Heima er bezt


Heima er bezt - 01.02.1989, Side 15

Heima er bezt - 01.02.1989, Side 15
Úr skrínu Theodórs Gunnlaugssonar frá Bjarmalandi - IX Dýravinur eða? (Bernskuminning - Síðari hluti) II. Þegar ég var átta ára, komst ég í náin kynni við tvo hrafna. Það var kyrrt sólroðið júlíkvöld. Ég fór að svipast eftir kvíaám, skammt upp fyrir bæinn heima, upp á svonefnd- um Litla- og Stóra-Jarðbakka. Ég þekkti kvíaærnar oftast til að sjá á því, að þær voru blakkari og sneggri á kroppinn en aðrar kindur. Þegar ég kom upp á Stóra-Jarð- bakkann, sá ég þrjár grunsamlega blakkar kindur, rétt sunnan við svo- nefndan Einbúa, sem rís þar upp af móunum nokkru sunnar. Ég tók strax sprettinn beint á kindurnar og dró ekki af. Austan við Jarðbakkann eru mjög stórþýfð móastykki. Urðu þar á leið minni tveir hrafnar. Þeir hoppuðu þúfu af þúfu, krúnkuðu hátt og virtust óvenju glaðir. Og þeir voru svo gæfir, þótt ég stefndi á þá, að mér leist hreint ekki á blikuna, því illan bifur hafði ég á hröfnum. Ég var búin að sjá ýmislegt misjafnt til þeirra, eins og hennar kisu minnar. En sá var munur á að ég ann henni en var í nöp við þá. Án þess að gruna nokkuð hleyp ég fram á fullorðna kind, á milli þúfna. Hún jarmar svo átakanlega, að mér rennur kalt vatn milli skinns og hörunds. Ég snöggstansa. Blasir þá við mér sú sjón, er nú skal greina: Kindin liggur á bakinu (afvelta), brýst um og reynir að lyfta höfði, en getur það naumast. Hún gapir og jarmar aftur, hásum og sterkum rómi. EN - hvar eru augun? I stað þeirra sé ég djúpar, blóðugar holur, og alblóðuga vanga. Við þessa sjón verð ég svo gagntekin af skelfingu, að ég kann ekki fótum mínum forráð. Ég þeytist burt frá ánni og tvísteypist fyrsta spölinn en kemst fljótt á fæturnar aftur. Og hágrátandi held ég sprettinn heim, til að segja fréttirnar. Þessi atburður hefur vafalaust orð- ið til þess valdandi að síðan ber ég mikla beiskju í brjósti til hrafna, - beiskju, er stappar nærri hatri. Öll kynni mín af þeim síðan hafa líka haldið þessum kala við. Ég hefi ár- lega verið áhorfandi að mörgum átakanlegum harmleikjum, sem hrafnar áttu sök á, ekki vitandi vits, heldur til sjálfsbjargar og af eðlis- hvöt. Ég hef oft haft góða aðstöðu til þess að fylgjast með þessum at- höfnum þeirra, tímunum saman. Ég hef séð þá gera hnitmiðaðar árásir á veikburða, afvelta og ósjálfbjarga kindur. Og oftast hef ég komið of seint til hjálpar. Þeir hafa stungið göt á kviðin, öðru hvoru megin aftan við öftustu rifin, við bringubeinið, og þar hefur seitlað út bæði mör og gor. Við slíkar árásir hef ég séð þá, næst- um undantekningarlaust tvo saman. Hyggindi hrafna og vitsmunir birt- ast í mörgum myndum. Þó held ég að eggja og hreiðurleit foreldra, með fleyga unga, taki þar flestu fram. Þegar þeir leita að hreiðrum í þéttu víðikjarri, þá raða þeir sér bókstaf- lega, hlið við hlið, eins og fjárleit- armenn í mjög leitóttu og sundur- skornu landi. Og stundum hef ég ekki betur séð en foreldrarnir hafi ungana alla í skipulegri röð á milli sín. Sú leit ber líka svo góðan árang- ur, þar sem andir og rjúpur verpa, að furðu gegnir. Fáir munu gera sér ljóst, hve gífur- legt tjón ein hrafnafjölskylda getur gert, á vissum svæðum, eggjum og ungum ýmissa fuglategunda. Og hvað þá þegar tugir þeirra halda til á takmörkuðu svæði. Það er ein ástæða þess, hve geigvænlega fugla- tegundum hefur hrakað hér á landi, síðustu 3-4 áratugina. Marga hrafna hef ég skotið um dagana, bæði í byggð og á fjöllum uppi. Og einu sinni gerði ég það sem margir mundu kalla níðingsverk. Ætlun mín er nú að segja þá sögu: Skammt frá byggð lá ég eitt sinn á greni. Það var ofarlega í dalverpi. Skammt þar ofan við þrengdist dal- urinn og myndaði gil í hálendið. I þessu gili er klettabelti. Neðst í því sprettur upp á, sem rennur niður eft- ir dalnum miðjum. Hann er mjög gróðurríkur. Þar skiptast á birki- runnar, lyng og víðimóar, grasdokkir og blómabrekkur. I dalnum virtist þá óvenju mikið af lóum og rjúpum, talsvert af þröstum og þúfutitt- lingum, en ekkert af spóum. I stafalogni, seint að kvöldi lagðist ég við grenið. Loft var þungbúið en þó úrkomulaust. Ég var ekki búinn að liggja hjá greninu nema litla stund, þegar ég heyrði lóu bía niðri í dalnum. Ég kannaðist fljótt við þessa stöku, langdregnu, sáru og sí- endurteknu tóna. Þeir voru aðvörun- armerki um nálæga hættu. Ég bjóst við að þarna væri önnur tófan, sem heima ætti í greninu, á ferð og greip því sjónaukann. Sá ég þá fljótt ástæðuna. Hún var önnur en ég ætl- aði. Er þá ekki hrafn á stjái, skammt frá lóunni, sem mest bíaði. Hann hoppar þar á þúfum og er sýnilega í miklum önnum. Skyndilega flýgur hann og stefnir upp dalinn og beint í gilið. Ég sé glöggt, í sjónaukanum, að hann ber egg í nefinu. Vissi ég þá strax hvernig í öllu lá. Það áttu fleiri ræningjar hér heima en tófurn- ar. Eftir litla stund kemur svo krummi aftur og tekur annað egg, í sama móastykkinu og flýgur með það Heima er bezt 51

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.