kom sömu leið og ég, þ.e. úr kaupstað. Þetta var í janúar eða febrúar mánuði og öll jörð hulin snjó og klaka. Komið var fram á nótt, myrkur og dimmt í lofti með snjóslitring. Þegar hann kemur í sundið austan við bæjarhólinn, þá veitir hann því allt í einu athygli að á vinstri hönd hans gengur mannvera á stærð við 10-12 ára strák. Var hann svona 10-12 metra frá honum og heldur á undan honum og hafði stefnu á tóftarbrotin efst í túninu. Halda þeir nú hver sinni stefnu og þegar faðir minn er að fara upp bæj- arhólinn þá er strákur að ná til tóftar- brotanna, en hverfur þá um leið. Þegar svo faðir minn kemur að bæn- um og ætlar að ganga inn, þá finnur hann hvergi bæjardyrnar. Fer hann nú einar tvær til þrjár ferðir umhverfis bæjarhúsin, en finnur hvergi dyr. Allt virtist sem einn veggur og kolsvart. Gerir hann sér þá grein fyrir að eitt- hvað dularfullt og óeðlilegt er við þetta. Hann sest því niður til þess að hugsa ráð sitt, enda orðinn þreyttur af langri göngu án hvíldar. Þegar hann svo hefur setið góða stund, finnst honum allt í einu birta bæði um- hverfis sig og umhverfið í kring. Hann stendur því upp og sér þá að hann er 16 Heimaerbezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.