Heima er bezt - 01.04.1996, Síða 23
mestu raun, enda var það með mikl-
um endemum, hvernig hann var þar
leikinn.
Bæði framangreind atvik tóku svo
á Jón, að hann taldi að lengra yrði
ekki gengið í misvirðingum við sig
og fleiri slík myndi hann ekki afbera.
Allt þetta ræddi Jón nú við guð sinn
og bar upp fyrir hann sína aumu lífs-
stöðu, og í bæði skiptin dreymdi
hann svo vel, að hann tók aftur fyrri
gleði sína öllum til undrunar, og brátt
var þetta sára mótlæti hjá liðið með
fullri sæmd honum til handa.
Árið 1787 biðlaði Jón til annarrar
jómfrúr, Margrétar Sigurðardóttur,
sem tók strax bónorði hans, og
gengu þau í sitt ektastand hinn 20.
september það sama ár.
Margrét var fædd 22. mars 1757 að
Stafholti. Varð giftingin Jóni mikið
gæfuspor, því að Margrét reyndist
honum einstaklega góð kona, auk
þess sem hún varð hin besta hús-
freyja.
Til gamans má geta þess hér, að
nefnd Margrét var alsystir áður-
nefndrar Kristínar. Hafði henni mis-
líkað svo framkoma systur sinnar við
síra Jón, sem hún mat mikils, að hún
taldi sig engan umhugsunarfrest
þurfa, til þess að bæta úr brögðum
hennarogjátast Jóni.
í öllum deilum þótti Jón harður í
horn að taka, og haft var eftir óvin-
um hans, að „fyrir þá guðs náð er
yfir honum vekti, fengi enginn á
honum unnið, svo væri hann lrka
rammgöldróttur.“
I umræðum sínum um þá, sem
hann taldi sér andsnúna, var Jón
dómharður, og nokkrum sinnum kom
það fram, að þeir, sem upp á hann
öbbuðust, hefðu orðið fyrir ýmsum
óskýrðum óhöppum, en slíkt taldi
Jón guðs tugtan við þá.
1 Mýrdalnum kynnti Jón sér vel
allar aðstæður til sjósóknar þar og
allt, sem laut að brimlendingum. Þar
var hann formaður á bátum sínum,
bæði við fisk- og selveiðar. Síðan rit-
aði hann ritgerð „Um að ýta og lenda
í brimsjó fyrir söndum, með því sem
þar til þénar.“
Árið 1788 var svo af Jóni dregin
heilsan, að hann fékk ekki á teig
gengið né orfi lyft. Næsta ár var
mjög kalt og veðrasamt. Þetta veður-
far hafði slæm áhrif á heilsu hans.
I febrúar 1790 kom Bergur Jóns-
son, tengdasonur síra Jóns, sem að-
stoðarprestur til hans og þá, í nóvem-
ber og desember, var svo af honum
dregið, að hann fékk ei sjálfur ritað
ævisögu sína, og er sá kafli með rit-
hönd Bergs. Síðan hresstist Jón við
aftur og tók til við ritunina. Þótt vet-
urinn 1790-91 væri mjög kaldur og
harður með hafís fyrir landi, varð
vorið gott og 19. júní gat Jón messað
í kirkju sinni, að því er best verður
séð í hinsta sinn, því að hinn 11.
ágúst 1791 andaðist Jón 63 ára að
aldri.
Síra Jón Steingrímsson var jarð-
sunginn af Jóni Jónssyni prófasti á
Mýrum og lagður til hinstu hvflu að
baki Prestbakkakirkju.
Þá er Sigríður, móðir Jóns, hætti
búskap, fór hún til dóttur sinnar, sem
þá bjó í Álftaveri í Skaftafellssýslu.
Niðurlag
Það fer ekki á milli mála, að allt,
sem síra Jón Steingrímsson tók sér
fyrir hendur, sem þó var óvenjulega
margt, hefur hann lagt kapp á að vel
færi, engu vildi hann kasta höndum
til.
Eftir þennan einstæða merkismann
liggja mikil ritverk um ntismunandi
efni. Að sjálfsögðu ber ævisögu hans
ásamt eldritinu hér hæst.
Umsögn Jóns um hina miklu elda
og hörmungar þær, sem þeir leiddu
yfir þjóðina, er tvímælalaust áreiðan-
legustu heimildir, sem til eru um
þær, enda var hann sá eini, sem var
þar alla tíð á vettvangi, eins og sagt
myndi vera í dag, og skráði, að því
er best fæst sést, allt það, sem frá-
sagnarvert var, af sinni sérstæðu
natni og vandvirkni.
Ritgerð Jóns um Kötlugjá sýnir, að
hann hefur snemma farið að huga að
eldsumbrotum eða trúlega allnokkru
fyrir Skaftáreldagosin, sem runnu úr
Lakagígum, og einmitt þess vegna
var hann svo vel í stakk búinn með
lýsingar sínar, sem raun ber vitni.
Ritgerðin „Um að ýta og lenda í
brimsjó fyrir söndum,“ er að mínu
mati afar merkilegt rit, sem lýsir á
eftirtektarverðan máta athyglis- og
frásagnargáfu þess, er ekkert lætur
framhjá sér fara.
Ritgerðirnar „Rit um þekju húsa
með hellum" og „Tillögur að ís-
lenskri matargerðarbók“ þekki ég
ekki, en þær bera vott um, að ekkert
lét hann sér óviðkomandi.
Ævisaga Jóns sýnir, að hann missti
aldrei trú sína á mátt bænarinnar,
hversu hart sem hann var leikinn.
Árið 1767 taldi Jón, að á lífi væru
32 prestar úr ætt sinni, enda sagði
hann, að guðleg forsjón hefði tengt
ætt sína við prestskap.
Síra Jón gerir allítarlega grein fyrir
því í ævisögu sinni, að hann telji
engan vafa leika á því, að Skaftáreld-
ar hafi verið guðleg refsing fyrir
undanfarandi guðleysishegðun alls
þorra fólks, og því sé ei við annan en
sjálfan sig að sakast þar um.
í lokin vil ég geta þess, að ég tel,
að lengi mætti leita að þeim manni,
sem borið gæti fleiri og virðulegri
titla með sóma, en sjálfan eldklerk-
inn, prófastinn, lækninn, stórbónd-
ann, formanninn, lærdómsmanninn,
rithöfundinn og trúmanninn síra Jón
Steingrímsson.
Þar sem ég hef heillast svo af rit-
hætti þeim, sem er á ævisögu Jóns
og ég hef sótt mestan fróðleik minn
í, hef ég freistast til að nota hér
nokkuð orðaval hans, að svo miklu
leyti, sem ég hef treyst mér til og bið
þar forláts á.
Heimildir:
Séra Jón Steingrímsson: Ævisagan og önn-
ur rit, sem Kristján Albertsson gaf út og
prentuð eru hjá Helgafelli 1973.
Jón Trausti, ritsafn IV: Sögur frá Skaftár-
eldum. Útgefandi: Þjóðsaga 1980.
Heima er bezt 139