Heima er bezt


Heima er bezt - 01.01.1995, Blaðsíða 33

Heima er bezt - 01.01.1995, Blaðsíða 33
hann við og benti á brotinn klakk í klyf- beranum. „Hvað hefurðu í eyrunum?“ spurðu þeir um leið og þeir riðu frá honum. „Eyrunumsagði Ami og gaut aug- unum fram á eyrarnar, sem lágu upp með ánni, „ég held að það sé stóð. Víst ein tíu, tuttugu trippi þar að fljúgast á,“ sagði hann. „Það er ekki að furða, þótt þú heyrir illa með svona margar ótemjur í eyrun- um,“ sögðu þeir hlæjandi og riðu burt. Arni lagði nú af stað aftur. Gekk ferð- in heldur seint og kom hann ekki heim fyrr en um miðnætti. Þegar hann reið í hlaðið, sá hann Jönu standa í dyrum úti og hengja niður báðar hendur. Arni gekk til hennar og ætlaði að heilsa henni. „Ég get það nú ekki alveg strax,“ sagði hún. „Hvað ósköp eru að sjá þig, kona? Hvað hefur komið fyrir? Það blæðir úr hverjum fingri á þér,“ sagði Arni. „Ég ætlaði að fara að gera giftingar- skóna okkar í kvöld, en þá voru allar ftngurbjargirnar á bænum týndar, svo ég stakk mig svona herfilega í fingurna. En nú verður þú að skreppa út að Mýri fyrir mig eftir fingurbjörg, því skórnir verða að vera búnir fyrir morgundag- inn,“ sagði hún. „Ég veit ekki nær þetta tekur enda,“ tautaði Arni, „og nú er komin hánótt og allir löngu sofnaðir.“ „Það gerir ekkert til, það er nóg tunglsbirtan," sagði Jana. Arni reið út að Mýri. Tók hann fisk- sleggju mikla, sem lá þar á hlaðinu og barði með henni að dyrum. Barði hann heldur í fastara lagi, því hann nennti ekki að bíða lengi el'tir heimamönnum. Bóndi kom óðara út og spurði hvort kviknað væri í hjá honum. „Ænei, Jönu vantar fingurbjörg og bað hún mig að fara hingað að fá hana,“ sagði Ami. „Fingurbjörg?“ sagði bóndi undrandi, „og þú ætlar að mölva ofan yfir mann húsin um hánótt fyrir eina fingurbjörg. Ég ansa þcr ekki,“ bælti hann við reið- ur. „Þá getum við ekki gift okkur á morgun,“ sagði Árni. Bóndi hljóp inn og kom með fingur- björg og kastaði í Árna. Lokaði svo bænum en Ámi snautaði af stað. Þegar heim kom varð hann að fara að þæfa vettlinga á Jönu, en eftir nokkur augnablik valt hann út af og hraut hátt. Áður en farið var til kirkjunnar frá Klömbrum daginn eftir, gekk Jana um búr og eldhús og aðgætti allt sem ná- kvæmast, til að vera viss um að allt væri í röð og reglu. Hún var vel ánægð með rannsókn þessa. Borðin í búrinu svignuðu undan hinum dýru krásum og í eldhúsinu voru háir hlaðar af alls kon- ar góðgæti. Árna var hún búin að kenna hvað hann ætti að segja í kirkjunni. Fór hún nú að hlýða honum yfir aftur, til að vera viss um að hann myndi það, en hann stóð sig ágætlega. „Ég segi já, alltaf stöðugt. Já við öllu, sem presturinn spyr mig að,“ sagði Ámi. „Það er alveg réttsagði Jana, „en þú mátt hafa það til marks að ég klíp þig í handlegginn, ef þú segir einhverja vitleysu og þá verður þú að þegja eins og steinn upp frá því. Rifjaðu það svo vel upp fyrir þér á leiðinni, hvað þú átt að segja.