Heima er bezt - 01.01.1984, Side 32

Heima er bezt - 01.01.1984, Side 32
um gólf. Hér hafa þjóðhöfðingjaefni og bókmenntamenn, skörungar og skáld bætt i sinn lífsins ferðamal, og orðið að texta og tilvitnun. Héðan hafa fjölmargir ferðamenn farið með enn meiri veraldarundur og veraldarundrun í höfði sinu og hjarta en þeir áttu þar fyrir, og það fylgir þeim upp frá því. Það er með nokkurri viðkvæmni og söknuði sem við ferðafélagar kveðjum þetta fólk, og ekki er þess að dyljast að nokkuð náin frændsemin okkar, nær allra gestanna, við Möðrudalsfólk dregur þar ekki úr. Það er einkennileg kennd þessi tilbrigði sinfóníunnar og mannlífsins hljómar í sálinni, sem snerta frændsemis- og vináttuböndin. Jón í Möðrudal leggur reiðver á sex hesta sína til að fylgja okkur úr hlaði, og við stigum á bak og höfum skíðin og stafina ruggandi á hnakknefinu, og látum stíga greitt í kalsaveðri. En þegar að Viðidal kemur er orðið hríðarlaust veður, og þar er gripið til skiðanna, en Jón heldur til baka með varanlegt þakklæti okkar og aðdáun, því vissulega er þetta fágætur maður. Og ég er að hugsa um, að þessa leið, nokkuð mikið lengri þó, fór hann einsamall á hesti fyrir nokkrum árum, og átti það erindi að tilkynna um voveiflegan atburð. Þannig bar við, að unglingsdrengur norðan af Hólsfjöll- um var léður til hjálpar austur í Möðrudal. Vann hann við gegningar úti við, þar á meðal vatnsburð í fötum, sem var mjög venjulegt þar sem sú heppni var fyrir hendi, að rennandi vatn var, ellegar brunnur. Nú var drengurinn í þessu tilfelli að taka vatn úr bæjarlæknum, sem féll fram af allháum móhellubakka. Enginn var vitni að slysinu, en drengurinn lá örendur undir lækjarbununni, og virtist hafa steypst þarna niður þegar vatnsbunan féll í fötuna sem hann hélt i haldið á, og skollið á höfuðið í harðan lækjar- botninn, og dauðrotast. Hugsum okkur slíka krossferð, einn á hesti um nær 40 km leið, að tilkynna vandamönnum svo voðalega frétt. Næturnar sem ég gisti í Möðrudal —Jón hafði þá sagt mér þessa sögu, og hlustaði á þessi myrku bomm-bomm högg í vatnshrútnum sem lyfti læknum upp í bæinn, fannst mér sem eins konar líkaböng væri að kveða mér þessa sögu. En ég hrekk upp frá hugsunum mínum, við erum komnir á skiðin, færið er brúklegt. Og að Grímsstöðum komum við í annað sinn klukkan fimm. Miðvikudaginn 15. marz er nokkurt frost og hríðarveður af norðaustri, sem þó léttir nokkra stund, og við erum ákveðnir að reyna að dragast í Mývatnssveit þennan dag. Páll á Grímsstöðum fylgir okkur vestur fyrir Jökulsá. Ekið er á tveimur sleðum með hestum fyrir vestur að ánni, síðan ferjar Páll okkur yfir á byttunni og eru krapaför í ánni til óþægðar, en ekki þó meiri en það, að Páil tók vænan hest, steingráan, sem þeir áttu Grímsstaðamenn, og var með útigöngustóði í bland við Mývetninga þarna vestan árinnar. Lagði Páll hestinn til sunds í ána á eftir byttunni, með beislistauminn innan borðs. Oft hafði ég lifað það að sullast á hesti yfir Skjálfanda- fljót þó krapaför væru og strykju þeim um síðuna, og oft lagt hesta og kýr þar til sunds á eftir byttunni í skikkanlegu veðri, en aldrei í krapaförum og frosti. En við kvöddum Pál, og horfðum á hann róa yfir ána, síðan sáumst við ekki. Klukkan var orðin ellefu þegar við lögðum frá ánni vestur á fjöllin, í mikilli hríð og versta skíðafæri, og er útlitið hreint ekki gott. En gangan er hafin og róið í áttina vestur og komið að Péturskirkju, en lítið dokað þar, enda ekki messulegt, en ætíð ef Pétur er nefndur eða kirkja hans þarna, dettur manni Egill Jónasson í hug, því hann sendi marga stökuna til Péturs, og var ekki í kot vísað, því að sá var ekki í vanda að svara fyrir sig. En kannski man ég best, þegar Egill kvað mér vísur sínar og Pétur kom mjög við sögu, og var faðmur hans þá það rúmur, að hann tók yfir allan fjallahringinn, frá Námaskarði að sjó, og allt var það Reykjahlíð. Merkilegir menn þeir, og kannski koma nýir merkismenn fram, ef friður verður til þess. Við höldum frá kirkjunni í Klaustur og borðum þar af nestisbita eins og á austurleiðinni, en stutt er staðið við, enda líður óðum að kvöldi. Og þó skíðafærið sé batnandi og hríðarólundin minni, er aldimmt orðið austan við Námaskarð. í Reykjahlíð komum við svo kl. 9 um kvöldið, og þeirri stund fegnastir, eða ég var það i það minnsta, og þá ekki síður matnum sem okkur var borinn og bólunum sem við fengum að hvílast í þessa næst síðustu nótt ferðarinnar. Margs þurftu Reykhlíðingar að spyrja, þó þeir viti allt um heiminn það sem sjón þeirra nær til, og fjölmargt án þess að sjá það, vissu þeir þó ekki allt um mannlífið í Möðrudal, og öllum held ég að hafi þxótt með ólíkindum vel sloppið hjá okkur, alókunnugum mönnum, að hreppa ald- rei verra veður á svo langri göngu og með svo fá kennileiti, ef út af hefði brugðið. Og mesta happið okkar að sjá hreindýrin á fjöllunum. Hitt þótti engum merkilegt, með slíkar hetjur sem höfðu vaðið í snjó ofan á sjálfri Jökulsá, þess utan kafað djúpt í höfuðskepnurnar á liðónýtum skíðaræflum og snærisbundnum togleðursskónum, að við höfðum komið nærri þeim stöðvum þar sem Kiljan arkaði um, þegar hann setti Bjart á bak hreintarfinum. J-immtudagur 16. marz, og það er hríðarveður þegar við örkum frá Reykjahlíð og stefnum í Kálfaströnd og Garð. Ólíkt er nú hér um að litast í Kálfaströnd í hríð, eða nokkuð mörgum árum fyrr, þegar við bræður, tveir, vorum sendir með hest og sleða að sækja silung í Mývatn^'veit, og við fengum að vera með þeim Isfeld og Valdimar við fyr- irdrátt í spegilsléttu vatninu í glampandi tunglsljósi. Sé slíkt ekki ævintýri eða opinberun fegurðarinnar, hvað getur það þá verið? í Garði þótti mér tvennt eftirtektarverðast. Það var ný- lega steypt heyhlaða, sem var 20 álnir á annan veginn en 6 á hinn. Hitt var klakhúsið með 320 þúsund sílum (hef ég vottað í vasabók). Er það kannski prentvilla? 28 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.