Heima er bezt


Heima er bezt - 01.02.1989, Qupperneq 29

Heima er bezt - 01.02.1989, Qupperneq 29
Rögnvaldur Erlingsson frá Víðivöllum Bréf til bróður míns á 2. hluti Ég lít niður á fæturna á mér og sé að stígvélin eru bæði slitin og óhrein. - En... ég... ég hélt að þér þætti svo vænt um sveitina þína, styn ég upp. - Vænt um! Heldurðu að þeim, sem burt hafa flutst, hafi ekki þótt vænt um sveitina sína? Jú, svo sannarlega. En þeir hafa bara ekki verið svo skini skroppnir að sjá hvorki né finna muninn. Þeir hafa líka reynt að það er ekki hægt að lifa á landbúnaði, eins og búið er í dag. Og hvaða foreldrar heldurðu að geti greitt börnum sínum það kaup, sem þau fá í kaupstað nú? Ég spyr. Bændur eru lægst launaða stétt landsins. - Og svo eru samgönguerfiðleikarnir og einangrunin, segi ég, því mér er farið að leiðast að leggja ekki orð í belg. Kannski heldur hún, að ég viti ekki að það er allt satt og rétt, sem hún hefur verið að segja. - Já, rétt er það, en það er ekki aðalatriðið, heldur kaupgjaldið og afkomumöguleikarnir. - Þú ættir bara að koma til okkar, segi ég hikandi, lít til hestanna og sé að annar er búinn að flækja aðra afturlöppina í taumnum og snýst í hringi. Þarf ég ekki alltaf að segja og gera einhverja bölvaða vitleysuna undir svona kringumstæðum, og þá ekki síst, ef ég uppgötva það allt í einu, að ég hef blekkt sjálfan mig í mörg ár. Nú, ef augu manns opnast allt í einu fyrir því, að stúlkan, sem maður hefur alist upp með og átt að leiksystur, gengið með í barnaksóla, verið strítt á, og þess vegna verið i nöp við, talið sér trú um að hlyti að vera ljót, gelgjulegur stelpugopi, að hún er allt önnur. En þvílík vitleysa, þvílík fjarstæða. Maður mætir henni um heið- bjartan haustmorgun uppi á öræfum og sér þá loks í gegn- um blekkinguna, sér að stúlkan, leiksystirin, gelgjustelp- an, er orðin fullþroskuð, falleg stúlka. Já, einhver feg- ursta kona sem má augum líta. Það er furðuleg lífsreynsla. En þá er leiksystirin komin í ferðafötin. Mjöll lítur á mig með glettni í svipnum og dustar strá af kápunni. Höndin er nett, fingurnir langir og grannir. Ég tek eftir að á tjörn skammt frá okkur synda svanahjón með unga sína. Þau synda þarna fram og aftur, með sveigða hálsa og kvaka hvort við öðru. Hamingjusöm hjón. - Geturðu greitt mér kaup? Ég hélt að búskapurinn hjá ykkur væri ekkert burðugri en hjá flestum öðrum hér um slóðir. Þú hugsar þér kannski að við förum að hokra saman sem einhvers konar hjónaleysi í horninu hjá þeim gömlu. Ég þegi. Ég get ekkert sagt. Lít aðeins niður á móður jörð, en horfi svo í kringum mig, sé svanahjónin hefja sig til flugs og stefna suður í átt til sólarlanda. Við stönd- um þarna á örfoka melholti. Þá tek ég eftir, hvar fáeinar grasnálar reyna að skjóta rótum á berum melnum, en veit að lífsbarátta þeirra er vonlaus, nema mannshöndin Rögnvaldur Erlingsson frá Víðivöllum í Fljótsdal, N.-Múl., er fœddur 15. júlí 1917 á Aðalbóli í Hrafnkelsdal. Foreldrar hans voru Erlingur Sveinsson, Skagfirðingur, og Margrét Þorsteinsdóttir Jónssonar á Aðal- bóli. Ungur að árum fór Rögnvaldur að búa á Víðivöllum og átti þar heima í tugi ára. Hann stundaði íþróttir um tíma, söng í kirkjukór, lék á munnhörpu og síðast en ekki síst hefur Rögnvaldur fengist við rit- störf og m.a. skrifað leikritið Sunnefu. Hann er kunnur leikari í heimabyggð sinni. Heima er bezt 65

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.