Heima er bezt - 01.02.1989, Blaðsíða 20
KRISTÍN JÓSEFSDÓTTIR í Watertown, Suður-Dakota
Á Möðruvöllum
Þegar foreldrar mínir fluttu til Vesturheims árið 1876,
urðum við tvö eldri börnin eftir á íslandi, en hin yngri tvö
tóku þau með sér. Við hin eldri áttum nú að sjá fyrir okkur
sjálf. Eg var þá fimmtán ára, en bróðir minn tólf ára. Bróðir
minn fór sem vinnudrengur og smali að Skáldalæk í
Svarfaðardal, en eg fór að Möðruvöllum í Hörgárdal, hin-
um þjóðkunna kirkjustað og gamla amtmannssetri Norð-
urlands. Reisulegt íveruhús hafði verið reist á Möðruvöll-
um seint á 18. öld, sem Dana-konungur gaf landinu sem
amtmannssetur, og kallað var Friðriks-gáfa. Þar bjuggu
amtmenn landsins hver fram af öðrum. Öldruð kona, er eg
þekkti í æsku, sagði mér hún hefði verið vel kunnug amt-
mannshjónunum Bjarna Thorarensen og konu hans. Eg
var kunnug ljóðabók Bjarna og hafði gaman af kvæðum
hans. „Eldgamla ísafold, ástkæra fósturmold, Fjallkonan
fríð,“ mun lengi halda við minning Bjarna hjá þjóðinni. Eg
hafði gaman af kvæðinu Karlaraup, „ungur þótti eg með
söng / yndi vekja í sveina glaumi.“ Fyrstu orðin í niðurlags-
vísunni eru þessi: „Ungur syng þú mest sem mátt. meðan
hljóð þín fagurt gjalla.“ — Konan sagði mér að Bjarni hefði
verið mesta ljúfmenni og fluggáfaður og kona hans sérlega
góð og hjálpsöm við fátæka. Gamli Sölvi Helgason var þar
með köflum, því Bjarni vorkenndi drengnum; hann fann
einkennilegar og miklar gáfur í Sölva, en það lánaðist ekki,
því eitthvað var við Sölva sem skemmdi gáfurnar. Þá sagði
Bjarni: „Skal nokkur geta tamið hann; mér er það tvíls.“
Sölvi hafði það fyrir vana að hverfa, án þess að segja
nokkrum hvert hann fór; kom svo til baka eftir nokkra
daga með teikningar og uppdrætti, sem Bjarni gat ekki
annað en dáðst að. Eitt sinn gekk smalinn fram á Sölva í
laut upp undir öræfum teiknandi sveitina, fjöllin, himininn
og miðnætursólina, sem sló purpuraljóma yfir land og sjá.
Sagði smalinn að aldrei mundi hann sjá fegurra listaverk.
„Hvar færðu þessa fögru liti?“ spurði smalinn. „Eg stel
þeim frá stúlkum,“ svaraði Sölvi „þegar þær eru að lita.“
Þessi þjóðkunni umferðamaður var að upplagi snyrtimenni
og dráttlistarmaður; hann brúkaði marga gullhringa.
Vonandi er að þjóðin eigi eitthvað af listaverkum Sölva í
fórum sínum.
Nokkru seinna var Pétur Hafstein amtmaður á Möðru-
völlum og svo Kristján Kristjánsson, en þá kom það slys
fyrir, að amtmannssetrið brann til kaldra kola um nótt að
vetrarlagi 1874 , en allir komust lífs af; var það Guðs mildi
að bærinn fór ekki líka, sem stóð fáa faðma norðan við
stofuna, en vindurinn var á norðan, svo logann lagði suður.
Nokkrum árum seinna var gagnfræðaskólinn reistur þar
sem stofan stóð; var það mikið framfarastig fyrir landið.
Á Möðruvöllum bjuggu nú hin alkunnu merkishjón
Jónas Gunnlaugsson og Þórdís Jóhannsdóttir; þau höfðu
stórt bú og nægtir af öllu; höfðu þau hjón byrjað búskap
með litlum efnum, tóku hálfa jörðina móti Pétri amtmanni,
en þegar amtmannshjónin fluttu burtu, tóku þau alla jörð-
ina. Möðruvellir eru með stærstu jörðum landsins, eftir
því er umhverfið fagurt og tignarlegt, sléttar grasivaxnar
grundir og engjar óþrjótandi niður á nesi og eyrum. Hún
gamla Hörgá rennur þar gegnum dalinn og sveitina
spegilslétt eins og breiður silfurborði. Lítill bær er þar ná-
lægt, sem Nunnuhóll heitir, ná túnin saman; þar bjuggu
nunnur í fornöld, en munkaklaustrið var á Möðruvöllum.
Frá þeim tíma er til munnmælasaga af munki og nunnu
sem elskuðust og fundust á kveldin við litla lækinn, sem
rann sunnan við klaustrið. Þar stóðu þau og töluðust við,
hún stóð sunnan við lækinn, en hann að norðan. Eitt kvöld
segir hann við nunnuna: „Gaman væri nú að drekka af
unaðslind kossanna eins og maður drekkur tæra vatnið úr
læknum.“ Hún svaraði: „Við eigum helga kossa í andan-
um, sem endast til eilífðar." En þá stóð kardínálinn (príór-
Amtmannsstofan á Möðruvöllum.
56 Heima er bezt