Heima er bezt - 01.02.1989, Blaðsíða 25
BOLLI GÚSTAVSSON:
„Hjallamir voru alltaf
fullir af fiski“
Viðtal við Jóhann Þ. Kröyer
um œvi hans og störf
VII. hluti
lofgerð Davíðs Stefánssonar, er hann leit fjörðinn loks eftir
langan dag og seyddur um sólarlag sigldi þar inn. Þetta
myndræna og hjartnæma ljóð vekur alltaf ótal minningar í
huga mér allt frá æskudögum. Fyrir mér voru Múlinn og
Gjögurtá eins og óhagganleg varðtröll og oft leit ég geisla-
dansinn berast inn sólgyllt sund. En í þetta sinn var kannski
ekki rætt svo mikið um skáldskap, þótt fegurð fjarðarins léti
okkur ekki ósnortna fremur en endranær.
Á leiðinni fyrir Oddeyrartangann segir Vilhjálmur við
mig:
— Þú ert kannski dálítið hissa á þessu ferðalagi okkar?
— Ég jánka því, en þá heldur hann áfram: — Ég er að
spekúlera í þvi að kaupa eða leigja einhverja aðstöðu af
Páli Bergssyni. Þótt kaupfélagið hafi komið sér fyrir í eyj-
unni, þá er það alls ekki með þeim hætti, sem ég hafði
hugsað mér. Hlutverk Hríseyjar á að verða meira, en það er
nú. Ég hefi raunar látið mér til hugar koma, að i framtíð-
inni verði hún miðpunktur verslunar og viðskipta hér í
firðinum. —
Sennilega hefði þessi hugsjón Vilhjálms orðið að veru-
leika, ef ný flutningatækni hefði ekki verið jafn skammt
undan og brátt kom á daginn. Á þessum tíma var varla
hægt að segja að bílaöld væri upprunnin hér. Það var að
vísu þegar nokkuð um bíla, en engar fastar ferðir höfðu
verið teknar upp með þeim, enda voru þeir alls ekki til
þungaflutninga og vegir voru vægast sagt harla ófull-
í land að menn fréttu af
XLV
Hríseyjarferð
Líður nú fram á vetur 1929. Dag nokkurn hringdi Vil-
hjálmur Þór í mig og bað mig að finna sig. Þetta var rétt um
hádegisbil og ég fór þegar upp til fundar við hann. Sem fyrr
sneri hann sér þegar að erindinu og sagði: — Heyrðu, viltu
ekki koma með mér út í Hrísey á eftir? — Ég gapti auðvit-
að, því nú var miður vinnudagur og þetta þótti nokkurt
ferðalag í þá daga. Hann brosti að undrun minni og hélt
áfram: — Já, ég ætla að fara úteftir með Unni. — Unnur
var þá flóabátur, en bræður Vilhjálms, Jónas og Jón, áttu
skipið og höfðu einnig gert það út á síld. Þá var Unnur í
áætlunarferðum um tíma.
— Unnur fer með salt út á Grenivík, — hélt Vilhjálmur
áfram, — vegna mótorbátanna þar, og ég er að hugsa um
að fá Jón Björnsson skipstjóra til þess að skjóta okkur í land
í Hrísey, áður en hann losar saltið, en sækja okkur aftur,
þegar hann hefur lokið erindi sínu á Grenivík. Ertu nú ekki
til með að koma með mér? Ég á einmitt erindi við Pál
tengdaföður þinn. — Ég tók þessu að sjálfsögðu vel og eftir
hádegið lögðum við af stað út Eyjafjörð. Þegar fagurt er
veður er vart hægt að hugsa sér ánægjulegri siglingaleið,
enda hefur hún veitt skáldunum innblástur og ber þar hæst
Heima er bezt 61