Heima er bezt


Heima er bezt - 01.02.1989, Síða 19

Heima er bezt - 01.02.1989, Síða 19
SÖGULEGAR LJÓSMYNDIR XV Ari Leó Björnsson tók myndina. I skemmtiferð að Hraunsvatni Hér má sjá nokkra Eyfirðinga á ferðalagi. Þeir munu allir vera úr Hrafnagilshreppi. Eetta var á sumardegi, nokkru fyrir 1930. Og farkosturinn er með tvöföldu húsi, eins og kallað var. Það er úr timbri og sæti fyrir tvo eða þrjá aftan við ökumanninn. Uppi á palli hafa verið festir þrír bekkir, sem minna óneitanlega á gömlu, hörðu kirkjubekkina. Bíllinn stendur þarna á bakka Öxnadalsár eftir langa ferð framan úr Firði, norður Kræklingahlíð, vestur yfir Moldhaugnaháls, fram Þelamörk, yfir Bægisá og inn Öxnadal. Þar hafa ferðamenn áreiðanlega sungið ljóð Hannesar Haf- stein, ,,Þar sem háir hólar / hálfan dalinn fylla,“ og minnst listaskáldsins góða, Jónasar Hallgrímssonar, undir hraundröngum. í túnjaðri Hrauns var stigið af bílnum og gengið upp grýtta hlíð upp að Hraunsvatni, þar sem séra Hallgrímur, faðir Jónasar hafði forðum stundað silungsveiðar. En hann fórst þar í vatninu og hermir sagan að það hafi haft djúp áhrif á sveininn unga, sem vænta mátti. Ymsir kunnir menn hafa tekið þátt í þessari ferð Eyfirðinga, svo sem sjá má af myndinni. Uppi á hús- inu situr Jónas Pétursson, fyrrum alþingismaður, og er með góðan hatt á höfði, þótt æði langt hafi verið í þingmennskuna þá. En sá sem situr þar uppi og lætur kaskeitið halla út í annan vangann, er Baldur Eiríksson kunnur hagyrðingur og skáld, sem orti löngum undir dulnefninu Dvergur. B.G. 1. Þorbjörn Indridason, Botni. 2. Hreiðar Eiríksson, Dvergsstöð- um. 3. Hallgrímur Indriðason, Botni. 4. Ottó Pálsson, Reykhúsum. 5. Asa Eiríksdóttir, Dvergsstöðum. 6. María Indriðadóttir, Botni. 7. Tómas Jónsson, Kroppi. 8. Helgi Pétursson, Hranastöðum. 9. Kristbjörg Pétursdóttir, Hranastöðum. 10. Jón Hallgrímsson, Reykhúsum. 11. Kristján Samúelsson, Víðigerði. 12. Ingvar Brynj- ólfsson, Stokkahlöðum. 13. Sigríður Hallgrímsdóttir, Reykhúsum. 14. Jónas Pétursson, Hranastöðum. 15. Guðmundur Guðmunds- son, vinnumaður Grund. 16. Baldur Eiríksson, Dvergsstöðum. 17. Krístinn Jakobsson, Stórhóli (Espihóli). 18. Freyja Eiríksdóttir. Heimaerbezt 55

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.