Heima er bezt - 01.01.1984, Page 26

Heima er bezt - 01.01.1984, Page 26
í Núpskötlu blasa við eldstöðin, stöðuvatnið og endalaust úthafið. Þama í litlu víkinni er gesturinn minntur á það stranga uppeldi, sem ísland hefur veitt börnum sínum í ellefu hundruð ár. Á þessu svæði er harðbýlt og strjálbýlt. Og hjartalagið gott. Rauðinúpur heitir gamli eldgígurinn á norðvesturhorni Melrakkasléttu. Sunnan hans er bærinn Grjótnes, en austan við hann Núpskatla. Síðan nyrstu bæirnir austar á Sléttu lögðust í eyði, eða hafa aðeins verið notaðir að sumarlagi, er Núpskatla nyrsta byggða ból á íslandi, ef Grímsey er undanskilin. Umhverfi Núpskötlu er fagurt og stórbrotið. Himbriminn siglir á vatninu, úthafið svarrar á eiði sem skilur í sundur, rekinn safnast saman. Rammgerð klettaformin enduróma hljóð þúsunda sjófugla. Náttúruskoðarar, ekki síst erlendir, fjölmenna þangað á sumrum. Það er stutt í sand, gjall og hrjóstur, beina framlengingu Leirhafnarfjalla til hafs. Og hér er snjóþungt, miðað við það sem gerist á Sléttu. Húsfreyjan á Núpskötlu lærði að elda á hlóðum í æsku, og hún hefur aldrei notað rafmagnseldavél. Rafmagnslína var lögð að bænum um mánaðamótin nóvember-desember 1983. Hjónin sem búa á Núpskötlu eru Sigurður Haraldsson og Álfhildur Gunnarsdóttir. Hún er frá Kúðá í Þistilfirði, en flutti síðar að Efri-Hólmi í Núpasveit og var þar hjá Guðrúnu Halldórsdóttur og Friðriki Sæmundssyni. Þar kynntist Álfhildur líka mannsefni sínu, Sigurði bónda, sem fæddur er og uppalinn á Víkingavatni í Kelduhverfi. Þau giftust árið 1942, en þá var Álfhildur á 19. árinu, og voru á Einarsstöðum í Núpasveit árlangt. Síðan 1 ár á Núp, en fluttu loks að Núpskötlu 1945. Þau eiga 4 börn, Harald á Húsavík, Jón í Reykjavík, Vigdísi að Borgum í Þistilfirði og Kristbjörgu, sem er 15 ára og býr í föðurgarði, en er nú að Ijúka grunnskóla á Raufarhöfn. Ennfremur hefur systir húsfreyju, Halldóra, búið hjá þeim í 10 ár. Haraldur hefur undanfarið byggt ásamt foreldrum sínum nýtt íbúðarhús á Núpskötlu, sem bíður þess senn að flutt verði inn. Og þótt ýmsum borgarbúanum þætti e.t.v. komið nokkuð langt frá bílageymslum Seðlabankahússins í Núpskötlu, er þar líf og saga, nafli alheimsins, ekki síður en á öðrum þeim bæjum sem einkennast af reisn, bæði í umhverfi og skapferli fólksins sem þar býr. Þótt varla sé báturinn notaður lengur, þá var róið til fiskjar frá Núpskötlu, áður en sá guli hrökk frá landi. í Kötluvatninu er hins vegar silungsveiði, og hafa ábúendur þar pramma til að leggja netin af. Sauðfé er í Núpskötlu, 1 kýr og 3 hestar. En þröngt er til ræktunar, auk þess sem Norður-Atlantshafið ber þara á túnið. Af þeim sökum heyja þau hjón mestmegnis inni á Kópaskeri. Það er áhrifamikið að hitta hina hógværu, bjargföstu og hlýlegu manngerð, sem þroskast við ysta haf. Hún er næm og gerir fyrirhafnarlaust greinarmun á hismi og kjarna. Þar ríkja seigla, sambandið við náttúruna og æðruleysið, sem reynst hafa dýrmætustu eðliskostir þjóðarinnar í landinu í 1100 ár. Gesturinn í Núpskötlu lítur í kringum sig, - og er nær sögu þjóðar sinnar og uppruna en áður. ,,Venjulegt“ rafmagn frá samveitum kom fyrst til Núps- kötlu í nóv. -des. 1983. Flaggið sl. sumar var fyrirheit og sýndi línu- stœðið. Sigurður Haraldsson bóndi. JÓN TRAUSTI í Núpskötlu fæddist skáldsagna- höfundurinn Jón Trausti (1873- 1918), sem réttu nafni hét raunar Guðmundur Magnússon. Einhverjir, sumir segja Þjóðverjar1, tóku upp á því að kalla klettadranginn mikla við Rauðanúp, sem blasir við frá bænum, eftir skáldinu. En eldra nafn hanser Karl. 1 Sennilega Heinrich Erkes. 22 Heima er bezt Nyrsti bær íbyggð á „meginlandi“ Islands: NÚPSKATLA Presthólahreppi, Melrakkasléttu, Norður-Þingeyjarsýslu Tryggvi Þór Tryggvason úr Breiðholtinu var þarna í sveit sumar- ið '83. Alfhildur við kola- vélina sína. Hún segist ekki ætla að nota rafmagnselda- vélina fyrr en í nýja húsinu. MYNDIR OG TEXTI: ÓLAFUR H. TORFASON Heima er bezt 23

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.