Heima er bezt - 01.02.1989, Qupperneq 17
upp að klettinum og miða upp í
loftið. Heppinn var ég að setja strax
annað skot í byssuna. Það gerir
vaninn. Vængsúgurinn nálgast.
Þarna birtist hann, hátt uppi, og
sveiflar sér yfir gilið, þar sem ég
skaut hinn. Annað skot bergmálar.
Hrafninn steypist og hringsnýst í loft-
inu, - vængbrotinn. Samt þegir
hann. Hann kemur niður í brekkuna
á móti mér, bröltir og stendur upp.
Annað skot. Hann hnígur út af. Þá
var þessu lokið. Mér létti stórum.
Eg hélt ég mundi ekki hitta hann.
Mð var langt síðan ég hafði verið
eins óstyrkur að miða byssunni. Það,
sem eftir er, verður léttbærara, hugs-
aði ég. Og - þó fellur mér það verst.
Og svo á ég bara eitt skot eftir, bara
eitt.
Ég læðist fram á bjargbrúnina,
skamt frá hreiðrinu og gægist. Parna
eru þeir allir, fjórir. Þeir húka hreyf-
ingarlausir og þögulir en horfa í vest-
urátt, þangað, sem ósköpin dundu
yfir áðan. Nú sýnist mér tveir þeirra
horfa á mig., Þeir halla undir flatt,
velta vöngum, líta upp fyrir sig og
ég sé svört tindrandi augu, sem lok-
ast við og við.
Því miður stendur einn unginn til
hliðar, hinir eru gefnir. Nú vandast
málið. Sjálfsagt kemst ég í hreiðrið,
en ekki er það hættulaust. Ungana
léti ég hvort sem er ekki liggja þarna,
þótt þeir féllu. Nei. Það skyldi aldrei
verða. En best væri að skjóta þá alla,
- best fyrir þá. Það væri ólíkt betra
en að bíða mín.
Ég krunka lágt. Hvílík breyting.
Ungarnir þyrpast saman, teygja sig
í áttina til mín og taka undir. Ég tek
í gikkinn. Einn steypist niður af syll-
unni, hinir liggja kyrrir. Sá, er niður
féll, bröltir þar örlítið um og hverfur
á milli steina. Ég kemst niður fyrir
klettinn og hraða mér þangað. Þarna
liggur hann á bakinu og gapir en aug-
un eru lokuð. Ég tek þétt um væng-
ina, báðum höndum, sný baki hans
niður og þrýsti að síðunum. Unginn
andar ekki en hjartað slær. Höfuðið
hangir máttvana niður. Ég bregð
honum á loft og slæ hnakkanum eld-
snöggt við blágrýtisstein. Þá lokast
nefið og titringur fer um kroppinn.
Eftir nokkra snúninga er ég búin
að ná ungunum og foreldrum þeirra.
Ég raða þeim öllum í klettasprungu
við gilbotninn. Þar hyl ég þá vel með
lyngi og grasi og legg svo nokkra
steina ofan á.
Fyrri hrafninn er ég skaut, var
móðirin. í nefinu hafði hún haft ný-
legt mörstykki og lakapart úr kind.
Maki hennar hafði, á einhvern hátt,
skynjað hættuna og hraðað sér á
vettvang. Sennilegt er að heyrnin
hafi tilkynnt honum hin válegu tíð-
indi.
Þegar ég geng heim að greninu,
með tófuna í hendinni, bía lóurnar
hátt. Og það er ekki að ástæðulausu.
Ég er sannarlega varhugaverður líka,
þó ég hafi ekki svarta vængi. Þær vita
ekki að fyrst og fremst var þessi för
farin þeirra vegna. En - lífið er tor-
ráðið. Það er ekki von að þið, -
blessaðar lóurnar mínar, - skiljið
það. Nei. Það er ekki von. Svo mikið
ber þar á milli okkar, í mannheimi.
Og - samt treysti ég því að dómur
ykkar verði mér til hugarléttis við
hinstu skuldaskilin.
Júní 1960.
m.
Skyldi ég enn verða að gefast upp?
Og þetta er fjórða ferðin. Svartbak-
urinn hefur nú tekið flesta duggand-
arungana, skömmu eftir að þeir fóru
á ról, með mæðrum sínum. Kannske
nokkrar endur eigi eftir að unga út,
ef hrafninn hefur þá ekki séð fyrir
því?
Ég kúri vestan undir háu barði,
sem er austan við vatnið heima, hjá
svonefndum Kerlingarhól. Það fer
illa um mig og mér er kalt. Ég var
sá klaufi að taka ekki með mér neina
skjólflík.
Það er júnímorgun, klukkan ekki
fimm, kyrrt veður og sólskin. Ég ætl-
aði þó sannarlega að vera á undan
honum núna. Ef til vill kemur hann
ekki? Síðast kom ég of seint. Þeir eru
snemma á ferð á morgnana, þessir
karlar, jafnvel á undan hröfnunum.
Þetta er þriðji víkingurinn, í mörg ár,
áreiðanlega sá versti og lang vara-
samasti. Það er engu líkara en hann
hafi alltaf hugboð um það hvar ég
leynist. Meira að segja í þokunni
síðast, flaug hann ekki í færi. En
röddin gaf til kynna hvar hann
grunaði hættu.
„Gva - gva - gva - gva,“ heyrðist
utan úr þokunni, lágum hvíslandi
rómi. „Gva - gva - gva - gva.“ Þá
gramdist mér.
Fjörutíu til fimmtíu unga, fyrir
víst, er hann búinn að taka og lang-
flesta duggandarunga. í rigningunni
í gær, þegar við Helgi bróðir vorum
að slá yzt á túninu heima, sá ég baksa
taka þrjá, hvern á fætur öðrum, frá
einni duggöndinni, og þá síðustu,
sem hún hafði. Það er sárt að horfa
á þetta dag eftir dag og án þess að
geta nokkuð hjálpað. Og allra
gremjulegast er það núna, þegar
krummi hefur rænt með minnsta
móti af eggjunum. Stundum hefur
hann hreinsað hvert einasta dugg-
andarhreiður.
Að sjá hvernig svartbakurinn gríp-
ur ungana, hvernig sem móðirin
reynir að verja þá með hljóðum og
vængjaslætti. Hann grípur þá venju-
lega um hálsinn ofarlega, flýgur með
þá spriklandi í burtu - oft stutta leið
- og gleypir þá spriklandi. Svo byrjar
hann aðra umferð.
Þetta eru allt lífsreyndir karlar,
sem komast upp á svona veiðiaðferð.
Allir, sem ég hef skotið og tekið hafa
unga og silunga úr netjunum, voru
karlfuglar. Þessi þræll byrjar vafa-
laust á silungunum, þegar ungarnir
eru búnir. Hann finnur hvað þar er
auðfenginn mataraflinn. Sennilega
næ ég honum ekki fyrr. Það þykir
mér þó hart, eins og ég hefi þó oft
verið á verði. En ég hef ekki ætlað
að þruma á hann, nema að vera
nokkuð viss. Mistækist það versnar
minn hlutur.
Um þetta var ég að hugsa undir
barðinu.
Jæja, þarna er þá ein duggönd
með ósköp litla unga, og - bara tvo.
Hún kemur sunnan með landinu óg
syndir fast við vatnsbakkann. A
stöku stað eru smáskápar, sem
vatnið, eða öllu heldur öldurnar,
hafa grafið undir bakkana. Máske
Heima er bezt 53