Heima er bezt - 01.02.1989, Qupperneq 3
HEIMA ER
BEZT
2. tbl. 39. árg. FEBRÚAR 1989
Bolli Gústavsson í Laufási
,,Nú er öld snúin“ -
eða hvað? - Leiðari 38
Örn Ingi
,,Þá féll okkur allur
ketill í brók“
Spjallað við Angantý
Einarsson
kennara og refaskyttu
á Raufarhöfn 40
Magnús Helgason
frá Birtingaholti
Afengisnautn með
forfeðrum vorum
Söguágrip - Fyrri hluti
Formálsorð ritar Bolli
Gústavsson 45
Kári Tryggvason frá Víðikeri
Kvæðið um krumma
Veiðibjöllurnar
- Tvö ljóð 50
Theodór Gunnlaugsson
frá Bjarmalandi - IX
Dýravinur eða?
Bernskuminning
Síðari hluti 51
Sögulegar
ljósmyndir XV
I skemmtiferð að
Hraunsvatni 55
Kristín Jósefsdóttir
í Watertown, Suður-Dakota
Á Möðruvöllum 56
Bolli Gústavsson í Laufási
„Hjallarnir voru alltaf
fullir af fiski“
Viðtal við Jóhann
Þ. Kröyer - VII. hluti 61
Rögnvaldur Eriingsson
frá Víðivöllum
Snær og Mjöll
Framhaldssaga 2. hl. 65
Bolli Gústavsson í Laufási
Bókahillan 71
Forsíðumyndin:
Angantýr Einarsson,
kennari og refaskytta
á Raufarhöfn.
Ljósm.: Örn Ingi.
út í bláinn, því að það styðst við
reynslu annarra þjóða í þessum
efnum. Drykkjuskapur barna er því
miður allalgengur með öðrum
þjóðum, einkum hinum miklu öl-
drykkjuþjóðum. Og þetta er eðli-
legt, því að þar sem öl er almennt
notað með mat og ölglas stendur á
hverju borði, verður jafnan einhver
meiri eða minni lögg eftir í glösunum
fyrir börnunum, sem fljótlega venj-
ast á ölið með þessu móti engu síður
en fullorðna fólkið." Þessum fullyrð-
ingum til stuðnings vitnar Vilmundur
í skýrslur skólalækna í Berlín, sem
sýna að 4/5 barnanna þar drekka
meira og minna. En ekki er unnt að
vitna hér meir í athyglisverðar tölur
í þingræðu læknisins.
En í sókn sinni gegn ölfúsum naut
Vilmundur stuðnings áhrifamikilla
manna á Alþingi. Þar var fremstur
í flokki forsætisráðherrann, Tryggvi
Þórhallsson. Er það alkunna, að
hann beitti sér af mikilli einurð gegn
áfengisneyslu og veitti aldrei áfengi
í þeim veislum, sem hann stóð fyrir
sem ráðherra. Þannig var það á Al-
þingishátíðinni 1930, að ekki var
neitt vín á borðum, þegar ríkisstjórn-
in stóð fyrir máltíðum eða bauð til
þeirra. Þetta frumkvæði Tryggva
hafði þau áhrif, að ekki bar á neinni
drykkju á hinni fjölmennu hátíð á
Þingvöllum.
Rök Vilmundar landlæknis og
Tryggva Þórhallssonar gegn bjór-
frumvarpinu voru um flest þau sömu
og þeirra fáu og hógværu radda, sem
meirihlutanum tókst að þagga niður
á liðnu ári, svo að gamla frumvarpið
frá 1932 var borið fram til sigurs við
mikinn fögnuð þeirra alþingismanna,
sem ætla að kenna löndum sínum að
drekka í hófi. Þannig minnist Alþingi
aldarafmœlis Tryggva Þórhallssonar.
B.G.
Heima er bezt. Þjóðlegt heimilisrit. Stofnað árið 1951. Kemur út mánaðarlega. Útgefandi: Bókaforlag Odds Björnssonar. Ritstjórí: Bolli
Gústavsson í Laufási. Ábyrgðarmaður: Geir S. Björnsson. Heimilisfang: Tryggvabraut 18-20, pósthólf 558, 602 Akureyri. Sími 96-22500. Áskriftargjald
kr. 1.690,00. í Ameríku USD 30.00. Verð stakra hefta kr. 200,00. Prentverk Odds Björnssonar hf.
Heima er bezt 39