Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.1996, Síða 37

Heima er bezt - 01.04.1996, Síða 37
ans, sem er opið og getur greint efnið. Opnaðu síðan bæði augu samtímis og líttu á fingurinn. Þú munt vissulega sjá hann en vegna sjónvillu mun hann nú virðast gagnsær, aðeins skuggi af fingri, þar eð veggurinn sést bak við og gegnum hann. Fingrinum má þá líkja við fingur vofu, þó þú vitir að hann sé efniskennd staðreynd. Þannig getur þú hugsað þér að vera, sem aðeins hefur efniskennda sjón, hafi ekki hæfileika til „innri sýnar“ og hvernig andi getur birst þeim, sem hafa skynfærin opin til þess að sjá og skynja samtímis bæði efni og anda, en með sama hætti og fingur þinn verður gagnsær. Frá þessu er sprottin hin vin- sæla hugmynd um vofur. Skyggn vera, sem horfir á andlegan hlut með skyggnisjón sinni, gerir það með efnissjón lokaðri, en því stjórnar vitsmunavera, sem hefur eftirlit með þessari sérstæðu skyggnigáfu. Fáir vita og enn færri hugleiða, að efnissýn þeirra er í hlutfalli við hin efniskenndu atóm, sem fylla andrúmsloft jarðar, en án þeirra væri engin birta til þess að lýsa okkur. I myrkri sjáum við stjömur blika, jafnvel þær, sem ekki eru sólir og eru í órafjarlægð. Það skeður þá vegna sólar- birtu, sem lendir á hinum efniskenndu hnöttum. Stjörnurnar era á sínum stað á daginn en hið mikla magn efnisagna, sem finnst í andrúmsloftinu, endurvarpar slíku magni sólargeisla að stjömumar verða á meðan ósýnilegar dauðlegum augum. Ef þú, aftur á móti, kemst út úr gufu- hvolfinu, munu stjömumar verða sýni- legar jafnvel á hádegi, en geimurinn um kring, sem skortir slík efniskennd atóm, verður myrkur, því ekkert megnar að endurvarpa sólargeislunum. Hvernig veit þá maðurinn að sólargeislarnir flæða gegnum geiminn til jarðar? Aðeins með rökum skynseminnar, ekki vegna þess að hann hafi séð sólarljósið, sem væri ósýnilegt utan andrúmsloftsins. Maður- inn veit að tunglskinsbirta er aðeins sól- arbirta, sem endurspeglast frá yfirborði mánans. Reynsla og tilraunir hafa sannað það sem staðreynd og því er almennt trú- að. A sama hátt er hin minnsta efnisögn, sem berst um í andrúmsloftinu, óendan- lega lítið tungl, sem endurkastar sólar- birtunni fyrir augu vor og lýsa með þeim hætti jörðina. Svo er einnig um þær smáu efnisagnir, sem stöðugt berast um í andrúmsloftinu frá jörðinni sjálfri. Þær eru aðeins stærri og grófari atóm, sem innilykja smá andleg frjó, sem mynda jarðsviðið kringum jörðina og þessi and- legu efni endurvarpa fyrir skyggna, hinu andlega efni sólargeislanna. Þetta and- lega svið er það sem kallað er astralsvið- ið, á því má sjá anda þó jarðsviðið sé þeim ósýnilegt, alveg eins og þetta and- lega gufuhvolf er ósýnilegt hinni efnis- kenndu sjón. Er þá ekki skiljanlegt að andasvið fyr- irfinnist umhverfis jörðina, þó þau séu ósýnileg vorum augum, sem aðeins greina efni? Andasviðin og íbúar þeirra era vissulega of gegnsæ til þess að augu vor sjái þau. Þó er tilvera þeirra öragg staðreynd en þau aðeins ósýnileg ófuil- kominni sjón manna, sem aðeins greina efni, sem er allþétt.“ 32. kafli Ég hafði alltaf haft unun af að sjá ský- in sigla um hininhvolfið og láta hug- myndaflugið lesa úr þeim ýmsar myndir. Eftir að ég komst á annað stig andatil- veru minnar höfðu margs konar ský svif- ið um háloftin, ýmist yndislegir hvítir skýjahnoðrar í þúsund myndum og til- brigðum, stundum í öllum regnbogans litum eða snjóhvít og síðan hurfu þau smám saman. Nokkrir andar hafa sagt mér, að á himni þeirra sjáist aldrei ský, aðeins heiður, fagur himinn. Vafalaust er það þannig í þeirra vistarveru, því í anda- heimi mynda