Heima er bezt - 01.01.1995, Blaðsíða 14
Ur ættfræðinni
Foreldrar Oddgeirs og systur
Aðspurður um áhugamál á árum áður og þróun mála
gegnum tíðina segir Oddgeir m.a.:
Fyrstu kynni mín af félagsmálum voru þegar ég gerðist
félagi í ungmennafélaginu Þórsmörk. Félagið var stofnað
10. nóvember 1917 og gekk ég í félagið þegar ég hafði
aldur til. Fannst mér áhugavert að fá tækifæri að taka þátt
í hinu fjölþætta félagsstarfi.
Málfundir, kvöldvökur, leiksýningar, íþróttir, skógrækt,
söngur og m.fl. á vegum félagsins var unglingsárum mín-
um til mikils þroska og góður skóli, segir Oddgeir.
Skólaganga hans var fremur fábrotin eins og flestra
annarra unglinga á þessum árum. Aðeins farskólanám í
fimm vetur. Því var háttað þannig: tvær vikur nám í
gömlu og þægindalitlu þinghúsi hreppsins. Þarna var
fjölmennasti unglingahópurinn við nám, enda skólahúsið
í miðri sveitinni. Tvær vikur frí í skóla og lesið hcima á
meðan kennarinn kenndi eina viku börnum í „Innhlíð-
inni“ og aðra viku kenndi hann börnum í „Úthlíðinni.“
Þannig gekk barnaskólanámið fremur rólega frá
haustnóttum til vorprófa.
Seinna er árin liðu var Oddgeir formaður ungmennafé-
lagsins Þórsmörk um skeið og mun hafa hlotið þar lífs-
reynslu góða og traustan grundvöll að öðrum og ólíkari
Oddgeir Guðjónsson.
10 Heima er besl