Heima er bezt - 01.02.1989, Blaðsíða 26
ýtum og öðrum stórvirkum vinnuvélum. En þennan dag
var það draumur Vilhjálms að koma á fót miðstöð í Hrisey,
bæði með kolabirgðir, salt og ýmsar aðrar vörur, t.d. til
bygginga. Úr eyjunni var til þess að gera stutt yfir á
Grenivík, eins upp á Dalvík eða yfir á Litla-Árskógssand og
Hauganes. Þannig átti Hrísey að verða miðstöð verslunar á
miðjum firði og þjóna bæði vestur- og austurströnd hans.
Sú hugmynd var snjöll og henni sennilega hrundið í fram-
kvæmd, ef ekki hefðu orðið skjót umskipti á samgöngu-
háttum á næstu árum. Þá hefði hafnaraðstaðan verið bætt í
Hrísey og stór skip látin losa þar kol og salt, byggingarefni
og ýmsan annan þungavarning. Og líklega hefði íbúum
fjölgað til muna og mannvirki risið þar. Þetta lýsir vel
framsýni og stórhug Vilhjálms. En þegar hann hafði greint
mér frá fyrirætlan sinni, þá sagði hann: — Mér datt nú í
hug þar sem ekkert varð úr vesturför þinni, að fá þig til að
koma með mér nú og að við röbbuðum um þetta. Ég veit,
að þú hefur orðið bæði reiður og sár vegna þess hvernig fór
um Dýrafjörð og nú er mér efst í huga, hvort þú verðir
reiðubúinn þegar þar að kemur, að vinna að skipulagningu
þessarar framtíðaruppbyggingar hér úti í eyjunni. — Við
töluðum um margt á sjóferðinni út eftir, nutum góðrar
gestrisni í Hrísey og enn var ýmislegt skrafað á heimleið.
Það var raunar ekki laust við, að samstarfsmönnum mínum
þætti nóg um þessi samskipti okkar Vilhjálms og sumir
vildu halda því fram, að ég væri eitthvað að viðra mig upp
við hann, til þess að koma ár minni fyrir borð og vinna mig
upp í starfi innan KEA. En fátt var mér fjarlægara, enda sá
ég enga ástæðu til þess. Ég hafði ekki sóttst eftir þessum
samskiptum, en okkur féll alltaf vel að ræða saman og
skorti seint umræðuefni.
— En var hann ekki aðgengilegur maður?
— Mér fannst hann vera það. Hann var dálítið hrjúfur,
stundum stuttur í spuna. En mér líkaði vel við hann sem
húsbónda, ekki síst vegna þess, að ef við deildarstjórarnir
tókum einhverjar ákvarðanir, sem starfsfólkið var svo ósátt
við og kvartaði undan þeim við hann, þá sagði hann aldrei:
— Ég skal nú kippa þessu í lag —, heldur: — Ég skal tala
um þetta við Jóhann og vita hvað hann segir. — Svo
hringdi hann í mig og sagði: — Þessi náungi var að kvarta
undan þessu eða hinu —. Síðan gerði hann mér ljósa grein
fyrir þessum kvörtunum og spurði, hvort eitthvað væri
hægt við því að gera. En að hann segði við mig: — Þetta,
sem þú hefur ákveðið og sagt, verður þú nú að éta oní þig!
—Það gerði hann aldrei og fyrir það var hann virtur, að allt
var á hreinu, sem hann sagði og gerði, enda þótt ekki væri
hann alltaf sérlega mjúkmáll og hikaði ekki við að finna
opinskátt að við okkur, jafnvel að skamma okkur dálítið.
Að mínu mati var hann heill maður og mér þótti vænt um
Vilhjálm.
XLVI
Fyrir Múlann
Ég var enn í sama farinu fyrst eftir Hríseyjarförina, þótt
hún vekti áhuga minn og nokkra eftirvæntingu. Þetta hafði
svo sem verið nógu viðburðaríkur vetur, fyrst Dýrafjarð-
arævintýrið, sem endaði áður en af stað vari haldið, og
síðan Hríseyjarförin, þegar Vilhjálmur reifaði áhugaverð
framtíðaráform, sem vöktu eftirvæntingu mína.
