Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.1996, Side 27

Heima er bezt - 01.04.1996, Side 27
Fyrir uppganginum til loftsins er hleri á hjörum með skrá og lykli. Kirkjuhurðin er listuð með holskrá, lykli með koparhaldi, hring af kopar í fæti afsama og skjöld af sama, grafið með letri og fangamarki anno 1797. Gluggi er framan á kirkj- unni með 6 smárúðum, annar yfir predikunarstóli með 4 rúðum, öllum brotnum. Húsið er á þaki og þiljum nýbikað, með góðum veggjum og allt vel um hirt..” Við þessa lýsingu ber að hafa í huga, að húsið er rúm- lega 30 ára gamalt þegar hún er gerð og þar sem hér er um bændakirkju að ræða fylgdi hún auðvitað með í kaupun- um þegar Sigurður Hinriks- son keypti Hjallatorfuna árið 1803. Það er því nokkurn veginn víst að hann hefur látið gera stúkuna norðan við kórdyr því fangamark hans er á hurð y hennar. Það má og ætla, að all- mikið hafi verið gert við kirkjuna og hún máluð um leið og stúkan var gerð. Þetta var síðasta torfkirkjan, sem stóð að Hjalla og hefir áreiðanlega ekki verið síður hugsað um viðhald hennar en annarra húsa á bænum og söfnuðurinn prýtt hana með góðum gjöfum. Það hlutu samt að bíða henn- ar sömu örlög og annarra húsa og í prófastsvísitasíu 1.10. 1852 segir að hún sé nú orðin óstæðileg af fúa og geti því ekki talist messufær og óum- flýjanlegt sé að byggja hana upp á næsta ári. Það er nú hinsvegar svo, að öll stór- virki þurfa sinn undirbúningstíma og Hjallabónda hefir ekki nægt tíminn frá vetumóttum til sauðburðar til þess að undirbúa byggingu nýrrar kirkju og 15. júní 1854 er Jóhann Kr. Briem prófastur, aftur kominn í vísitasíuför að Hjalla og er stuttorður, en gagnorð- ur, um kirkjuna: „Hún má heita fallin.“ Söngtqfla frá um 1850. Gefin af Eyjólfi Guðmundssyni frá Grímslœk. En nú á líka að taka til hendinni. Þegar er búið að afla þó nokkurs efnis til nýrrar kirkjubyggingar og smíði glugga hafin. Aftur líða tæp tvö ár og á þrettánd- anum 1856, er Jóhann prófastur enn í vísitasíuferð að Hjalla. Nú nægja ekki 4 orð til þess að lýsa kirkjunni því að þarna stendur rúm- lega ársgömul kirkja: „byggð úr ein- tómu timbri; hún er að utanmáli á lengd 15 al. og á breidd 8 al. stafa- hæðin er 3 1/2 al hún er í 6 stafgólf- um og er loft í 3ur en íbjúg hvelfing í 3ur, umhverfis þiljað listaþil og eru sillur efst og neðst og fyrir neðan glugga, kirkjan er með þremur glugg- um á hvorri hlið með 6 stómm rúðum hver. Prjedikunarstóllinn og altarið með grátunni er fornt en nýmálað. I kómum em bekkir umhverfis með bríkum við kórstafi og tveir lausabekkir með bríkum og bakslám. I framkirkjunni em að norðanverðu 8 stólar en að sunnanverðu 7 -þrír þeir innstu tvífættir -með bríkum og bakslám. Upp í loftið er stigi fóðraður og em þar uppi 5 lausabekkir. Fyrir kirkjunni, sem öll er með plægðu gólfí, em tvær vængjahurðir með tví- læstri skrá og koparhring á fæti. Kirkjan er öll máluð inn- an.” Prófastur getur þess einnig að kirkjan sé með tvöfaldri súð og nýbikuð. Hún sé prýðilega útlítandi og hafí Magnús Magnússon bóndi á Hrauni staðið fyrir byggingunni ( Magnús þessi var sonur Magn- úsar Beinteinssonar í Þorláks- höfn og bjó á Hrauni frá 1845 til dauðadags, 8.5. 1857). Þetta er mjög sennilega eina timburkirkjan, sem staðið hefir að Hjalla nema ef vera skyldi að þeir feðgar Skafti og Þóroddur hafi fengið frá Noregi timbur í kirkju þá, sem þeir hljóta að hafa byggt þar urn árið 1000. En auðvitað mæddu sunnlensku hretviðrin á þessu húsi, eins og öðr- um byggingum hér um slóðir, og 1891 var látin ný klæðning á suður- vegg og nokkuð á gafla og norður- vegg. Einnig var gert við þakið því spónninn á því var farinn að fúna, hurðir endurnýjaðar og dyttað að grunninum. „Álýst kirkjan nú vera í mjög góðu ástandi og finnst ekkert að athuga við hana.“ (Prófastsvísit. 19.6.1893). Fimm árum síðar vísiteraði Valdi- mar Briem kirkjuna og er þá ekki al- veg eins ánægður. Hann segir: „Kirkjan, sem byggð er 1855 er hrör- leg orðin” (Prófastsvísit. 5.8.1898). Framhald í næsta blaði. * Heima er bezt 143

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.