Heima er bezt - 01.02.1989, Side 5
Asgrímur Hólm Kristjánsson við grenjaleit.
Angantýr og Auður Asgrímsdóttur ásamt dótturbörnunum Ein-
ari og Þórhöllu.
tók að mér að hjálpa tengdaföður mínum en hann hafði þá
verið einn við veiðarnar í 17 sumur.
— Var það ekki heldur óvenjulegt?
— Jú, örugglega, — mér skilst að veiðistjóri mæli svo
fyrir að menn eigi að vera tveir saman á grenjum af ör-
yggisástæðum.
— Hvers vegna fékk hann þá að vera svona lengi einn
við veiðarnar?
— Ja, — þetta gekk mjög vel hjá honum. Ásgrímur
Hólm Kristjánsson — hann var í daglegu tali nefndur
Hólmi — var afburða hreystimenni og duglegur, svo þetta
hefur verið látið afskiptalaust, ef til vill líka af fjárhags-
ástæðum, því auðvitað er einn maður ódýrari en tveir.
Einnig tel ég það nokkuð vist að hann hafi jafnvel frekar
viljað vera einn því hann kunni einverunni vel. En svo kom
að því að hann laskaðist á heilsu, fékk kransæðastíflu, og þá
var hann ekki lengur maður til að bera allan þann útbúnað
sem til þarf í svona útivist. Nú, ég fann það á honum að
hann langaði til þess að halda áfram þessu starfi, svo ég
bauð honum að ég skyldi fara með honum sem eins konar
burðarmaður, því ég hafði nú alls ekki neina trú á mér í
þessa veiðimennsku svona fyrst í stað.
— Varstu þá vanur fjallgöngum og útilegum?
— Já, ég var það, — ég hafði löngum stundað það, —
svona til að sækja andlegan þrótt.
— Fór svo Ásgrímur að kenna þér?
— Já, — það þróaðist mjög fljótt út í það, enda var
leiðinlegt að sitja aðgerðalaus og heldur ekki leggjandi á
heilsuskaddaðan mann að liggja tímunum saman hreyf-
ingarlaus við greni. Það er víst nógu erfitt fyrir fullhraustan
og betra að menn séu ekki kulsælir. Og svona eftir fyrstu
grenin, þá var ég alveg farinn að fást við þetta til jafns við
hann. Hann lá þá oftast á daginn en ég tók við um kvöld-
matarleytið eða þegar rask hafði orðið á greninu, t.d. þegar
læðan var unnin.
Fyrst í stað fannst mér veiðin svo spennandi að við lá að
mér sortnaði fyrir augum og hjartað ætlaði að hoppa út um
eyrun af æsingi þegar tófan birtist eftir margra klukku-
stunda þögla og hreyfingarlausa bið en núorðið tek ég
þessu með jafnaðargeði, með aukinni reynslu og skotfimi.
Auk skotmennskunnar er nauðsynlegt að kunna að rata í
þokunni sem er þrálát á Útnesinu þar sem kennileiti eru af
skornum skammti. Fyrsta sumarið þurftum við að merkja
öll grenin, en þau eru milli 80 og 90 á öllu svæðinu, og þá
var mér það með öllu óskiljanlegt hvernig Hólmi gat fundið
sum grenin í endalausri urð og þar á ofan í sótsvartri þoku.
Þetta fannst mér allt að því ofurmannlegt, en þetta get ég
sjálfur núna og er sönnun þess að ratvísi er ekki aðeins
meðfædd náðargáfa, hún lærist ef menn hafa augu opin.
— Komuð þið ykkur kannski upp þöglu táknmáli þegar
þið láguð saman á grenjum?
— Nei, — það gerðum við ekki en við vorum farnir að
vinna saman sem einn maður og samkomulag okkar var
eftir því. Mér er minnisstætt eitt atvik þegar við lágum á
greni þar sem við höfðum ekkert skotbyrgi, urðum bara að
klessa okkur einhvers staðar ofan í jörðina, en vorum samt
þannig að við sáum vel til hvors annars. Eftir allnokkra bið
fann ég það mjög glöggt að við fundum það báðir á okkur
samtímis upp á sekúndu að refurinn var að nálgast.
Venjulegast má marka töluverða breytingu á fuglakvakinu
og svo getur hugboðið hjálpað til. En þarna í þessi tilfelli
var það óvenjulegt að báðir refirnir komu að samtímis og
þá kannski voru áhrifin enn öflugri fyrir vikið.
En samstarfi okkar Ásgríms lauk með heldur sviplegum
hætti. Við vorum að taka okkur upp til að fara á greni, — en
ákváðum að fara út í Skoruvík sem var úr leið frá því greni
sem við ætluðum að vinna. Veðrið var ekki alveg upp á það
besta, þokuslór og regnslitringur en bjartviðri og þurrviðri
er næstum skilyrði fyrir góðum árangri. Við hituðum okkur
drykk og spjölluðum saman m.a. um liðna tíð á Langanesi.
Heima er bezt 41