Heima er bezt


Heima er bezt - 01.01.1995, Blaðsíða 35

Heima er bezt - 01.01.1995, Blaðsíða 35
einstökustu sætindabelgir, sent ég hef heyrt talað um. Þær eru nú ekki búnar með nema ofan af heilum hesti af tóm- um sætindum,“ bætti hann við. „Og allt í leyfisleysi, enda finnst lyktin.“ „En hvar er púðurkassinn?“ spurði Olafur um leið og hann svipaðist um í dyrunum. „Hann er á vísum stað,“ sagði Árni. „Eg lét hann á hlóðarsteininn til þess að hann þornaði." Olafi varð svo mikið um að hann þreif í báðar axlir Árna og hristi hann. „Ertu vitlaus, maður! Nú hefurðu sprengt upp allan bæinn. Þú hefðir fyrir löngu átt að vera kominn á vitlausra- spítalann, því þar áttu heima,“ sagði Olafur um leið og hann opnaði bæinn og fór út til að fá sér hreint loft. Það er af gestunum að segja að þeir voru orðnir óþolinmóðir að bíða eftir matnum. Þeir glömruðu hnífunum í diskunum, gáfu matreiðslukonunni auga og sumir voru jafnvel famir að láta óþolinmæði sína í ljósi. „Hvaða há- vaði skyldi vera frammi í bæjardyrun- um?“ sögðu sumir. En í því heyrðist dynkurinn svo menn hrukku við og allt komst í uppnám í baðstofunni. En þegar jarðskjálftinn kom og ódaunninn, fór allt á ringulreið. Það steinleið yfir allar stúlkurnar en karlmennimir stukku upp úr sætum sínum og veltu um borðinu. svo diskarnir flugu í allar áttir. „Þetta er eldgos,“ sögðu þeir skyn- sömustu. En ólyktin varð brátt óþolandi svo allir leituðu til dyranna. Ráku þeir sig þá á Árna og kýmar. „Hvað gengur á?“ spurðu þeir hann. „Ég veit að ekki,“ sagði hann, „en við skulum vita það.“ Að svo mæltu fór hann af stað inn að eldhúsdyrum og allur skarinn á eftir honum. Loftið var nú mikið farið að hreinsast, svo menn gátu dregið andann. Árni leit nú inn í búrið, en þar var ekkert að sjá. En þcgar hann leit inn í eldhúsið, hrökk hann aftur á bak. „Hvar er eldhúsþakið?" stamaði hann. „Ertu vitlaus, maður, heldurðu að það sé ekki á eldhúsinu?“ sögðu þeir. „Ég sé það hvergi,“ stundi Árni upp. Þeir ruddust nú eins margir og komust inn í dyrnar, studdu höndunum á hnén og góndu upp fyrir sig. Þeir sáu að það var satt, sem Árni sagði. Þakið var alveg farið af eldhúsinu. Þeir drúptu höfði öldungis orðlausir. „Hvað var þetta?“ sögðu nokkrar stúlkur sem komnar voru inn til þeirra. Þær höfðu strax hlaupið fram úr bað- stofunni þegar þær röknuðu úr rotinu. Nú voru hinar óðum að ná sér og konui þær hver af annarri inn í göngin til þeirra. „Eldhúsþakið er farið,“ sögðu þeir. „Farið hvert?“ spurðu þær. „Það vitum við ekki, sko þið getið sjálfar séð hvort það er ekki satt.“ Þær ruddust nú inn í eldhúsið hver af annarri og lituðust um. Stór stykki höfðu sprungið hér og þar úr veggjun- unr og fallið inn á gólfið. En þakið sáu þær hvergi. Bæjarstrokur og slúðurkerlingar höfðu margt heyrt og frá mörgu sagt um dagana, en aldrei hafði þær svo mikið sem dreymt um annað eins og þetta. Æ, en hvaða gagn höfðu þær af þessu. Hér var fjöldi manns saman kominn úr sveitinni, sem sá og heyrði allt saman. Þær urðu þá að fara með það í aðrar sveitir, ef það átti að hafa nokkur áhrif. Jana ruddi sér nú braut í gegnunt mannþyrpinguna, alla leið inn í eldhús og litaðist um. „Hvar er allur maturinn?