Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.1996, Side 31

Heima er bezt - 01.04.1996, Side 31
Bergur Bjarnason: MmmÉm Fyrri hluti JJöW%0<j 11. híuti þetta sinn ætla ég að segja ykkur ofurlítið frá skúminum, þessum stóra, sérkennilega og grimma sundfugli, sem var einn af þeim fjölmörgu fugl- um er kusu sér sumardvöl í landi bú- jarðarinnar á Völlum. Þeir eru náskyldir, kjóinn og skúm- urinn, og lifnaðarhættir þeirra líkir. Skúmurinn er bara töluvert mikið stærri og sterkari og liturinn mó- brúnn. Hann á tvö stór, brúndröfnótt egg eins og kjóinn og gætir þeirra og unga sinna af mikilli grimmd, eins og ég mun segja ykkur nánar síðar. Hreiðurgerðin er afar óvönduð. Vegna stærðar sinnar og styrks er skúmurinn auðvitað ennþá stórvirk- ari ránfugl en kjóinn. Aldrei sáum við hann þó ræna aðra fugla feng sín- um eins og kjóanum er svo tamt og mun ástæðan sennilega vera sú, að hann er miklu stirðari og þunglama- legri á flugi. Af þeim ástæðum þykir mér einnig liklegt að hann þreyti ekki keppni við smáfugla eins og frændi hans, kjóinn. Hann ræðst aldrei að litlum fuglum, finnst það líklega ekki vera sér samboðið, svo stór sem hann er og sterkur. Hins vegar eru ránsaðferðir hans við stórar fuglategundir svo ljótar og miskunnarlausar, og þá hef ég eink- um ýmsar andategundir í huga, að það vekur alltaf hrylling í huga mér er ég hugsa um það. Eins og þið getið nærri gat okkur krökkunum því alls ekki þótt vænt um skúminn, fremur en kjóann. Hann var að okkar dómi reglulega grimmur og vondur fugl, sem engin ástæða var til að hlífa. Egg hans voru því tekin hvenær sem þau fundust og hann var líka stundum skotinn af vissum veiðimönnum áður en varp- tíminn hófst. Eins og ég sagði ykkur hér á und- an, á skúmurinn tvö egg, móbrún og furðustór. Eg vil að þið vitið að eggjasafnarar víða um heim sækjast mjög eftir þeim og greiða fyrir þau hátt verð, þar sem fuglinum hefur víða verið útrýmt og hann orðinn harla sjaldséður. Eg ætla svo að lokum að segja ykkur frá tveimur æskuminningum sem tengdar eru þessum fugli. Þá skiljið þið líka enn betur eðli hans og lifnaðarhætti og hvers vegna hann getur aldrei gleymst þeim, sem hefur kynnst honum. Fyrri viðburðurinn gerðist snemma sumars. Eg var sennilega ekki eldri en sjö eða átta ára gamall. Heyskapur var nýhafinn. Karlmennirnir á Völl- um voru að heyja lauf (grávíði) suður á Eyrum, en þannig byrjaði heyskap- urinn alltaf heima á æskuárum mín- um. Jökulsáreyrarnar, sem ég hef nefnt fyrr, svæðið stóra þar sem kjóinn og skúmurinn verptu, voru sums staðar vaxnar nokkrum grávíði sem sleginn var annað og þriðja hvert ár, og þótti laufið ávallt hið besta fóður. Við strákarnir fengum alltaf að vera með piltunum við þennan hey- skap, frá því að ég fór fyrst að muna eftir mér, þó að við gætum sumir harla lítið hjálpað til. Auðvitað Heima er bezt 147

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.