Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.1996, Side 32

Heima er bezt - 01.04.1996, Side 32
fannst okkur það ákaflega skemmti- legt því að þar var svo margt að sjá og skoða. Og þama var það einmitt við hey- skapinn suður á eyrunum, sem ég kynntist skúminum í fyrsta sinn og hef aldrei getað gleymt því síðan. Við höfðum nýlokið miðdegis- verði, og piltar höfðu allir fengið sér blund eins og venjulega. Við strák- arnir vorum hins vegar alltaf að leika okkur eitthvað í þeim hvíldartíma. Það var hreinasta fjarstæða að okk- ar dómi, að fara að sofa. Að þessu sinni stakk Daddi upp á að við skyldum leita að skúmseggjum. En eldri drengirnir þóttust vita að skúmar verptu þama skammt frá, eins og líka reyndist rétt. Við vomm að sjálfsögðu allir til í þetta og von- uðumst til að við fyndum a.m.k. eitt hreiður. Er við nálguðumst varpsvæði skúmanna urðum við fljótt varir við nokkra fugla, sem voru mjög óróleg- ir, görguðu hátt og virtist alls ekki geðjast að komu okkar. Daddi og Arni sögðu þannig fyrir verkum að við skyldum ganga með jöfnu millibili um ákveðið svæði og töldu líklegt að þannig myndum við finna a.m.k. eitt eða tvö hreiður. Við Bangsi, sem vorum jafnaldrar, fengum að fylgjast nokkurn veg- inn að, af því að við vorum svo litlir. Er við höfðum leitað nokkra stund án þess að finna nokkuð, vitum við Bangsi ekki fyrr til en tveir af þess- um stóru fuglum taka að renna sér hvor á eftir öðrum með ógnarkrafti og glenntum klóm niður að okkur, eins og þeir ætluðu hreint og beint að rota okkur. Við Bangsi höfðum aldrei kynnst þessu hátterni skúms- ins fyrr og létum okkur því ekki bregða neitt að ráði í fyrstu og annarri lotunni. En þegar fugl- amir héldu þessu áfram og urðu sífellt grimmari og grimmari urðum við dauðhræddir og kölluðum skælandi til hinna strákanna að koma tafarlaust því að skúmarnir væru al- veg að gera út af við okkur. En Arni og Daddi fóru sér að engu óðslega. Þeir þekktu vel venjur skúmsins, sem getur orðið afar grimmur á varptímanum þegar hann telur sig þurfa að verja egg sín og unga. þeir vissu að það var vandalaust að verjast honum með því að reka upp höndina á réttum tíma, eða kasta ein- hverju í veg fyrir hann þegar hann var að koma. Þeir voru bara þeir klaufar að segja okkur ekki frá þessu. En þegar strákamir komu loksins til okkar og skúm- arnir héldu uppteknum hætti, sögðu þeir strax að við hlytum að vera rétt hjá eggjum þeirra. Skúm- amir væru aldrei svona hroðalega grimmir nema egg- in væru orðin unguð eða ungarnir jafnvel skriðnir út. Þetta reyndist rétt. Árni fann hreiðrið eftir örlitla stund. Annar unginn hafði brotið af sér skurnið og við sáum í nefið á hinum. Við virtum stundarkom fyrir okkur þennan litla, móbrúna hnoðra, sem kúrði þarna í þessari skjóllausu hreiðurlág, jafnframt því sem við vörðumst árásum skúmanna. Síðan héldum við til pilt- anna, sem voru að hefja störf sín á ný og höfðum fréttir að færa. Eg man líka enn glöggt hve Árni og Daddi gerðu mikið úr hræðslu okkar Bangsa við skúmana, og auð- vitað brostu ýmsir að því. Við þóttum víst held- ur litlar hetjur á þeim árum. Svona geta viss atvik grópast fast í vitund ungra barna. 148 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.