Heima er bezt - 01.01.1984, Page 39

Heima er bezt - 01.01.1984, Page 39
Heimilisfangið er: FÁLKI ■z. í Amsterdam í Hollandi er talið að um 1000-2000 bát- ar ,,séu í byggð“. Þeir liggja bundnir við síkisbakkana og eru aldrei hreyfðir, en bjóða upp á ýmis nútíma þæg- indi, eins og rafmagn, síma og sjónvarp. Garðar Björgvinsson er fæddur og uppalinn á Raufar- höfn. Hann býr í bát sínum, Fálka ÞH 260, frá því um mánaðamótin mars-apríl ár hvert, og dvelur þar fram í september eða október. Yfirleitt einn, á sjó eða við bryggju á Raufarhöfn. Hann er því einn fárra íslendinga sem hefur tekið upp þessa lifnaðarhætti sem þykja svo eftirsóknarverðir í Amsterdam og víðar, svo ekki sé minnst á auðkýfingana á snekkum sínum hér og þar um heimshöfin. Garðar hefur annars um 17 ára skeið rekið bifreiða- verkstæði í Hveragerði og þar býr hann ásamtfjölskyldu sinni yfir veturinn. Margir kannast við Garðar undir stöðuheitinu ,,útgerðarmaður á Raufarhöfn“, því þann- ig hefur hann auðkennt sig í rúmlega 40 blaðagreinum, sem einkum hafa birst í Dagblaðinu Vísi og Degi á Akur- eyri. Hvers vegna vill hann búa í bát? ,,Mér þykir þetta líf frjálst og gott“, svarar Garðar og klappar Fálka, sem hann lauk sjálfur við að smíða 1975, eftir að Bátalón hafði lagt til skrokkinn. Heima er bezt 35

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.