Heima er bezt - 01.01.1984, Blaðsíða 24
1
2
1904
1907
of^
'ZS- jTc^. HúV.
'//z o^ oru oý'C'ym 'icszj ^íosyT-J'd crocJ.
<£7f/cesijCj -£cc^yi '>'úrrr>zJ.
Þökk fyrir krókinn, sem þér gerðuð yður síðastliðið sumar, til þess
aðsjá mig, kotkarlinn. En —skolli varþá ekki heima, enda er hann
ekki framfœrinn né tungumjúkur við ókunna menn, svo hann hefði
naumast vaxið við þá kynninguna.
Ef satt skalsegja, er óvíst, að ég hefði minnst þessa bréflega, ef ég
hefði ekki fengið beiðni frá R. Meissner í Göttingen um leyfi til þess,
að þýða sögu mína „Upp við FossaHann býður mér að líta yfir
þýðinguna, en ég skil ekki þjóðverska tungu, svo það er á engan hátt
viðlitamál fyrir mig; enda gerir hann líka ráð fyrir að snúa sér til
yðar með það. Ég skrifa Meissner og kýs auðvitað, að þér sjáið um
það fyrir góðvin yðar, prófessorinn.
Bréf mitt, þar sem ég gef próf. Meissner heimild tilþýðingarinnar
legg ég hér innan í og bið yður um þann greiða, að beina því til
viðtakandans.
Mun ekki mega fá sögu Þiðriks af Bern, Sögu Karlamagnúsar og
Alexanderssögu keyptar annaðhvort í Danmörku, eða Noregi þar
sem þœr hafa verið gefnar út? Og ef svo vœri, hvað mundu þœr
dýrar? Þó það séu riddarasögur þá fýsir mig að sjá þœr, ég hef alla
daga verið vitlaus eftir sögum og heimskulega rýninn eftir fornum
ritum — því heimska er það fyrir félítinn bónda, sem veit það vel af
reynslunni, að hann nemur lítið um sína daga, með sínum fœrum, og
hitt einnig, að þeir molar verða aldrei til fengs í búið. Og samt fer ég
þá götuna meðan heilsa og hyggja endist.
Ef yður kostaði það ekki ómak, að leiðbeina mér hvar þessar
bœkur fengjust, svo ég gœti keypt þœr, vœri mér þökk á því. Svo er
og um Heimskringlu Snorra; tel ég hana síðast að hœtti barnanna,
sem geyma besta hnossið til lokagœðings. Fjöllyndi og fégirni
Snorra gleymist mér þegar ég les gullfögru ritin hans, svo laus við
sundurgerð og tildur, þar sem varla erorðiof né van; þar sem ekki er
hœtt við að maður steyti fót sinn við steini.
Ég sé nú, að ég er kominn á bak á gamla krók-stafinn minn, að ég
er farinn að rífa ginið um „sögurnar“, einsog þeir segja sveitungar
mínir—ogþað viðallsókunnan mann, „lœrðan mann“, þáséégað
mér og þagna.
Litluströnd 20. 11. 1907.
Kœri landi minn og málkunningi.
Bestu þakkir fyrir heimsókn og skemmtilegar viðrœður í sumar.
Ég leita tilyðar með vandamál, sem mér ber að höndum og erþað
í sjálfu sér ekki stórt, en hitt er meir, að mig skortir þekking til þess
að leysa það vel afhöndum.
Svo er mál með vexti, að tvær stúlkur hafa beðið mig að sœkja um
sumarskóla þann er mig minnir að Emma Gad stýri en þér hafið
umsjón og ráð fyrir. Önnur stúlkan heitir Guðrún og er dóttir mín,
26 ára að aldri, hin heitir Arnfríður Sigurgeirsdóttir frá Helluvaði
hér í hreppi og er jafngömul.
Það er ósk mín, að þetta bréf gœti orðið regluleg umsókn fyrir
þeirra hönd en sé það ekki, fyrir formleysis sakir, þá bið égyður um
allar nauðsynlegar upplýsingar, til þess það geti orðið.
Hvort sem efra verður, þá bið ég yður um svör upp á þessar
spurningar:
Hver stjórnar skóla þessum ?
Hverjir íslendingar eru ráðunautar þeir er umsœkjendur skuli
snúa sér til?
Hver er kostnaður við förina og hvenœr skal fara og aftur snúa
heim?
Með hverjum skipum verður farið og á hverju farrými búa nem-
endur þessir?
A fþví ég eryður málkunnugur sný ég mér tilyðar og vœnti mér af
því bestra málaloka.
Fréttir helstar eru: óhagstœtt sumar með litlum heyfeng einkum
er nœr dregur sjónum; þar var ávallt naprara og meiri rigningar;
öndverður október illur, fennti þá fé og hrakti stórum, ferðalög
tálmuðust og urðu afar dýr og þó fenglítil. Asetningur tœpur yfir-
leitt. Ofanverðan október batnaði tíð og þiðnaði, hefir síðan verið
snjólétt ogjarðirgóðaren nú eru útsynningar hvassirogrosamiklir,
koma þeir illa við beitarfé og sverfa af því holdin, þar sem ekki eru
því öruggari landkostir. Á þingi var hrapað að prestamálinu og uni
ég þeim úrslitum illa; kristinni trú verður ekki að borgnara, en
klerkum verður mun hœttara til ágirni og ráðríkis en áður. Þetta
stendur varla marga áratugi ef menning og andans þroski vex í
landinu, sem ég vonast fastlega eftir.
Fyrirgefið ómakið sem ég baka
yður og sitjið heilir á húfi.
Með heillaóskum og virðingu
erég
yðarJón Stefánsson.
Ég er með virðing og vinsemd
yðar
Jón Stefánsson.
Mcö Einari gamla reiö jotf aö Lilluslröncl
til jiess aö sjá skáldiö Jón Stelansson (j>orf(ils £>jallnn(ln).
Viö fengum |>ar micldagsvorö. Mjer leist vel a Jon. mjög
slillur maöur og atluigall, hispurslatis; snma svndisl injer
um konu hans.
Heimsókn Finns 1907
Lýsing dr. Finns á heimsókninni til Þorgils
gjallanda í ágústbyrjun 1907. (Ævisaga Finns
Jónssonar eftir sjálfan hann, Kaupmannahöfn
1936, bls. 128).
20 Heima er bezt