Heima er bezt - 01.01.1984, Blaðsíða 33
En hvað sem um allar Miðkvíslar og laxastiga er, setti ég
ungur nafn Þórðar í Svartárkoti sem eins konar formúlu
silungaklaks. Ekki efa ég að þau víðáttumiklu klakhús nú-
tímans sem á nokkrum stöðum hafa upprisið, eru meiri
völundarsmíð en klakhús Þórðar voru, og þar ganga líka
götur prúðbúnari menn í ríki nælons og plasts.
Við fengum hríðarlaust veður á göngu okkar að Græna-
vatni, sem nú verður okkar síðasti náttstaður í þessari ferð.
Bærinn að Grænavatni er tröll að vexti, og auðvelt var
ókunnugum að týna þar félögum sínum, enda rúmaði þessi
bær nokkur heimili og margt fólk, og hefir þar um langan
aldur verið rómað og merkilegt heimilislíf. Ég var ókunn-
ugur flestu þessu fólki, þó mjög hefði ég heyrt frá því sagt,
og það kom allt í sama stað niður, hvort rætt var um
búskap, þar sem hver skepna gljáði af velsæld en hlóð þó af
sér afurðum, eða tónlist, þar sem söngur og hljóðfæraleikur
barst um allan bæinn.
Ég var gestur Hólmfríðar Þórðardóttur Flóventssonar
frá Svartárkoti, og Jónasar Helgasonar, hins þjóðkunna
söngstjóra og brautryðjanda í tónlist, og mikið var gott
þarna að vera, en eins og ætíð á ferðalagi sef ég lítið sein-
ustu nótt fyrir heimkomu, og svo fór hér einnig.
Jónas lék á orgelið sitt um kvöldið upp úr sænsku karla-
kórssönglagabókinni, lögin sem ég hafði heyrt Mývetninga
syngja undir hans stjórn, og sé enn hvernig Fjörðurinn
blánar, þegar þeir sungu um það. Og ég laumaðist til að
rifja upp í huga bernskuminningu. Það var á ungmenna-
félagsfundi eða annarri slíkri heimilissamkomu, að ég
heyrði Hólmfríði, þá í Svartárkoti, leika polka á orgelið
heima, og ef einhver segði að Hólmfríður hefði ekki lagt
börnum sínum til músik í blóðið og margt fleira fágætt,
heldur hefði Jónas gefið þeim það allt, þá bara mótmæli ég
því! Og ekki þykir mér amalegt í dag þegar ártalið er 1983
þá skuli ég vera afi en Jónas langafi sömu blessuðu barn-
anna hérna ofan við Fellið.
Kstudagurinn 17. mars skín af himni, skær og fagur, og
varð okkur hliðhollur á skíðagöngunni á ská vestur yfir
Mývatnssveitina og til heiðarinnar, og af því svo skammt
var um liðið, þótti ekki ástæða til að grípa undir hrútana á
Helluvaði líka í bakaleiðinni, þó ég hefði vel getað unnt
Jóni á Bjarnarstöðum þess, því hann var hreint ekki fjár-
maður að uppgerð, heldur virtist honum það eðlisgróin
dyggð. Nei, við lögðum bara á Fljótsheiðina, þar sem hún
lá eins og opin bók, eða öllu heldur landabréf með ör-
nefnum sínum og einkennum.
Til eru heimildir um 23 staði, þar sem menn áttu híbýli
sín um lengri eða skemmri tíma, um alla víðáttu þessarar
heiðar, á milli Bárðardals, Mývatnssveitar og Reykjadals.
Og um þessa heiði samdi Tómas frændi minn Tryggvason,
sem síðar með miklum sóma bar nafnið jarðfræðingur,
langa prófritgerð á Laugaskóla, sem finna má í Ársritinu.
Jafnvel ég gæti skrifað margar blaðsíður um hinar fjöl-
breyttustu ferðir um þessa heiði, og oftar en hitt með burð
eða drátt, með hest eða skíði, í sólskini eða grenjandi hríð,
og oft í vondu færi. Nú þyrfti að grafa hér nokkra bæi úr
jörð til að kynna, sem áður þurfti úr fönn til að finna.
Tómas vissi ekki síður hvað heiðin var rík og hvað hún
var gróin og gjafmild, og hann vissi það gjörla, og betur en
ég. Hann hafði búið á bakka Engilækjar fram á mann-
dómsár, þess lækjar sem ort var um:
A aðra mílu í átt frá sjó
er það skrítinn kœkur.
Rennur hér í þröngri þró
þögull Engilœkur.
Hvort sem Hjálmar Stefánsson kvað eða einhver annar,
var sú kergja í þessum læk, að hann rann lengi inn til
landsins áður en hann varð að hverfa til Skjálfandafljóts og
gerast því auðsveipur allt til Bjargafjöru. En Tómas hvarf
af heiðinni og stundaði fullorðinn nám sitt og gerðist
merkismaður og brautryðjandi, svo sem Sigurður Stein-
þórsson, nemandi hans og starfsbróðir skrifaði skilningsríkt
um hann látinn. En ég á um hann minningarnar og nokkur
sendibréf, jafnvel sextíu ára gömul.
V, ferðafélagar höfum þegar gengið heiðina, og nú
loksins renna skíðin ofurlítið heimfús niður að Bjarnar-
stöðum, og ferðinni má heita lokið. Hér er aðeins eftir að
kveðjast og þakka fyrir góða samfylgd. Ungt fólk hafði þá
ekki lært að segja þegar það kvaddist á hlaðinu: „Ég bið að
heilsa ykkur“. Það skiptir ef til vill ekki öllu máli, hvað af
þess háttar tiktúrum ræður sig í vist í kveðjum manna, hitt
skiptir okkur meiru máli, þessa ævintýra- og fjallamenn, að
tveir okkar, eða þeir Jónas Baldursson og Sigurður Jóns-
son, hurfu okkur í blóma lífsins „inn í móðuna miklu“, eins
og prestur orðaði þess háttar í kveðjuræðu sinni. Við hinir
þrír þraukum enn, og líklega með kæk Engilækjar, hálft í
hvoru gegn lögmálum, eins og morgunblaðsmenn sögðu að
Jónas frá Hriflu hefði ætlað vatninu að renna í áveitu-
skurðinum, þó við tryðum því nú ekki framsóknarmenn, og
vissum betur.
Jón á Bjarnarstöðum fylgdi mér á hesti yfir Svartána,
síðan rölti ég með skíðin fram með Stórutungulæknum og
suður að Túnhylnum, þar sem byttan beið vestan megin
fljótsins, en ég „kallaði ferjuna“ eins og það hét, og var ég
fljótlega sóttur heiman frá Mýri.
í einkennilega bláleitri birtu slær kvöldroða á minning-
arnar, og veitir engum af í dag.
Höfundur þessarar
frásagnar, Jón
Jónsson, er bóndi í
Fremstafelli í Ljósa-
vatnshreppi, S.-Þing.
Árið 1982 gaf hann út
Ijóðabókina ,, Hjart-
sláttur á þorra“.
Heimaerbezt 29