Aðalfundur KEA var svo haldinn í apríl. Veturinn hafði
verið ágætur, en þegar fundurinn hófst snjóaði dálítið og þá
töluðu menn náttúrlega um kaupfélagsfundarhretið eins og
svo oft fyrr og síðar. Ég man eftir því, að þessi fundur var þá
haldinn úti í Nýja bíó, en áður höfðu fundir alltaf verið inni
í Samkomuhúsi. Ég var þó ekki á fundinum, enda vorum
við starfsmennirnir yfirleitt ekki fulltrúar á þeim árum.
Rétt eftir matarhlé kom Vilhjálmur við i búðinni og var þá
á leið á fundinn. Hann kallaði á mig og þar sem honum lá
svo á að komast á fundinn bað hann mig að ganga með sér
út stéttina. Þegar við komum út segir hann við mig: —Viltu
fara sem útibússtjóri í Ólafsfjörð? —
Auðvitað varð ég undrandi. enda með hugann við Hrísey
og svo var skammt í það að flutt yrði í nýja matvörudeild í
stórbyggingu KEA við Kaupvangsstræti og var þá ákveðið
að ég yrði þar deildarstjóri. Þór Björnsson átti að taka við
bíladeildinni, en Jón Björnsson álnavörudeild. Ég vissi
sannast sagna ekki, hvernig ég ætti að svara þessari óvæntu
spurningu. Þá hafði útibú KEA starfað í eitt ár í Ólafsfirði
og Kristinn Þorsteinsson veitti því forstöðu. Það hafði verið
honum á ýmsan hátt erfitt, því hann var ungur maður og
þar að auki í sinni heimabyggð. Karlarnir ytra voru því
frekir við hann. Einhverjir þeirra höfðu klagað yfir því, að
allar vörur skyldu ekki fluttar að staðaldri út í Ólafsfjörð og
væru þar til reiðu; svo sem timbur, kol og hvað sem var, og
einn maður átti þá að sjá um að það væri allt til reiðu, þegar
á þurfti að halda. Vilhjálmur gerði nú ekkert með það, en
hann sá hins vegar að aðstaða Kristins var í meira lagi erfið
og menn leyfðu sér að vaða yfir höfuðið á honum, vegna
þess að þeir höfðu þekkt hann frá barnæsku.
Mér vafðist tunga um tönn við þessa óvæntu spurn, sem
Vilhjálmur bar upp á leið okkar út Bótina, en sagði þó ekki
nei, heldur kvaðst verða að hugleiða málið og ræða það við
Evu. Síðan verður mér fyrir að spyrja: — En hvað verður
um Kristin? — Vilhjálmur svarar þá snöggt: — Það kemur
málinu ekkert við.-----Jú, það kemur málinu það mikið
við, að ef Kristinn á að hætta hjá KEA, þá fer ég ekki.-
Ég virði þetta við þig, að þú skulir taka þessu á þennan veg,
en hins vegar skiptir það svo sem engu máli, því ef Kristinn
hættir, þá tekur einhver annar við stöðu hans. Ég get hins
vegar sagt þér það, að hann kemur þá hingað inneftir og
tekur við því starfi, sem þér var ætlað við nýju matvöru-
deildina. —
Ég fór nú heim og sagði Evu frá þessu. Hún tók því að
sjálfsögðu vel, því eins og fyrr er að vikið, var hún Ólafs-
firðingur, átti kærar minningar þaðan og nú var eins og
henni biðist að flytjast heim. Varð það því úr, að ég tók
þessu boði. Þannig endaði þessi vetrarpartur frá því í
janúar 1929 og fram í apríl, er fjórar stöður voru í boði, en
ýmislegt fór á annan veg, en í upphafi var ætlað.
62 Heima er bezt