Heima er bezt - 01.04.1996, Síða 28
Einar Vilhjálmsson:
Glettni líSsins
Gamansögur af skemmtilegu fólki
Síðari hluti
Fór hún Palli?
Þegar Hólmsteinn kom úr róðri á
Fálkanum, var hann vanur að keyra á
fullri ferð inn fyrir bryggjuna, beygja
síðan og renna bátnum fimlega að
bryggjuhausnum og bakka á fullu.
Eitt sinn tókst svo illa til að hann
náði ekki beygjunni, lenti á mikilli
ferð á bryggjunni og skekkti hana.
Hann kallaði þá til Páls bróður síns,
sem var fram á:
„Fór hún Palli!?“
„Nei, ekki alveg,“ svaraði Páll.
„Ég kem aftur,“ sagði Hólmsteinn.
Hann bakkaði síðan langt út á höfn,
kom síðan á fullri ferð og keyrði
bryggjuna niður.
„Æi, þar fór hún,“ varð Hólmsteini
þá að orði.
Hólmsteinn undir stýri
Hólmsteinn var starfsmaður Akurs,
en svo hét ræktunarfélag Raufarhafn-
armanna, sem hafði túnrækt í landi
Leirhafnar. Eitt sinn, sem oftar, þurfti
hann að fá bensín á bíl sinn og ók því
í hlað í Leirhöfn. Hann þurfti að snúa
bílnum til þess að leggja rétt að bens-
índælunni, en bakkaði hana þá niður,
án þess að veita því athygli. Hann fór
síðan heim til Helga bónda og bað um
afgreiðslu. Þegar Helgi kom út á hlað,
sá hann strax hvemig komið var og
ekki varð af bensínsölu í það sinn.
Vertu fljótur en farðu hægt
Eitt sinn sendi Hólmsteinn Baldur
son sinn, á bíl, frá Akri inn að Leir-
höfn, til þess að sækja bensín, með
þessum orðum:
l
„Vertu fljótur en farðu hægt.“
Lagst fyrir lausu á Kristni
Hólmsteinn átti bát, sem Kristinn
hét. Dag einn voru synir Hólmsteins,
Helgi og Bjöm, á Kristni að veiðum
við Langanes. Um kvöldið hugðust
þeir taka sér hvíld frá veiðunum og
héldu inn á Skoruvík og lögðust þar.
Bjöm fór fram á og lét akkerið falla.
Vindur stóð af landi og hugðust bræð-
ur njóta góðrar hvíldar í landvari og
lögðust til svefns. Undir morgun
vaknaði Helgi við það að velta var
komin á bátinn. Fór hann þá upp á
dekk og sá að þeir voru komnir út á
reginhaf og fjöll öll í sæ. Bimi hafði
láðst að festa akkerisfestina.
Pétur Hoffmann
Sumarið 1946 vann Pétur Hoff-
mann á Sunnuplaninu á Siglufirði.
Þegar Pétur kom norður var fullskip-
að í braggana. Var honum vísað til
vistar á geymslulofti, bakatil við
svefnloftið í bryggjuhúsinu. Pétur
gerði sér þar flet úr ragborðum, voru
fiskkassar undir endum þeirra og
dýnan var búnt af saltfiskbirgðum úr
hessianstriga.
Mikið var af rottum á geymsluloft-
inu. Sagði Pétur að þær leituðu í hit-
ann til sín í fletið og sú stærsta hvíld-
ist á bringu hans. Kvöld eitt,
skömmu eftir að gengið var til náða,
heyrðist hark mikið og blótsyrði frá
geymslunni. Þungt högg buldi á ein-
falda panelþilinu milli geymslunnar
og svefnloftsins. Pétur kom síðan inn
í svefnskálann og sýndi blóðuga
bringuna:
„Nú beit hún mig sú stóra, svo ég
drap hana,“ sagði hann.
Að svo mæltu fór hann aftur í flet
sitt og lagðist til svefns. Um morg-
uninn þegar hugað var að, lá rottu-
hræið við þilið og iðrin úti.
Pétur sýnir Færeyingum
handtökin
mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmimmmmmmmmmmmmmmim
Pétur var að taka til á geymslulofti
ásamt tveimur Færeyingum. A miðju
gólfi var járnstampur með járnhöld-
um, gerður af hálfri smurolíutunnu.
Stampurinn var kúffullur af neta-
steinum. Verkstjórinn sagði Færey-
ingunum að færa stampinn út í hom.
Þeir reyndu að draga stampinn eftir
slitnu timburgólfinu en hnikuðu hon-
um ekki. Þá reyndu þeir að taka hann
upp, en roguðu honum ekki. Pétur
fylgdist með álengdar með auðsæj-
um fyrirlitningarsip.
„Ég skal sýna ykkur hvernig Is-
lendingur fer að þessu,“ sagði hann.
Að svo mæltu vatt hann sér að
stampinum, hratt Færeyingunum frá,
þandi lungun nokkrum sinnum. þreif
síðan stampinn og bar út í horn.
Þegar hann setti stampinn niður
nötraði húsið. Pétur sá ekki fleiri
verkefni við sitt hæfi á þessum stað
og hvarf á braut, en Færeyingamir
stóðu eftir, sem þrumu lostnir.
Pétur og sverðið
Á miðju sumri fór Pétur suður til
Reykjavikur. Sagði hann sambýlis-
konu sína svallsama í meira lagi og
þyrfti því að fylgjast með háttum
hennar.
Þegar Pétur kom til baka, hafði hann
144 Heima er bezt