Heima er bezt


Heima er bezt - 01.09.1997, Page 9

Heima er bezt - 01.09.1997, Page 9
Stjórn S.B.S. (Sambands bindindisfélaga í skólum), talið frá vinstri: Gerður Olafsdóttir ritari, Alda Guðmunds- dóttir meðstj., Ragnar Tómasson formaður, Olafur Þ. Hallgrímsson varaformaður og Róbert Jónsson gjaldkeri. Ég lenti einnig í því að vera ritstjóri Örvar-Odds, blaðs Kennaraskólans. Það var mjög mikið félagslíf í skólan- um. Á þessum tima voru um 100 manns í skólanum svo að það kynntust allir mjög vel og andinn því góður. Ég var í síðasta árgangi sem Freysteinn Gunnarsson útskrif- aði úr gamla Kennaraskólanum við Laufásveg. Þetta var mjög menningarlegur skóli og ómetanlegt að fá að kynn- ast öllum þeim góðu kennurum sem voru þar, persónu- lega. Við vorum öll eins og ein stór íjölskylda. Á þessum árum var ódýrt að fara í bíó og það var helsta afþreying mín í skólanum. Ég var einnig duglegur við að sækja messur í kirkjum, K.F.U.M. samkomur og einnig samkomur hjá Kristilegum skólasamtökum. Þar varð vendipunktur í mínu andlega lífi og ég fór að hneigjast inn á trúarlegar brautir. Ég lauk svo kennaraprófi vorið 1962. Það vildi svo til að ég fékk slæma flensu um vorið og varð að fresta þrem síðustu prófúnum þar til urn haustið, en ég taldist þó klára þetta vor. Stofnun fjölsbyldu Um þetta leyti hafði ég kynnst fyrri konu minni, sem heitir Þórhildur Sigurðardóttir frá Hallormsstað. Þórhild- ur var í húsmæðrakennaranámi svo að úr varð að við dvöldum í höfuðborginni næstu tvö árin. Ég fór þá að vinna við stundakennslu við Breiðagerðisskóla veturinn 1963 en veturinn eftir kenndi ég við barnaskóla Garða- hrepps, Silfurtúni, eins og það hét þá. Þórhildur átti dreng þegar við kynntumst sem ég gekk í föðurstað. Hann heitir Sigurður Örn f. 30. mars 1961.Hann er búsettur í Reykjahverfi í S-Þingeyjarsýslu. Eiginkona séra Ólafs, Steinunn Ólafsdóttir. Síðan eignuðumst við þrjú börn saman: Pál, f. 1. júní 1964, býr nú í Lundi í Svíþjóð og stundar þar nám í fé- lagsráðgjöf, Laufeyju f. 7. mars 1966, hún er uppeldis- fræðingur og býr í Húsey í Hróarstungu, og svo Egil f. 21. apríl 1967. Hann stundaði nám í þýsku og sögu í Há- skólanum og býr nú í Reykjavík. Páll er tvíkvæntur, fyrri kona hans heitir Aldís Garðarsdóttir frá Grímsey og eiga þau tvær dætur, Þórhildi og Sonju. Seinni kona hans er Margrét Sigurðardóttir úr Hafnarfirði. Þau eiga eina dótt- ur sem heitir Hafdís. Það var eftirminnilegt þegar Páll fæddist. Þann sama dag var móðir hans að útskrifast. Hún var komin á fæð- ingardeildina, svo að ég varð að fara upp í Húsmæðra- kennaraskóla og taka við skírteininu. Við vorum svo eitt sumar á Hallormsstað en þá um haustið 1964 fórum við norður í Þingeyjarsýslu í Reykja- dal. Þá kenndi ég við barnaskólann að Litlu Laugum, þar bjuggum við í tvö ár. Mér líkaði vel hjá Þingeyingum, góð börn og ágætt að vera. Þarna fæddust Laufey svo að ijölskyldan stækkaði á þessum árum. Síðan var það 1966, þá æxluðust mál þannig að það var verið að byggja nýjan skóla á Hallormsstað, grunnskóla. Það varð úr að ég sótti Heima er bezt 325

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.