“ Síðan var lagt af stað til kirkjunnar. Árni var í djúpum hugsunum. ,,Já, já,“ sagði hann í huganum og stundum jafnvel upphátt. „Ég held ég muni það nú, þetta er enginn vandi,“ hugsaði hann. Hann var svo upptekinn af þessum hugsunum sínum, að hann játaði hér um bil öllu sem við hann var talað. Þegar þau komu til kirkjunnar, gekk hann til karlmannanna og heilsaði þeim. „Hvað segirðu þá? Þér þykir víst fjarska vænt um konuefnið,“ sagði einn í hópnum. „Já,“ svaraði Árni. „En þó þykir þér vænst um skottlausa köttinn, hef ég heyrt,“ sagði sá þriðji. „Já,“ sagði Árni, en hann hrökk brátt við og áttaði sig. „Nú hef ég víst sagt einhverja bölvaða vitleysuna,“ hugsaði hann. „Nei, nei, köttinn drep ég strax og ég hef tíma til,“ sagði hann upphátt. „Þú verður nú að muna eftir því að kyssa Jönu fyrir altarinu, því annars eruð þið ekki löglega gift,“ sagði einn. „Jæja,“ sagði Árni og rak upp stór augu. „Það hefur Jana aldrei sagt mér,“ hugsaði hann. „En mér þykir þetta ekk- ert ótrúlegt, því þá sjá allir að hún er konan mín.“ Síðan gengu allir í kirkjuna. Þegar giftingarathöfnin byrjaði, las prestur upp formálann, sem venja er til. Árni vissi að hann átti að svara á undan Jönu. Hugsaði hann sér nú að láta ekki standa á sér og í hvcrt sinn þegar prest- ur stansaði í upplestrinum eða tók mál- hvíld, sagði Árni „já“ og stundum sagði hann „já, já,“ ef málhvíldin var löng hjá presti. Teygði hann sig inn yfir gráturn- ar til prests í hvert sinn er hann játaði. Loks þótti Jönu nóg um og kleip hann tilfinnanlega í handlegginn, en í því átti hann að svara seinustu spurningu prests. Prestur leit til Árna og beið eftir svarinu. „Æ, æ!“ hvein í Árna, þegar hann fann sársaukann, svo bergmálaði um alla kirkjuna. Margir vöknuðu við vondan draum fram í kirkjunni, rifu í sundur augun og geispuðu. „Maður hefur ekki frið í sjálfri kirkj- unni einu sinni. Er nú verið að drepa brúðgumann eða hvað?“ tautuðu þeir. Það er búið með svefninn minn í þetta sinn, hugsaði hver um sig og fóru að taka í nefið en sumir að fá sér tóbaks- tölu. Jana laut nú að Árna og beiddi hann blessaðan að segja „já,“ sem hann óð- ara gerði. Var þá röðin komin að Jönu, en hún stóð sig mæta vel. „Það er nú ekki þakkandi þó hún geti það, orðin þessu alvön,“ hugsaði Ámi. Þegar athöfninni var lokið, laut Árni að Jönu og ætlaði að kyssa hana, en hún hrökk undan svo kossinn fór til ónýtis, en smellurinn af honum heyrðist um alla kirkjuna. „Loksins er ég giftur,“ tautaði Ámi. Menn fóru nú að tygja sig til brottfar- ar. Var það allálitlegur hópur, sem reið fram eyrarnar áleiðis til Klambra. Mátti þar sjá margan gæðinginn iðandi og spriklandi af fjörinu, enda var ekki sparað að hvetja þá, því alla munaði í kræsingarnar í Klömbrum. Boðsfólkið hafði farið fastandi að heiman um morguninn til að geta rúm- að sem mest af veislukostinum. Bestu fréttafleyglar sveitarinnar höfðu fullyrt það að veislukosturinn í Klömbrum væri nógur hálfsmánaðar forði fyrir Heima er best 29

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.