Heima er bezt - 01.02.1989, Side 22
Séra
Davíð
Guðmundsson
prófastur
á Hofi.
í sýslunni var hann um fjölda ára, gerði túnasléttur, fram-
skurð á mýrum og vegabætur; hann skildi verklægni og
gerði alt sem hentugast. Menning í öllum greinum var hans
markmið. Fjölda af lærisveinum við smíðar hafði hann
lengst af, og þeir sem lærðu hjá Daníelsen þóttu afbragðs
smiðir að útsjón og fögrum smekk. Á unga aldri fór Þor-
steinn til Hafnar að læra smíðar; þar tók hann eftir mann-
dáð og menning, sem átti við hans stórhugaða sinni. Kona
hans, Margrét Þorláksdóttir, merkiskona, var manni sínum
samhent í forstandi, hreinlæti, dáð og drift. Mörg fóstur-
börn höfðu þau hjón eðlileg, og lánuðust vel. Þeim var
kennt að vinna og læra það sem þarflegt er. Ein af fóstur-
dætrum þeirra var alla tíð heima, að nafni Ragnheiður
Einarsdóttir; hún var ekkja með unga dóttur, sem ætíð var
kölluð Lauga litla á Lóni, einkar myndarleg stúlka, Gunn-
laug Gunnlaugsdóttir; mun hún og maður hennar, Þor-
steinn Daníelsson yngri, frændi Þorsteins á Lóni, hafa tekið
við þessu höfuðbóli norðanlands að hinum látnum, og
kannski búa þar enn. Vistin á Lóni var ágæt, allir töldu sig
heppna að komast að Lóni, matarskammtur góður og
mikill og notalegt heimili; til dæmis voru aldrei brúkaðir
rúggrautar á Lóni, heldur grjónamjölsgrautar og smér til
viðbits, sem víða var brúkað afrennsli á þeim tíma. Líka var
sagt að kaupgjald fólksins á Lóni væri meira en almennt
gerðist, enda voru stúlkurnar á Lóni klæddar eins og
kaupstaðadömur þegar þær komu til kirkju að Möðruvöll-
um. En eins og allir miklir menn, sem skara fram úr í
dugnaði, þótti Daníelsen vinnuýtinn, en fólkið á Lóni fór
sínu fram, því sjálfur var hann allur við smíðar, en hafði
ráðsmann fyrir búinu, svo fólkið á Lóni hafði það frjálslegt
án þess þó að slá slöku við nokkru, sem þurfti að gerast, því
bú var stórt. Æðarvarp var þar í fögrum hólma í hinni
gömlu Hörgá, sem tilheyrði Lóni. En Þorsteini sárnaði
deyfðin og dáðleysið í landinu; hann sá ekki að þjóðin var
reyrð í ófrelsis- og örbirgðarbönd um margar aldir, þó
fáeinir menn, sem gæddir voru framúrskarandi hugarþreki
og líkamsatgerfi væru færir um að hefja sig yfir þrengsli
ófrelsisins og skína eins og blóm á öræfum. Hann brá
mörgum um leti og ódugnað. Dugandi menn til fram-
kvæmda voru honum kærir. Sjálfur var hann mesti fjör-
maður, uppi á hverjum morgni fyrir allar aldir; en fram-
úrskarandi menn eins og hann var, eru aldrei metnir né
virtir að verðleikum af samtíð sinni; þeir eru eins konar
spámenn, sem sjá í anda að mannlífið þarf ekki að búa við
sult og seyru; forsjónin hefir ekki ætlast til þess, heldur er
mönnum ætlað að lifa réttlátu hugsanafrelsi og lífsþæg-
indum, sem náttúran veitir með aukinni þekking og víðsýni
frelsisins. Nú er það komið fram, sem Þorsteinn sá í anda;
þekking og frelsi er fengið og með því ný öld af möguleik-
um til viðreisnar og menningar, bjargar og blessunar á sjó
og landi.
Eg var unglingur á Möðruvöllum, eg var þar fjögur síð-
ustu árin á íslandi, eða frá 1876-1880. Hjónin á Lóni voru
þá um áttrætt, því þau fylgdu öldinni, sem kallað var. Þau
komu til kirkju að Möðruvöllum. Gamli maðurinn var þá
ærið heyrnardaufur, stóð hann þá upp við einn píláran,
sem aðskildi kórinn frá framkirkjunni, meðan stóð á ræðu
prestsins. Mér fannst eg sjá gleði trúarinnar skína um andlit
hans.
Daníelsen var meðal maður á hæð, þrekinn og vel vax-
inn, höfðinglegur og fríður, snjall í máli og hugsaði ljóst um
menning og framfarir, að endurskapa landið, vekja þjóðina
til nýrra dáða, var hans ósk og von. Ég dáðist að menning
Þorsteins, og óskaði að sem flest heimili á íslandi væru lík
Kirkjan á Möðruvöllum.
58 Heimaerbezt