Heima er bezt - 01.04.1996, Qupperneq 26
Hjallakirkja að innanverðu.
„Árið 1803 fluttist austan frá
Hörgslandi á Síðu út að Hjalla í Ölf-
usi, bóndi sá er Sigurður hét Hinriks-
son [...] Þegar Sigurður flutti að
austan keypti hann alla Hjallatorf-
una, sem á þeirri tíð var sjö eða átta
jarðir. Þá hafði átt Hjallann Páll
Jónsson klausturhaldari á Elliða-
vatni, er áður hafði búið á Hörgs-
landi. Sagan segir, að Sigurður
greiddi út allt jarðarverðið í ríkis-
bankaseðlum.”(/Sk. Helgas. Saga
Þorlh. III. Rvk. 1988. bls. 78.).
Það hefir því verið í Móðuharðind-
unum, eins og endranær, að eins
dauði var annars brauð og þessir
tveir menn hafa a.m.k. hreint ekki
stuðst við neinn vonarvöl er þeir yf-
irgáfu eldsveitirnar.
Vilji menn sjá hvernig Páll Jóns-
son bjó eftir að hann flutti „suður“ er
ekki annað en að fletta upp á bls. 55
í bókinni „Islandsmyndir Mayers
1836“ og bera myndina af Elliða-
vatnsbænum - þar sem ekkja hans
bjó þá - saman við sum kotin, sem
búið var í allt fram á okkar öld.
Páll Jónsson lést að Elliðavatni
8.2. 1819, en Sigurður Hinriksson að
Hjalla 26.7. 1852.
Eiríkur Einarsson telur í bók sinni
Ölfusingar (Rvk.1985) að samtímis
Sigurði og eftir hans dag hafi búið að
Hjalla um hálfur annar tugur bænda.
II. Kirkjur
Það þarf varla nokkur að velkjast í
vafa um að kirkja hafi staðið á Hjalla
frá því um árið 1000 því óefað hefir
einn af forystumönnum kristnitök-
unnar byggt kirkju á bæ sínum og ef
marka má Flóamannasögu hefir kirkj-
an staðið vestan við lækinn, en
snemma verið flutt þangað sem hún
nú er.
Auðvitað veit ég ekki hve mörg eða
vegleg kirkjuhús hafa staðið að
Hjalla. Elstu kirkjuna, sem ég hefi
lýsingu á, byggði Páll Jónsson,
klausturhaldari, árið 1797.
Steingrímur Jónsson, biskup, lýsir
þeirri kirkju vel í vísitasíu 4.8.1829.
Hann skrifar:
*
„Kirkjan sjálf er í 6 stafgólfum með
tvöföldu þaki af súð og reisifjöl, samt
slagþili með tvöföldum vindskeiðum
að kórbaki og framþili eins umvönd-
uðu. I henni eru 7 sperrur, 7 bitar, 14
stafir með móleðri og áfellum samt
standþili umhverfis að innan, nema
við framþilið. í allri kirkjunni er fjala-
gólf. I kómum, sem er tvö stafgólf eru
2 gluggar, hvor með 9 rúðum, sá eini
með blýrömmum, annar af snikkara-
verki. Þar eru hálffóðraðir bekkir allt
um kring með bríkum við altari
beggja megin og einni brík sunnan
megin við kórdyr. 1 lausabekkur án
bríkur. Altari innlæst af snikkara-
verki, málað sæmilegt. Fyrir því er
gráða með máluðu stakkitverki pílára-
settu, með hurð á hjörum og klinku af
jámi. Þar er og knéfall. Norðanmegin
við kórdyr er stúka með panelverki að
neðan en pílárasett að ofan, með strik-
uðum breiðum listum. Fyrir henni er
hurð af sama verki með hleypiloku af
járni að innanverðu. Öll er hún prýði-
lega máluð með ljósbláum og rauðum
farfa, bfldhöggvaraverki, nokkuð gyllt
og sett með fangamarki S.H.s.
Sunnan megin við kórdyr er predik-
unarstóll af snikkaraverki, málaður
(hann er enn í Hjallakirkju.) Honum
til beggja hliða em hálfþil að neðan
en sinn pílári hvörju megin útskomir
og málaðir ljósbláir og rauðir eins og
stúkan.
Sunnanmegin í framkirkjunni er 9
þverstólar með bekkjum, bríkum og
bakslám, samt þverbekkjur við
kirkjuþil með brík við kirkjuþil.
Norðan er 8 kvenstólar með bekkj-
um, bríkum og bakslám af hverjum
sá innsti er pílárasettur að baki með
strikuðum listum, máluðum ljósblá-
um og rauðum, en sá annar með
gröfnum bríkum og bakslám. Fremst
við kirkjuþilið er bekkur með brík.
Þar hjá er stigi með 5 tröppum ófóðr-
aður, upp á kirkjuloftið, sem allt er
plægt af nýjum borðum yfir 3ur
fremstu stafgólfum kirkjunnar. Fyrir
því er að innan stakkitsverk með tvö-
földum listum strikuðum að ofan og
neðan uppundir skammbitann með
plægðu geirþili. í því standa þokka-
legar kistur til setu fyrir fólk þegar
margt kemur.
142 Heima er bezt