Heima er bezt - 01.01.1984, Side 23

Heima er bezt - 01.01.1984, Side 23
KRISTMUNDUR BJARNASON BJÓ TIL PRENTUNAR Konuefni sínu, Jakobínu Pétursdótt- ur frá Reykjahlíö kynntist Jón fyrst, er hann var vinnumaöur í Vogum, og felldu þau þegar hugi saman. En árin liöu, þau uröu að öngla upþ íbústofn, gift- ust því ekki fyrr en árið 1877. Síðan hófst einyrkjabúskapur á ýmsum jörö- um í Mývatnssveit, stundum ímargbýli. Áriö 1889 fluttust þau aö Litluströnd (Litlu-Strönd) viö Mývatn og bjuggu þar upp frá því. Jóni Stefánssyni er svo lýst, full- orðnum manni: ,,Jón Stefánsson var fullur meðalmaður á hæð, hnellinn og vel vaxinn. Hvatur íhreyfingum. Dökk- uryfirlits, hárog skegg jarpt, en gránaði með aldrinum. Höfuðlagið fagurt, hnakkinn beinn niður, ennið bratt. Svipmikill og dáfríður sýnum. Augun grá og köstuðu glettnis- glömpum, en hýr, brosmild og yfir- bragðsheið, þegar gleði bjó í hug. Nefið stutt og gilt fram; virtist það og svipurinn allur belgjast út og neistar brenna úr augum, er honum rann ískap." Við ókunnuga þótti hann ,,í fyrstu þungbúinn, fáorður og eigi alúðlegur. . . “ Eins og fyrr er getið, komst Jón Stefánsson ungur íkynni viö bókar- mennt, en bókakostur í Mývatnssveit var þá meiri og fjölbreyttari en títt var í byggðum landsins. Og Jón las allt ,,sem aö kjafti kom“. Hann varð því snemma fjölfróður. Hann lét sér ekki nægja aö lesa þaö, sem kom út á móö- urmálinu. Hann las Noröurlandamálin fullum fetum og fylgdist gjörla meö bókmenntum þarog raunar evrópsk- um samtíma skáldskap. Hann fór snemma aö rita í sveitarblöð og þótti ómyrkur í máli. Sá vettvangur varð honum brátt of þröngur. Áriö 1892 komu út fjórar sögur eftir Þorgils gjallanda, og hét kverið Ofan úr sveitum. Bókin vakti mikinn úlfaþyt, ekki hvaö sízt íheimahögum skáldsins; einnig var mjög um hana rætt og ritað um allt land. Meginuppistaða sagnanna var hörð ádeila á klerka og kirkju, hræsni og yfirdrepsskap. Fyrirfólk, ekki sízt í sveitum, stórhneykslaðist. Annars voru sögur þessar, aö vonum, fremur viö- vaningslegar. Jón Stefánsson segir svo um upphaf sögusmíöa sinna: „íhuga mínum var uppreisn og ólga gegn ýmsum venjum og kreddum. Ég gat ekki þagað. Þá sköpuðust sögurnar. . . Dæmin voru nóg til að benda huganum í áttina." Áriö 1902 kom út eina skáldsaga Jóns, Upp við fossa. Hún vakti óhemju athygli. Höfundur hjó enn í sama kné- runn og af miklum mun meiri leikni en fyrr. Sagan markaði tímamót, var um- talsverðasta skáldsaga eftir aö Maöur og kona kom út (1876). Ádeiluefnin voru hin sömu og fyrr, skinhelgi, trúarhræsni, ástir í meinum, mismunun veraldargæða, Skáldið beitti sem fyrr hinum breiöu spjótunum að kirkju og klerkastétt. Þegar Ofan úr sveitum kom út, er mælt aö hefðarklerkur í Þingeyjarsýslu tæki bókapakkann, sem barst meö póstinum og styngi íofninn. Þegar Upp við fossa birtist í bókarformi minntist kirkjuhöföingi á Austurlandi hennar úr stólnum og fordæmdi. Lík voru oft viöbrögö almennings, en skipti þó mjög ítvö horn sem fyrr. Uppistaðan í