Heima er bezt


Heima er bezt - 01.01.1995, Blaðsíða 15

Heima er bezt - 01.01.1995, Blaðsíða 15
Ólafur Oddgeirsson og kona hans Fiona McTavis og drengir þeirra. félagsstörfum í þágu sveitar sinnar og héraðs síðar á lífs- leiðinni. Oddgeir hefur ávallt sinnt óskum sönggyðjunar gegn- um árin og verið góður liðsmaður í kirkjusöng Fljótshlíð- inga. Fjölda ára var hann í sóknarnefnd Breiðabólstaðar- sóknar og í stjórn kirkjukórasambands Rangárvallapró- fastsdæmis. Hann kom víðar við sögu í fjölþættum fé- lagsmálum en að ofan greinir. Var í stjórn Búnaðarfélags Fljótshlíðarhrepps í tugi ára, í stjórn Kaupfélags Rangæ- inga í 22 ár. Formaður Sjúkrasamlags Fljótshlíðarhrepps var hann í mörg ár og þar til sýslusamlögin tóku til starfa. í skólanefnd FljótshIíðarskóla og formaður þar í nokkur ár. Um langt skeið í sveitarstjórn Fljótshlíðarhrepps - sýslunefnd Rangárvallasýslu - og fjórðung aldar var hann hreppstjóri í sinni sveit. Oddgeir bóndi í Tungu virtist ávallt hafa nægan tíma frá sínum daglegu störfum að veita góðum málum lið. Hann var valinn formaður þriggja manna gróðurverndar- nefndar Rangárvallasýslu, þegar í upphafi að slíkar nefndir tóku til starfa víða í sýslum landsins. Þegar störf sýslunefndanna voru lögð niður samkvæmt landslögum og héraðsnefndirnar tóku við, urðu manna- skipti í gróðurverndarnefnd Rangárvallasýslu að meiri- hluta. I Rangárþingi var víða verk að vinna í þessum efn- um og árangur gróðurverndarnefndarinnar meiri en marg- ir höfðu í upphafi spáð. Guðlaug og maður hennar Sigurður Sigurðsson og hörn þeirra. Oddgeir á mikið og gott safn smíðatóla, enda er maður- inn smiður hinn besti og margir sveitungar hans notið þar huga og handa. Nú síðast er hann, ásamt tengdasyni sín- um, Sigurði Sigurðssyni trésmíðameistara, að ljúka við- gerð á Breiðabólstaðarkirkju. Oddgeir hefur víða stungið niður penna um dagana og geymir snyrtilegt „möppusafn" hans mikinn fróðleik, t.d. um ættfræði og aðdraganda dauðaslysa í Fljótshlíðar- hreppi nokkrar síðustu aldinar! Hann hefur ritað afréttar- skrá Rangárvallasýslu. Skráð ömefni í Fljótshlíðarhreppi og afrétti sveitarinnar, einnig á nokkrum bæjum í Rauð- nefsstaðakrók. Þessir bæir eru: Rauðnefsstaðir, Þorleifs- staðir og Reynifell. Bæir þessir eru allir í Rangárvalla- hreppi og eru nú komnir í eyði. Þá má einnig geta þess að stjórn Búnaðarsambands Suðurlands tilnefndi þrjá menn til að sjá um útgáfu rit- verksins Sunnlenskar byggðir og var Oddgeir einn þeirra. Með honum voru í nefndinni, Jón Guðmundsson, bóndi Fjalli í Skeiðahreppi og Júlíus Jónsson, bóndi í Norður- hjáleigu í Álftaveri, og var Oddgeir kjörinn formaður nefndarinnar. Ritverk þetta er í sex bindum, rúmlega 3500 blaðsíður og geymir merka sögu úr sýslunum þremur á Búnaðar- sambandssvæðinu, frá Lómagnúpi í austri til vesturmarka Selvogs og Þingvallasveitar í vestri. Heima er hest 11

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.