Heima er bezt - 01.02.1989, Blaðsíða 13
Úr dönsku brugghúsi frá 17. öld.
Sturlusonar'). Fjarri fer því samt sem áður, að íslendingum
yrði hálla á ofdrykkjunni, er þeir dvöldu í Norvegi, heldur
en Norðmönnum sjálfum, þó að þeir væru óvanari áfeng-
um drykkjum heima hjá sér. Sögur vorar benda miklu
fremur til hins gagnstæða. í Sverrissögu er t.d. oft getið um
drukkna Norðmenn, en aldrei drukkinn fslending, og var
þó margt þeirra í Norvegi um þær mundir. Ofdrykkjulöst-
urinn hefur trauðla verið til á íslandi á gullöld þess, allt til
loka þjóðveldisins. Og orðin ofdrykkja og drykkjumaður
hafa alls eigi þá óláns og eymdar merkingu í fornu máli,
sem þau hafa nú.
Þrjár næstu aldirnar
Þá er íslendingar höfðu tapað frelsi sínu, gekk brátt
verzlunin öll úr greipum þeirra, fyrst í hendur Norðmönn-
um og síðan Englendingum. Hvorugir þeirra eru líklegir til
að hafa flutt hingað mikið af öli né víni, og breytingar þær,
er urðu á högum landsmanna sjálfra næstu aldirnar eftir
það, eru eigi þesslegar, að þær hafi aukið innlend drykkj-
arföng, miklu fremur þvert á móti. Dáð og dugur þverra,
akuryrkja fer öll forgörðum, efnahag almennings hnignar,
og mikill þorri bænda gerast fátækir leiguliðar, en á örfáum
stöðum dregst auður saman, meiri en áður voru dæmi til.
Þeir hinir fáu, er höfðu hann í höndum, gátu veitt sér hvað
sem hugurinn girntist, og þá líka útlenda drykki, öl og vín,
ef þá lysti. Þar stóðu engir eins vel að vígi og btskuparnir;
þeir höfðu tekjur meiri en aðrir menn og stundum skip i
förum. Þeir voru líka oft annað tveggja útlendir menn eða
höfðu dvalið langdvölum erlendis og vanizt þar drykkjum;
héldu þá uppteknum hætti, er hingað kom. Á stólunum var
') Sturl. II. 84. k.
oft gestkvæmt og rausn mikil; var þar stundum allfast
drukkið, en litlar sögur fara af því annarsstaðar. Svo er sagt
frá háttum Laurentíusar biskups á Hólum (1322-30), að
hann léti alla presta sina sitja með sér að máldrykkju,
annaðhvort mjöð eða mungát, en allar hátíðir var ómælt
drukkið, svo sem hver vildi framast. Hafði Laurentíus
mikla forsjá að afla drykkjarfanga, hvar sem fá kunni þau á
íslandi'). Bera þessi síðustu orð það með sér, að stundum
hafi verið erfitt að eignast í staupinu. Á sama bendir það
og, að hann réð Árna syni sínum, er angraði hann oft með
framferði sínu, að vera kyrr í Þingeyraklaustri, er hann félli
frá, en fara eigi til Norvegs, því að þar mundi hann leggjast
í ofdrykkju2). Þar var þá hægara að ná í sopann. Egill
biskup, eftirmaður Laurentíusar (1332-41), drakk litla
máldrykkju daglega. Báðir þessir biskupar voru íslenzkir
menn, siðavandir og manna prúðastir í háttum; en út af því
vildi bera um suma eftirmenn þeirra, er löngum voru út-
lendir og stundum misindismenn.
Það vantaði vitam^fca ekki, að íslendingum þætti sopinn
góður, ef þeir áttu hans kosti. Svo er sagt í Árbókum
Espólíns, að árið 1388 kæmi meira vín til landsins, en menn
vissu dæmi til áður, og í sambandi við það er þess getið, að
orðið hafi margar hryðjur og vígaferli. Árið eftir er sagt, að
maður hafi látizt af drykkjuskap, en óvíst er, hvort hann
hefur verið íslendingur eða Norðmaður. Þremur árum
síðar kemur Vilkin biskup til stóls síns í Skálholti. Hélt
hann þá veizlu 7 daga samfleytt og „drakk hver sem lysti
nótt og dag og ekki annað en þýzkt öl og annað dýrara“.
Slíkt var þá dæmalaust og talið með stórtíðindum; svo
fannst mönnum mikið um. Hefur biskup haft drykkjarföng
þessi út með sér hingað frá Norvegi, en orðin gefa í skyn, að
þá hafi þó enn verið kostur innlendra drykkja3).
Þegar líður á 15. öld, gerast Þjóðverjar keppinautar
Englendinga um verzlunina og jafnvel Hollendingar. Urðu
Hamborgarmenn hlutskarpastir að lyktum, og því nær
einir um hituna, þá er dregur að siðaskiptunum undir
miðbik 16. aldar. Eiga íslendingar þá mikil mök við þá og
samgöngur alltíðar. í Hamborg var ölgerð mikil, og þótti
það öl bera af flestum öltegundum öðrum. Líklegt er, að
öldrykkja hafi nokkuð aukizt hér við þessa breytingu.
Hollendingar færðu Dönum drjúgum vín, svo að þar óx
víndrykkja stórum við komu þeirra. Hafa þeir að líkindum
gert íslendingum sömu skil, en eigi kvað svo mikið að
verzlun þeirr; hér, að hennar hafi séð mikla staði í því efni,
er hér ræðir um.
Á þessari öld (16. öld) eru nokkrir höfðingjar hér kenndir
við ofdrykkju. Það er t.d. mælt um Torfa sýslumann í
Klofa, að hann hafi „fordrukkið sig á Fíflholtsþingi“ í
Landeyjum4) og á sumum gjörningum Eggerts lögmanns
Hannessonar er það tiltekið, að hann geri þá „ódrukkinn í
þetta sinn“. Hann var líka „góður þýzkur“ og fór að lokum
alfarinn til Hamborgar. Hjá alþýðu manna er þá enn alls
ekki að tala um nautn áfengra drykkja að staðaldri.
') Laur 45 k Framhald í nœsta blaði.
2) Laur. 64. k.
!) Árb. Esp. I. þ. bls. 109, 110, 116.
I 4) Árb. Esp. III. þ. 13. bls.
Heima er bezt 49