Heima er bezt - 01.09.1997, Qupperneq 14
Guðmundur P.
Valgeirsson frá Bæ:
Um eyðingu
íslenskra sveita
Ijúníhefti HEB birtum við grein eftir Gnómund P. Valgeirsson, er hann
nefitdi Gamla harmsögu. Sagói þarfrá drukknun Ólafs Gislasonar Noró-
urfirði og Jakobs Loftssonar Krossanesi, árið 1890. Grein sinni lét Guð-
mundur fyigja bréfþað sem hérfer á eftir og þar sem mérfannst innihald
bréfsins um margt athyglisvert og túlka vel stóran þátt þeirrar þjóðfélags-
þróunar, sent íslenskt þjóðfélag stendur frammi fyrir í dag, séóan frá
sjónarhóli fólks í mörgum sveitum landsins, þáfór ég þess á leit vió Guð-
mund aðfá að birta Itluta bréfs hans, fleirum til fróóleiks og umhugsun-
ar, og varð hann fúslega við þeirri beióni minni. Fceri ég honum bestu
þakkirfyrir það og góð orð til blaðsins og útgefanda þess.
Guðjón Baldvinsson
/
g er búinn að vera kaup-
andi Heima er bezt lengi,
þó ekki frá upphafi. Það er
mér alltaf kærkomið lestrarefni,
fróðlegt og mannbætandi.
Ég var nýlega að lesa viðtal Val-
geirs Sigurðssonar við Gísla Vagns-
son á Mýrum. Það hafði fallið undan
lestri hjá mér vegna „leti minnar,"
þar til nú.
Ég fór með það að lestri loknum,
til sonarsonar míns, 11-12 ára gam-
als, og bað hann að lesa það. Mér
fannst það svo fallegt og hafa upp-
eldislegt gildi fyrir hann og alla, sem
það lesa. Ég vona að ég hafi þar sáð
góðu fræi.
Ég sagðist hafa verið lengi kaup-
andi blaðsins og lesandi og þar með
aðeins þiggjandi. Aldrei hafit mig
upp í að senda því neitt til birtingar
frá mér.
Ég veit að það er bættur skaðinn
fyrir ritið. Aðrir hafa orðið til þess
og gert það vel. Þökk sé þeim fyrir
það.
En nú bar svo til að mér kom í hug
að skrá frásögn af löngu liðnum at-
burði. Svo löngu liðnum að fáir eða
engir vita á honum skil, að mér und-
anskildum. Ég lét að þessari löngun
minni fýrir nokkru. Ég fór að raða
saman þeim minningum, sem enn
bjuggu í huga mér um þetta slys, sem
sagt er frá og er mér og mínum ná-
komið, þó langt sé um liðið.
Og nú hefi ég gengið frá því. Fékk
sonardóttur mína til að færa það upp
á blað endanlega, í tölvu, því margt
er nú orðið óhægt vegna elli minnar
og annars sem henni fylgir.
Og nú stend ég frammi fyrir því
hvað ég eigi að gera við þetta. Á það
nokkurt erindi til annarra, eftir allan
þennan tíma? Og fæst nokkur til að
birta það, öðrum til lesturs?
Frammi fyrir þessum spurningum
hefi ég staðið undanfarna daga. Og
nú læt ég verða af því að senda þér
það til athugunar og þá jafnframt til
ákvörðunar um hvort þú vildir vera
svo vænn að ljá því geymslu (varð-
veislu) á síðum þíns góða tímarits, í
stað þess að kasta því niður í
ruslakistu mína og gleymast þar með
öllu.
Ef þér þætti það þess vert að birta
það, þá mætti líta á það sem lítinn
vott um þakklæti mitt til blaðsins,
þín og annarra, sem að því standa,
og hafa með frásögum sínum flutt
lesendum þess sagnir og sögur úr lífi
og lífsbaráttu þessarrar litlu þjóðar,
þjóðar, sem oft og löngum hefur orð-
ið að þreyta harða glímu fyrir lífi og
tilveru sinni.
Fátt eða ekkert er mér meiri hug-
raun en að horfa upp á þá eyðingu
byggðar íslenskra sveita á þessum
síðustu og verstu tímum. Heilar
sveitir eru þegar komnar í eyði.
Margar aðrar eru nú í algerri útrým-
ingarhættu. Þar er sveitin mín kæra
kannski næst því að fara sömu leið,
og of margar standa þær höllum fæti
og bíða örlaga sinna. Og þau býli og
heimili þar sem góðu búi var búið og
voru stórbýli eru nú aðeins svipur
hjá sjón, sem ömurlegt er að horfa á.
Það er mér mjög mikil hugraun, nú
þegar ég stend svo til á grafarbakk-
anum, að sjá sveitina mína fögru og
kæru, bíða þess eins að fara alger-
lega í eyði. Það er þyngra en orðum
og tárum taki.
Til þessa liggja margar samverk-
andi ástæður. En það er ekki annað
að heyra og sjá en að ráðandi menn
þjóðfélagsins fagni þessari þróun og
geri margt viljandi til þess að hún
gangi yfir. Margir lýsa velþóknun
sinni á þessu ástandi og telja það
„þjóðinni“ til ávinnings. En í huga
þeirra er „þjóðin“ aðeins þeir sem
hafa fest búsetu sína á suðvestur
horni landsins og e.t.v. á örfáum öðr-
um stöðum.
Um ástandið í sveitum landsins er
330 Heima er bezt