sögunni er að vel efn- um búin húsfreyja fær til fylgilags við sig pilt innan tvítugs, Geirmund. Sam- band þeirra stóð þó skamma hríð, enda dró í ástir með prestsdóttur og honum. En þá kemur upp, aö þau mega eigi njótast, því aö Geirmundur er launsonur prestsins. Það er ífrásögum, að Jón Stefáns- son hafi sótt fyrirmynd að hinum breyska presti vestur í Skagafjörö. Slíkt viröist samt að seilast um hurð til lokunnar, þó ærin reyndist breyskleiki klerka þar á 19. öld. Það var af nógu aö taka heima fyrir: Þess er áður getið, að móðir Jóns sjálfs væri laundóttir prests. Féll henni að sögn afar þungt að vera rangfeðruð, og þegar séra Jón á efri árum vildi gangast við henni, vildi hún —að sögn —ekki þiggja. Hún var stórlát sem sonurinn, fyrirgaf ekki yfirdrepsskapinn. Dæmin voru því Jóni Stefánssyni ærið nærtæk. Og enn má hnýta hér við umsögn Guðmundar Friðjónssonar (1906) um rækt við 6. boðorðið í heimahögum hans: „Það er skjótast sagt um þetta boð- orð, að það hefur verið brotið oft hér um slóðir, og þó oftar og meira áður en nú. Gamlir og gildir bæna- ur, sem nýlega er búið að halda yfir Ijómandi húskveðju, höfðu það fyrir reglu að hafa vinnukonur sínar fram hjá, hverja af annarri, og átti sami bóndinn stundum 3-5 börn fram hjá, sem hann kenndist við, en hálfrefi tel ég ekki. . . “ j skáldskap Jóns gætti frosts og funa. Þó er eldurinn magnaðri. Kímni átti hann vart til. Hann var mikill mannúðarmaður, lifði í nánum tengsl- um við náttúruna og dýrin; þótti þrifa- bóndi og skepnuhirðir afburða góður, en eigi mjög glöggur á fé. Hann var einkar vinnugefinn og hafði yndi af sveitastörfum. Nú er Jón kunnastur sem málsvari dýranna. Allir (slendingar hafa lesið um hryssuna Stjörnu, átthagaást hennar og örlög, í smásögunni Heim- þrá. Hann hóf snemma á ritferli sínum að semja dýrasögur, er birtust á víð og dreif, safnaði nokkrum þeirra síðar saman í bók, Dýrasögur I (1910), og var það síðasta ritverkið, sem hann sá um útgáfu á sjálfur. Fyrir dýrasögur sínar hlaut hann verðskuldað lof heima og erlendis. Jón unni sveit sinni og tók drjúgan þátt ífélagsmálum, var t.a.m. hrepp- stjóri í 26 ár og naut mannheilla. Ýmsar smásögur Jóns voru þýddar á erlendar tungur, svo sem þýzku. Þó skal ekki fullyrt að sinni, hvort Upp við fossa birtist á því máli, þótt ráð væri fyrir gert, eins og eitt bréfið hér á eftir ber með sér. Jón andaðist 23. júní 1915. Ekkja hans bjó áfram með dætrunum, Guð- rúni og Védísi, er átti Jón Sigurösson, er einnig bjó á Litluströnd. Nú er orðið fremur hljótt um skáld- bóndann á Litluströnd, sem ólguna vakti um aldamótin. Viðhorf breytt, sumpart til hins betra, önnur sígild. Svo er og um ýmsar sögur Þorgils gjallanda. Þetta er orðinn langur formáli fyrir fimm bréfum skáldsins og mál að linni. Þess skal aðeins getið að lokum, að bréfin eru öll rituð til Finns Jónssonar prófessors og eru varðveitt í Konungs- bókhlöðu í Kaupmannahöfn. Kristmundur Bjarnason. Heima er bezt 19

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.