“ spurði hún áköf. En þegar enginn ansaði, fór hún með ákafa að róta í moldinni. Rak hún sig loks á moldarköggla, sem við nánari athugun sást að einhvem tfma hefðu verið hryggjaliðir eða langleggir, en þekktust nú varla frá moldinni. En trog og önnur ílát vom algerlega horfin. Jana gat engu orði komið upp. „Verst var að missa allt fína brauði,“ sagði Ámi loks. „Beljumar hökkuðu það líka í sig ein og helvískir hundar.“ „Ó, brauðið! Er það farið líka!“ kall- aði Jana um leið og hún ruddist fram úr eldhúsdyrunum og velti um koll tveim- ur eða þremur karlmönnum sem urðu á vegi hennar og hljóp inn í búr. Skimaði hún hátt og lágt um búrið en sá ekkert matarkyns. Allt var farið, nema fáeinir negulnaglar í krús og kæsir upp á bita. Hún studdist fram á borðið og rak upp hátt hljóð. Allir héldu að það ætlaði að líða yfir hana aftur, en hún náði sér brátt. Kallaði hún til Árna og sagði hon- um að fara út og leita vel í kringum all- an bæinn, „því eitthvað hefur orðið af öllum matnum sem var í eldhúsinu.“ Árni hélt að það væri nú ekki veður til þess núna að vera mikið úti en fór þó af stað. Fór hann með kýrnar með sér út í fjós. Margt af karlmönnunum elti hann en þegar þeir komu í skjól við bæ- inn hittu þeir þar fyrir sér marga af hundum gestanna. Höfðu þeir allir kjöt- bein á milli lappanna, sem þeir nöguðu í ákafa. Viðarrusl og torf lá á víð og dreif umhverfis bæinn. Fóru þeir síðan inn aftur og sögðu tíðindin. Menn fóru nú að ráðgast um hvað til bragðs skyldi taka. „Nú held ég verði best fyrir okkur að halda heim, því hér er ekki meira að gera,“ sögðu sumir. Öðrum þótti óráðlegt að fara út í ófært veður og náttmyrkur. Loks kom mönn- um saman um að reyna að skríða ofan að Mýri en sumir lögðu af stað fram að Þúfu en hestana létu þeir vera. Ætluðu þeir að sækja þá daginn eftir. Fóru allir frá Klömbrum um kvöldið, bæði karlar og konur. Komst það til bæja einhvem tíma um nóttina, banhungrað og renn- vott. Daginn eftir skreið kvenfólkið heim til sín með veikum burðu, lögðust sum- ar í rúmið og lágu í heilan mánuð í inn- antökum og kvefi. Sagði læknirinn að það stafaði af hungri og kulda. Nú er að segja frá þeim í Klömbmm. Þegar boðsfólkið var farið fóru heima- menn að taka til í baðstofunni og bera allt fram í bæ. Árni varð vel við skaða sínum en Jana bar sig illa. En þegar hún vissi að púðrið sem Sigurður kom með var orsök í þessari hræðilegu eyðilegg- ingu í eldhúsinu tók hún byssuna hans Áma og sló henni niður við stein. Hætti hún ekki fyrr en hún braut hana í sund- ur. Sór hún þess dýran eið að hann skyldi aldrei að eilífu framar snerta á byssu. Verstur þótti Árna sulturinn því ekki var svo mikið eftir af öllum veislukost- inum að hann gæti satt hungur sitt. „Það verður eitthvað til fyrir mig að gera fyrstu dagana á eftir,“ sagði Árni þegar þau fóru í fjósið um kvöldið og hann kom í eldhústóftina. „Þér væri þá nær að vera ekki annar eins bölvaður púðurhlunkur, sem þú ert,“ sagði Jana. Heima er best 31

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.