Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.1996, Síða 4

Heima er bezt - 01.04.1996, Síða 4
Agœtii lesendur. Farartæki alls konar, eru orðin ómissandi hluti daglegs lífs meirihluta mannkyns. Þau eru reyndar orðin svo stór þáttur í framgangi þess að mannskepnan hefur að verulegu leyti, tap- að eðlilegri hreyfingu, sem náttúran hefur, í gegnum þróunar- söguna, miðað útbúnað hennar við og virkni. Sífellt er maðurinn að búa sér til ný og ný farartæki og má segja að hann eigi orðið farartæki til alls og allra ferða. Hann á flugför af mörgu tagi til að komast um loftin blá, geimför til að ferðast þar sem ekki einu sinni „fuglinn fljúg- andi“ getur komist, svo að orðatiltækið að „engum sé [ein- hvers staðar] fært nema fuglinum fljúgandi," fer jafnvel að hafa takmarkaða merkingu. Hann á báta og skip af öllu tagi til þess að komast yfir vötn og dýpstu höf, meira að segja kaf- báta til þess að ferðast niðri í höfun- um, jafnvel dýpra en margar flski- tegundir eru færar um. Hann á bíla og landfarartæki af öllu tagi og fyrir allar aðstæður, svo segja má að fátt standi orðið fyrir honum á landi, hvorki drulla, fen, ófærð eða klungur. Og líkt og í ýmsu fleiru, sem manninum tekst vel upp við, þá vill það fara svo að hann fer yfir mörkin, af ýmsum ástæð- um, gjaman fyrirhyggjuleysi. Nú er flugumferð óðum að nálgast það að verða að örtröð í háloftunum. Það fer varla að verða pláss fyrir öllu fleiri flug- vélar á helstu alþjóðaflugleiðunum, nema að til komi slökun á öryggisreglum um aðskilnað á milli loftfara, og þó slíkt kæmi til, þá myndi það aðeins duga skammt, því fjölgun fólks og farartækja er stöðug. Það eykur líka á vanda alþjóða flugumferðar að flest stærstu ríkin hafa sína eigin flugreglur og flugstjórnarkerfi, svo ringulreiðin er meiri en ella. Almestur vöxtur virðist þó hlaupinn í bflaumferð og tjölda bíla, af öllum þeint farartækjum, sem maðurinn hefur skapað sér til þæginda og um leið, hraðaauka. Öll könnumst við við þá sprengingu, sem orðið hefur í bílafjölda á íslandi, síðustu árin, og þau vandamál, sem það er farið að valda í umferðinni, og þá fyrst og fremst á höfuð- borgarsvæðinu. Þau vandamál eru þó að ýmsu leyti, hálfgerður barnaleikur í samanburði við það, sem blasir við umferðaryfirvöldum t.d. á Bretlandi, um þessar mundir. Þar hafa menn vart orðið und- an við að búa til ný umferðarmannvirki til þess að greiða fyr- ir sívaxandi umferðarþunga. Vandamálið er orðið verst í kringum höfuðborg þeirra, London, og er talið að ef ekkert yrði að gert frá því, sem er í dag, þá væri alger umferðarstífla orðin dagleg staðreynd á öllum leiðum til og frá borginni, innan 5-10 ára. Og umferð- arteppa í kringum London er aðeins upphafið, því menn reikna með að hún myndi fljótlega verða stórvandamál um allar Bretlandseyjar. Og slíkar umferðarteppur gera nokk meira en að valda bara þeim, sem í þeim lenda, leiðindum og ýmsum skaða, því þjóðfélagið í heild myndi bera verulegt tjón af. I Bretlandi reikna menn slíkt tjón í tugum milljarða á ári hverju, vegna þess að vöruflutningabílar komast ekki leiðar sinnar, fyrir- tæki geta ekki haft eðlilegt vörustreymi í gegnum lagera sína, auk þess sem fjöldi fólks kemst seint eða jafnvel ekki til vinnu sinnar. Þar í landi eru menn nú farnir að leggja drög að stórkost- legum umferðarmannvirkjum, sem eiga að greiða fyrir um- ferð á erfiðum svæðum. Og í þeim áætlunum er ekki verið að tala um neinar smáræðit kostnað- arupphæðir. Einnig eru menn jafnvel famir að tala um takmörkun ferða einka- bíla á slíkum svæðum og auka þátt almenningsfarartækja og efla það kerfi sem þau fara eftir. Bílamenningin og bíllinn, eru því sem óðast að kaffæra skapara sinn í eigin framleiðslu. Yfirburðir mannsins í jarðríkinu eru miklir og allt framundir þetta hefur hann getað beitt þeim nær óhindrað og látið sköpunarverk sín margfaldast nær óhindrað á öllum sviðum. En honunt er áskapað takmarkað rými, þó stórt sé á okkar mælikvarða, og nú kann svo að fara að hann standi. fyrr en varir, frammi fyrir einu sínu erfiðasta viðfangsefni: Að hafa hemil á sjálfum sér. Gæti hann sjálfur orðið það náttúruafl, sem hann ekki réði við eða næði tökum á? Svo gæti farið, og væri það ekki hálf- gerð kaldhæðni örlaganna? Maðurinn hefur, alla tíð, verið svo upptekinn við að ná stjórn og yfirráðum yfir sem flestu, helst öllu, í umhverfi sínu, náttúrunni og náttúruöflunum, að honum hefur alveg gleymst eða sést yfir, varasamasta náttúruaflið, sjálfan sig. Við skulum nú engu að síður gera ráð fyrir að hann sjái að sér í tíma, þó ljóst megi vera að erfitt geti verið að hafa hemil á slíkum stjómlausum vagni, bremsulausum og á mikilli ferð. Eitt það erfiðasta sem við kann að verða að eiga, er það ef nauðsynlegt verður að fá fólk til þess að fóma áunnum þæg- indum, sem bifreiðaeignin hefur skapað því. Hætt er við að eitthvað annað yrði að koma í staðinn, áður en slík breyting næði í gegn. Fámennisþjóðfélag okkar fslendinga fer sennilega æ meir að heyra til kosta en galla, hvað slíka hluti varðar, þó reyndar ýmsar aðrar afleiðingar mikillar bílaeignar og umferðaröng- Framhald bls. 135 120 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.