Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.1996, Page 22

Heima er bezt - 01.04.1996, Page 22
Þar sem samdráttur Þórunnar og Jóns bar of brátt að, fékk hann ekki strax prestsembætti, varð að bíða einhvem ákveðinn tíma. Lá leið þeirra hjóna frá Reynistað að Frosta- stöðum í Blönduhlíð, og bjuggu þau þar í tvö ár. Arið 1760 var Jón vígður til prests í Sólheima- og Dyrhóla- þingum, og bjuggu þau síðan að Felli í Mýrdal næstu 17 árin. Arið 1773 var Jón settur prófastur í Vestur-Skaftafellssýslu. Þegar hann kom að Felli, var sú jörð í algerri niðurníðslu, tún nær ónýtanlegt vegna grjóthruns úr fell- inu, ógirt, o.s.frv. Jón hófst því strax handa um að draga allt hrungrjót burt, hlaða varnargarða um tún og til fyrirbyggingar framhaldandi grjót- hruni, færði læk, sem utan túns rann, inn fyrir garð og nýtti hann síðan til áveitu á túnið. Allt grjót, sem þurfti að sækja að, sótti hann upp á fjall og lét draga niður að görðum. Mörg nýmæli kom Jón fram með, svo sem að rétta hesta sína um nætur, svo að hann fengi áburð á tún sitt. Grannar hans tóku ýmis þessara ný- mæla upp, enda hvatti hann þá til dáða og léði verkfæri til þeirra hluta. Að Felli húsaði Jón allt upp. Tvö eyðibýli, Garðakot og Rof, sem farið höfðu í eyði árið 1707 í stórubólu, húsaði hann og byggði að öðru leyti upp. Arið 1777 var Jón sæmdur orðu (medalíu) fyrir jarðarbóta-, læknis- og mannúðarverk af Kristjáni 7. Danakonungi ásamt 20 nýslegnum, dönskum krónum, svo og heiðurs- skjali. Einnig 20 ríxdölum frá Christ- ian Ludvig V. Stenmann, dönskum ráðherra, fyrir sömu verk. Viðurkenningar þessar voru veittar að Alþingi á Þingvöllum af Lauritz Andreas Todal stiftamtmanni, og biskupi, Hannesi Finnssyni. Arið 1778 var Jóni veitt prests- embætti í Kirkjubæjarklaustursþing- um, og fluttust þau hjón þá að Prest- bakka á Síðu og þar dvöldu þau svo bæði til æviloka. Árið 1779 var Jón skipaður pró- fastur í öllu Skaftárþingi. Þegar hann flutti að Prestbakka, var sú jörð í svo mikilli niðurníðslu, að þar varð hann að byggja allt upp. Það var því að vonum, að hann sakn- aði Fellsins og alls þess, sem hann hafði þar gert. Hins vegar þótti hon- um fólkið hér betra í viðmóti við prest sinn. Prestsþjónustustörf Jóns í Skaftárþingi náðu yfir 17 ár. Frá fyrstu tíð lagði Jón sig fram um að kynna sér allt, sem að lækn- ingum laut, og naut hann mikillar hjálpar Bjarna Pálssonar landlæknis, sem studdi hann með útvegun með- ala, verkfæra og góðum ráðum. Ohætt er að fullyrða, að Jón hafi náð langt í læknisstörfum sínum. Algengt var, að þá er hann var í búsútrétting- um sínum haust og vor, læknaði hann eða linaði þrautir 50-60 manna í hvorri ferð, og alls taldi hann sig hafa hjálpað um 2000 manns þann tíma, sem hann stundaði lækningar. Víst er um það, að sjaldan eða aldrei mun hafa verið sjúklingalaust að Felli í hans tíð. Meðal lækningaverka Jóns var, að þrisvar limaði hann látin fóstur frá konum með góðum árangri. Sjálfur þjáðist Jón mikið á seinni árum sín- um af nýmaveiki, og eitt sinn sprakk stór nýrnasteinn (blöðrusteinn), svo að út gengu stór stykki og mikið blóð. Banamein Þórunnar, ekkju Jóns, var fyrst og fremst nýrnaveiki og nýrnagula eftir miklar þrautir. Eitt sinn, þegar Jón var í Mýrdaln- um, gerðist sá válegi atburður, að fimm skip, sem róið höfðu að morgni, náðu ei lendingu í Dyrhóla- ey og hrakti til hafs, þegar þau hurfu sjónum manna. Var því slegið föstu, að þau væru horfin þessum heimi ásamt þeim 90 mönnum, sem á þeim voru. Þennan atburð taldi Jón eitt erfið- asta atvik ævi sinnar. I nær hálfan mánuð lagði hann nú dag við nótt við að reyna huggun þeim til handa, sem hér áttu um sárt að binda. Síðan, „fyrir eitt sérlegt guðdóms- verk,“ birtust svo öll þessi skip við sjónarrönd á tólfta degi, frá því þeirra var saknað, heil á höldu. Höfðu þau öll náð landi í Vest- mannaeyjum en urðu þar að bíða ell- efu daga vegna veðurs, sem ei fréttist fyrr en þau komu nú til síns heima- staðar. (Mætti vel geta sér þess til, að hér hafi bænarmáttur síra Jóns ein- hverju ráðið.) Oft dreymdi Jón fyrir daglátum eða því, sem henti hann síðar, og varð þetta á stundum til þess að sætta hann við erfiðleika, sem að honum sóttu og hann taldi annars óyfirstíg- anlega, svo sem þá þegar harðast var að honum vegið vegna orðrómsins um, að hann og maddama Þórunn hefðu átt aðild að andláti Jóns Vig- fússonar, og síðar þegar hann stóð í misheppnuðum kvonbænum sínum, sem hér verður nú sagt nánar frá. Alla tíð átti Jón í útistöðum við ýmsa menn, og í þeim skærum varð hann oft hart úti, svo sem þá er Jón Scheving, stjúpsonur hans, fékk áður- nefndan Bjöm Ámason með fégjöf- um til að bera upp á stjúpa sinn og móður sína, að þau hefðu með fé fengið sig til að stytta Jóni Vigfússyni aldur, þá er hann var í vinnumennsku hjá honum. Auðvitað var þessi áburð- ur fjarri öllum sanni, svo sem Bjöm varð að viðurkenna síðar við réttar- höld sem hinar verstu lygar, hvar fyrir þann áburð Bjöm var síðan dæmdur í lífstíðar fangavist og harðrétti. Þá er Jón hafði misst Þómnni fyrri konu sína, leið ekki á löngu þar til einsemdin fór að angra hann og það svo, að hann fór að huga að nýju kvonfangi. Það var svo meðal annars fyrir ábendingar „vina“ sinna (að hann taldi), að hann bar fram kvon- bænir við eina jómfrú, Kristínu Sig- urðardóttur að nafni. í fyrstu tók nefnd jómfrú þessari málaleitan lík- lega, en fljótt fór hún að slá úr og í og að lokum þvertók hún þar fyrir. Síra Jón komst nú að því, að það var að undirlagi hinna fyrrnefndu „vina“ hans, sem jómfrúin tók þess- um sinnaskiptum, enda höfðu þessir „vinir,“ sem þó áttu Jóni mikið upp að inna, nú snúist á móti honum. Jón hafði af öllu þessu máli hina 1 38 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.