Heima er bezt


Heima er bezt - 01.01.1995, Blaðsíða 30

Heima er bezt - 01.01.1995, Blaðsíða 30
kvöldi og bjóða mér góða nótt og at- huga hvort ekki væri allt í lagi. Þau Iokuðu dyrunum alltaf á eftir sér. Þess vegna töldu þau víst að ég hefði farið á flakk þar sem hurðin var hálf- opin þegar þau komu að henni um sjöleytið um morguninn. „Jæja.” sagði ég við þau, „pabbi kom til mín í nótt og hann kom inn í gegnunr dyrnar.” Þetta var mjög góð sönnun og þó var það annað sem var enn sterkara. Ég fann einhvern veginn að frænka mín vissi eitthvað meira um þessi mál en hún Iét uppi. Ég komst að því síðar hvemig á því stóð. Þau báðu mig að því einu sinni að passa fyrir þau börnin og gerði ég það mjög gjarnan. Það hefur að öll- um líkindum verið í byrjun ágúst sem þau báðu mig um þetta, ég hygg svona u.þ.b. 9.-10. dag mánaðarins, en þau höfðu verið boðin í fimm- tugsafmæli austur í Grímsnesi. Ég kvað alveg sjálfsagt að gera það, enda taldi ég að ég ætti ekki að fæða barnið fyrr en í fyrsta lagi um mán- aðamótin ágúst/september. Ekki gerðu þau ráð fyrir að koma aftur fyrr en undir morgun þennan sunnudag og jafnvel ekki fyrr en á mánudeginum. Móðir mín var að vinna þannig vinnu að hún myndi ekki koma heim fyrr en eftir mið- nætti. Þetta þýddi að ég myndi verða ein alla helgina með krakkana, en ég taldi mig ekkert vanbúna í þetta og kvað það myndu verða allt í stakasta lagi. Svo þegar við vorum búin að ákveða þetta, rétt fyrir miðja vikuna, kom pabbi til mín nóttina eftir og sagði: „Magga, hann Bjami mun fæðast einhvem tíma á tímabilinu 9.- 12. ágúst.” Annað sagði hann ekki og fór. Konan fór að ganga á mig með þetta, því að af einhverjum ástæðum taldi hún að mig hefði dreymt eitt- hvað. Ég sagði henni að það hefði ekki verið neitt sérstakt, bara einhver vitleysa. En hún hélt áfram að ganga á mig með þetta, og kvað mig verða að segja sér frá því, vegna þess að | hún væri viss um að mig hefði dreymt eitthvað fyrir fæðingunni. „Það væri nú aldeilis,” svaraði ég, „ef ég færi nú að eyðileggja fyrir ykkur ferðina fyrir einhverja draumavilleysu.” „Ef þig hefur dreymt hann pabba þinn þá er það auðvitað engin vit- leysa,” svaraði hún. Svo fór að hún hafði þetta upp úr mér og það var auðvitað eins og við manninn mælt, hjónin sögðust mundu hætta við að fara. Ég var hin þverasta og sagði að þeim gæti ekki verið alvara með að ætla að eyði- leggja fyrir sér ánægjuna af því að fara í veisluna út af einhverri svona vitleysu. Mér fannst það ekki ná nokkurri átt. Til þess að sanna nú fyrir þeim hvað þetta væri mikil vitleysa dreif ég mig í bíó með systur minni og vinkonu um kvöldið og vildi þannig sýna fram á hvað ég væri ágætlega hraust og vel á mig komin. Myndin sem við fórum á var sýnd í Gamla Bíói, eins og það hét þá. En þar sem við sátum þarna og vorum að fylgjast með myndinni fékk ég allt í einu verki sem ég fann að voru ekki neinir venjulegir verkir. A þessum tíma var þarna rétt fyrir neðan litla bílastöðin Bifröst. Það er reyndar búið að byggja yfir það svæði núna, en hún var við endann á Alþýðuhúsinu í gamla daga. Ég hugsaði með mér að ég væri ekkert að trufla þær með þessu, því að þetta var, sjáðu til, afskaplega spennandi mynd, með ástarsenum og öllu til- heyrandi. Ég fór bara út, læddist í myrkrinu út úr bíóinu og var ætlun mín að fara með leigubíl heim. En þá sá ég að Sundlaugastrætóinn var niðri á Lækjartorgi og hugsaði með mér að ég ætti nú alveg að hafa þetta af í strætó. Ég gekk að honum. En vegna þess að á þessum tíma þekktu allir alla í sínum hverfum, því að þau voru svo lítil, þá sagði vagnstjórinn við mig þegar ég kom inn í vagninn: „Heyrðu, ertu eitthvað Iasin?” „Nei, nei,” svaraði ég, „af hverju heldurðu það?” „Nú, þú fórst á bíó með stelpunum áðan. Myndin er varla nema hálfnuð núna,” sagði hann. „Hva,” segi ég, „hún var svo leið- inleg, maður.” „Nei, heyrðu,” svarar hann, „nú ertu að plata mig.” „Jú, jú,” sagði ég, „góði vertu ekki að þessu, ég ætla bara að fara heim.” Hann er nú dáinn núna þessi mað- ur, hann hét Erlingur. Hann spurði mig þá hvort ég vildi ekki heldur fara í leigubíl. „Nei, nei,” svaraði ég, „ég ætla bara að fara heim hér í strætó með þér.” „Allt í lagi,” svaraði hann, „ég skal vera fljótur.” Það var reyndar ekkert fljótlegt að komast áfram í þá daga og vagninn nokkuð lengi að komast inn í Laug- ameshverfi. Það var lítill gangur í þessum bílum og ekki famar stystu leiðir. En hann keyrði mig alveg upp á hom þar sem ég átti heima, var greinilega alveg viss um að eitthvað væri að hjá mér. Svo kom ég heim og frúin sagði: „Hvað, ertu komin heim?” „Já,” svaraði ég, „þetta er hund- leiðinleg mynd.” „Og hvar eru stelpurnar?” spurði hún. „Þær eru í bíóinu að horfa á myndina,” sagði ég. „Það getur ekki verið,” svaraði hún. „Það er eitthvað að.” Maðurinn hennar spurði hvort ég vildi ekki bara ekki hella upp á könnuna fyrir sig, því að það væri einhver ólund í konunni og hún vildi ekki hella upp á. Ég samþykkti að gera það þó húsmóðirin væri nú ekk- ert of ánægð með það, því að hún taldi óþarft að vera að snúa telpunni þetta, það væri ekki svo langt þar til hún ætti að eiga bamið. Hún virtist vera alveg klár á því. Eg var aftur á móti ekki á sama máli og fór nú að laga kaffið. Við töluðum lengi saman þarna án þess að nokkuð bæri til tíðinda og þetta leið frá. Ég fór svo upp að sofa. Framhald í nœsta hlaði. 26 Heima er hest

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.