Heima er bezt - 01.04.1996, Qupperneq 24
Gunnar Markússon:
HJALLI
ÖLFUSI
FYRRI HLUTI
I
i'; þ
' il(
Hjallakirkja hin eldri.
Teikning Jóns Helgasonar.
Þjóðminjasafn Islands.
I. Jörðin.
„Alfur inn egzki stökk fyrir Haraldi konungi hinum hárfagra úr Noregi
[...] hann nam öll lönd J'yrir utan Varmá og bjó aó Gnúpum. Þorgrímur
Grímúlfsson, bróóursonur Itans, kom út meó honunt, sá er arf tók eftir
hann, þvíÁlfur átti ekki barn.
Sonur Þorgríms var Eyvindur faöir Þórodds goða, fóóur Skafta. “ (tsl.
fornr. I. Landnáma. Rvk. 1986 bls. 393).
annig bæði koma og fara
Núpar í Ölfusi af blöðum
sögunnar, en þungamiðja
landnáms Álfs færist vestur að
Hjalla, sem er getið á þó nokkrum
stöðum í íslendingasögunum, t.d.
bæði í Grettissögu og Gunnlaugs-
sögu ormstungu og þá alltaf í sam-
bandi við nöfn þeirra feðga, Þórodds
goða og Skafta lögsögumanns.
Ljósmyndir:
Rúnar Asbergsson.
En svo einkennilegir geta hlutirnir
verið, að í þeirri sögu, sem nafn hans
ber hæst, er það aldrei nefnt og sá at-
burður, sem gerir Hjalla ódauðlegan
í Islandssögunni, hefir e.t.v. aldrei
gerst.
í Kristnisögu segir frá kristnitök-
unni á Þingvöllum árið 1000, að all-
ur þingheimur var að Lögbergi: „Þá
báru þeir Hjalti og Gissur erindi sín
vel og skörulega [...] Þá kom maður
hlaupandi og sagði, að jarðeldur var
kominn upp í Ölfusi og mundi hann
hlaupa á bæ Þórodds goða.” (íslend-
ingasögur I. Rvk.1946 bls. 269-70).
Þó að saga þessi sé ein af þeim,
sem nánast sérhver íslendingur
kann, er hún öll hin einkennilegasta,
enda orðin uppistaða í alls konar
vangaveltum.
Sumir hafa haldið því fram, að hún
sýni það eitt, að sá sem skrifaði
Kristnisögu hafi vitað hvernig hraun
yrðu til. Aðrir telja auðvitað, að hún
*
140 Heima er bezt