hugur vor og óskir um- hverfið. Þau sjást því á mínum himni vegna þess að ég elska að sjá ský, sjá þau breytast að formi og litum og byggja úr þeim skýjaborgir. Skömmu eftir að ég hafði eignast litla heimilið mitt í landi morgunroðans, fór ég að eygja eins konar hillingar milli mín og skýjanna. Þær voru skýrar og lif- andi en dofnuðu þegar ég starði lengi á þær. Þær líktust dásamlegu, gullnu hliði eins og maður gæti hugsað sér inngang að töfralandi. Tært fljót rann milli mín og hliðsins og á bökkum þess var hinn fegursti gróður, tré beygði greinar sínar yfir fljótið. Ég sá þessa mynd iðulega og þegar ég, dag nokkum, starði á hana, stóð faðir minn mér að óvöram, við hlið mér. Hann lagði hönd sína á öxl mér og sagði: „Franchezzo, þetta hlið býður þér að koma nær og virða það betur fyrir þér. Þetta er hliðið að æðsta miðdepli næsta sviðs og það er hinum megin þess, sem þitt nýja heimili bíður þín. Þú hefðir fyrir nokkra síðan, getað flust inn á sviðið, ef ástin á þessu litla heimili hefði ekki gert þig svo ánægðan. Nú væri þér samt fyrir bestu að fara af stað og sjá hvort undur þessa nýja lands muni ekki falla þér enn betur í geð. Ég er, eins og þú veist, á þriðja sviðinu, sem samt mun vera ofar þessu, en því meira, sem þú nálgast mig, því auðveldara verður það mér að heim- sækja þig og á nýja heimilinu þínu mun- um við hittast oft og dvelja saman.“ Ég varð svo undrandi að ég gat ekki svarað um stund. Það virtist furðulegt að fyrir mér lægi að fara inn um þetta hlið. Að ráði föður míns, yfirgaf ég, með söknuði, litla heimilið mitt (því ég bindst mjög stöðum, sem ég dvelst lengi á), og hóf ferð mína til þessa nýja lands. Hliðið ljómaði stöðugt framundan, án þess að hverfa eins og áður. I andaheimi, þar sem yfirborðið er ekki hnöttótt, eins og á plánetum, sér maður ekki hlutina hverfa úti við sjón- deildarhring, þar sem jörð og himinn mætast. í stað þess lítur himinninn út sem voldug hvelfing yfir höfði manns og þeir hringir, sem era yfir manni virðast líkir hásléttum, sem hvfla á fjallatindum úti við sjónarrönd. Þegar þessum fjöllum er náð, sjást ný lönd framundan og þannig koll af kolli. Þannig lítur maður til baka og niður á við, líkt og í þrepum, allt niður á jarðsviðið, sem umlykur jörðina og bak við það geta þeir andar, sem fráneygastir eru, eygt röð sviða, sem liggja allt niður í undirheima. Þannig renna sviðin saman. Á milli þeirra finnst aðeins slagbrandur af segulbylgjum, sem vama veram frá lægri sviðum að komast í gegn, fyrr en þær hafa öðlast þróun og hæfni, sem samrýmist þá æðra sviði. Á leið minni að gullna hliðinu, fór ég gegnum marga hringi á þessu sviði og framhjá borgum og dvalarstöðum, sem ég hefði freistast til þess að dvelja á og dást að, ef ég hefði ekki verið svo ákafur að sjá töfraheimana, sem nú voru tak- mark mitt. Ég vissi þó, að hvenær sem leið mín myndi liggja til jarðarinnar, gæti ég litast þar um, því andi getur alltaf farið aftur sömu slóð og hann hefur troðið, ef hann æskir þess og þannig heimsótt lægri svið. Loks kleif ég tinda hinna síðustu fjalla, sem á leið minni lágu að gullna hliðinu, og eygði nú framundan dásam- lega fagurt land. Trén sveigðu laufgaðar greinar líkt og í kveðjuskyni og um- hverfið var allt þakið blómum en við fætur mér liðaðist tært fljót og gullna hliðið lá fyrir því, eins og brú. í gleði- vímu kastaði ég mér út í hið svalandi vatn og lagðist til sunds yfir. Ég hafði ekki hirt um klæðnað minn og þegar yfir um kom stóð ég þar holdvotur. I einni svipan vora klæði mín þurr en það, sem l Heima er bezt 153

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.